Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 53

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 53
NÝJUNG í ÍSETNINGU HÁRS: KARIAR OG KOLLVIK OG ÞUNNHÆRÐAR KONUR Aldurinn þarf ekki endi- lega aö vera farinn aö gera óþyrmilega vart viö sig til þess aö háriö þynn- ist á körlumr jafnt sem kon- um. Þarna geta verið aö verki ýmsar kenjar mannslíkamans og ekkert viö því aö gera. Og þó. Hugviti og uppfinninga- semi manna eru lítil takmörk sett og ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til aö auka mönnum hár. Ein þeirra, sú sem nú ryöur sér til rúms hér á landi, felst í því aö tilbúnu hári er komiö fyrir til lang- frama. Þetta er Medi-hair, upp á útlensku, og veröur ekki þýtt hér, nema hvaö aö í nafninu felst aö þaö á rætur sínar að rekja til læknis. Háriö er gert úr trjákvoðu, harpix. Þaö er því unniö úr al- gerlega náttúrulegum efnum. Þannig á aö vera hægt aö koma í veg fyrir aö líkaminn hafni hárinu vegna gerviefna sem í því gætu annars veriö. Aö sögn Eiríks Þorsteinsson- ar, hárskerameistara í Greif- anum viö Hringbraut í Reykja- vík, er nokkrum hárum komið fyrir í fyrstu og síðan beöiö einar þrjár til fjórar vikur. Þá á aö vera Ijóst hvernig tilbúna hárinu reiðir af í höfuöleörinu og hvernig líkaminn tekur viö því. Einmitt þegar Vikuna ber aö garöi er einn viöskiptavina Eiríks í stólnum hjá honum, meö fimmtíu Medi-hár í höfö- inu og líkar bara vel. Helstu kostir, sem taldir eru viö Medi-hair, eru þeir að í- setningin er sögð nánast sársaukalaus enda viðskipta- vinurinn staödeyföur meðan hárunum er komið fyrir. Annar kostur er talinn aö ísetningin sést ekki, eina sjáanlegt merki um slíkt er meira hár oq þá er tilganginum víst náö. í þriðja lagi fullyrðir framleiö- andi aö um algerlega óskað- legt hár sé aö ræða enda sé efniö lífeðlisfræðilega þannig úr garði gert aö líkaminn af- neiti því ekki. Háriö er sagt henta vel til þess aö lagfæra há kollvik og þaö er sett í höf- uðið meö jöfnu millibili og eftir þörfum þannig aö engra skjótra breytinga á útliti verð- ur vart. SÁRSAUKALAUS AÐGERÐ Aögerðin er mjög einföld og leggur Eiríkur sérstaka á- herslu á aö hún sé fram- kvæmd af húösjúkdómalækni og hjúkrunarfræðingi í Domus Medica í Reykjavík. Eiríkur sér hins vegar um aö finna rétta litinn og hárlínuna sem sett skal í. ísetningin er sögð nánast sársaukalaus þar sem notuö er létt staðdeyfing meö- an hverju hárstrái, einu í senn, er komið fyrir. Festingin í hárinu er sögö mjög góö enda liggur festan nokkru dýpra en eiginlegar hársrætur auk þess sem vefir í húöinni vaxa meö tíð og tíma í gegn- um lykkjuna og auka festuna enn frekar. Greiösla veröur því hreint ekki torvelduð meö aðgerðinni. Alls tekur meðferöin ákaf- lega mislangan tíma en reikn- aö er meö aö í séu sett allt aö átta hundruð hár í einu með fjögurra millímetra millibili til aö byrja meö. Síðan eru látn- ar líða um það bil fjórar til fimm vikur þar til sett er milli háranna sem áður var komiö fyrir og í lokin geta hárin verið meö eins millímetra millibili. Þá er reik^naö meö fjórtán dögum í undirbúning, til dæmis meö plöntun prufu- hára. Háriö veröur aldrei litaö og segir Eiríkur þaö aöallega vegna þess aö þaö tekur hvorki í sig né lætur frá sér efni. Þetta er aöallega nátt- úrulegu efni háranna aö þakka en gerir samkvæmt framangreindu þaö aö verk- um aö í staðinn fyrir aö lita þessi hár veröur aö lita hárið sem fyrir var. Úti í náttúrunni er efnið til í mörgum litum sem nýtast viö framleiðslu hársins. Aö öðru leyti mun Eiríkur Þorsteinsson hárskerameistari meö Ólaf Ásgrímsson í stólnum hjá sér. Ólafur þolir vel hárísetninguna eftir fimmtíu hára prufu og nú eru fleiri hár á döfinni. Medi-háriö hegða sér á flesta lund eins og venjulegt hár auk þess sem þaö er talið tíu til tuttugu sinnum sterkara. Einnig er rétt að nefna aö er- lend reynsla af Medi-hárinu er komin á áttunda ár. Og verö- iö: 220 krónur á hvert hár en um fjölda hára fer vitaskuld eftir hverjum viðskiptavini. Þaö var að sjá á Ólafi Ás- grímssyni í stólnum, einum fyrsta viðskiptavini Eiríks og hlutaðeigandi læknis, að hann væri ánægöur meö byrj- unina. Hann þolir háriö vel og aðgeröina líka og er sáttur viö litinn. Ólafur segist lítið hafa skoöaö aörar aðferðir en hann hafi ekki getað hugsaö sér aö láta taka hár annars staðar af höföinu til aö græða þaö framan í höfuöið. Ólafur er tuttugu og fjögurra ára gamall og segir kollvikin hafa verið komin í Ijós strax um tví- tugt. „Og maður finnur ekkert fyrir þessu,’’ bætir Ólafur viö. Eirikur tekur um hárin fimmtíu á höfði Ólafs og segir þetta aldrei veröa þykkt hár, eins og hártopp eöa slíkt, en í til- viki Ólafs henti ísetning Medi- hárs mjög vel til þess aö koma í veg fyrir skallamynd- un. Hér er því um valkost aö ræöa sem vel er athugandi, jafnt fyrir karla meö kollvik eða aðrar skallategundir sem þunnhæröar konur á öllum aldri. Og hinn tuttuqu og fjög- urra ára gamli Olafur Ás- grímsson er gott dæmi um þaö hispursleysi og einurð sem nú er loks aö ryöja sér til rúms meðal íslenskra karl- manna. Hár hans er tekið aö þynnast og hann sér enga á- stæöu til þess aö fara í neinar grafgötur meö aö honum líkar þaö ekki og er tilbúinn að takast á viö vandamáliö án tafar. □ ▲ Ólafur í stólnum hjá vió- komandi lækni í Domus Medica. Hverju og einu hári er skotió fyrir sig. 18. TBL. 1992 VIKAN 53 TEXTI: JÓHANN GUÐNI \ UÓSM.: BRAGIÞ. JÓSEFSSON O.FL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.