Vikan


Vikan - 03.09.1992, Síða 58

Vikan - 03.09.1992, Síða 58
0M'*" MARGRET HRAFNS í HOLLYWOOD Þaö væri synd aö segja aö Ijúfa lífiö léki ekki misvel viö mannfólkiö. í þaö minnsta hafa þeir sem að eigin sögn og annarra láta fara vel um sig í dúnmjúkum sessunum á lúxusfarrýmum breiðþotanna töluvert fyrir því aö komast í sviösljósið. Hér berjast menn fram í rauðan dauöann um aö veröa „stjarna"; frægir, ríkir, um- deildir eöa enn annað og meira og beita öllum tiltækum ráöum til að koma sér á fram- færi. Eftir margra ára, jafnvel áratuga, stímabrak rennur svo kannski - kannski upp sá dagur aö menn uppskera og stjörnubjarminn eftirsótti fer aö taka á sig mynd. Þá HUGSAÐ OG HEYRT H0LLYW00D bregður svo viö aö skyndilega er komiö annað hljóö í strokk- inn. Nú hefur þetta snúist viö og eftirleiðis snýst lífsbarátta stjörnunnar um þaö eitt að fela sig bak viö svellþykk sól- gleraugu, jafnvel dulargervi þar sem ekkert kænskubragö er of langsótt til þess að af- stýra því að aödáendunum - sem stjarnan á þó alla vel- gengnina aö þakka - takist aö þefa hana uppi, aö ekki sé talað um þaö voöaslys ef ein- hverjum þeirra skyldi heppn- ast að taka hanatali. Þeir sem best þekkja atferli stjarnanna segja þó aö þetta séu barnabrek í samanburði viö sérvisku hverrar fyrir sig enda reyni góö stjarna ávallt aö skapa sér sérstöðu meö fáránlegum duttlungum sem hún ein hefur einkarétt á. Einn þeirra sem brenndu sig illilega á því aö gera slíkri stjörnu til hæfis var leikstjóri myndbandsins sem allir tala um þessa dagana, nýja myndbandsins meö George Michael, Too Funky. „Hvernig er þetta eiginlega, hvernig á maöur aö vera?” spuröi leikstjórinn gáttaöur þegar hildarleikurinn náöi há- marki. Eins og æstir aödá- endur Georges Michael muna ef til vill tók goðiö upp á því aö leika ekki í eigin mynd- böndum, fannst hann oröinn of þekktur fyrir útlitiö og vildi aö menn gæfu list hans meiri gaum. Þetta var sumsé reynt og vesalings leikstjórinn fékk í staöinn til sín þekktustu súpermódelin á borö viö Lindu Evangelistu og Shönu Zedrik. Þá breyttist skap goösins skyndilega og þegar tökur stóöu sem hæst rak hann leikstjórann og tók sjálf- ur við hlutverkinu - en ekki til aö eínbeita sér að leikstjórn heldur til aö standa í ströngu bæði framan við og aftan viö myndavélina. Þegar myndbandiö leit loks dagsins Ijós var spurningar- merkið aftan viö leikstjóratitil- inn helsta umræðuefniö. Það er því ekki sama í hvernig skapi stjörnurnar eru þegar þær sitja fyrir og hollt ráö fyrir okkur, venjulega fólkiö, aö læra rétta samskiptatækni viö þessa hálfguöi nútimans. Poppkonungur allratíma, Michael Jackson, er ekki frá þessari plánetu, segir upp- tökustjórinn góökunni Quincy Jones sem vann með snill- ingnum aö metsöluplötu allra tíma, Thriller. Undir þetta taka æstir aðdáendur goösins. Þaö á samt ekki af Mikka blessuðum aö ganga því ekki haföi hann fyrr verið ásakaður um að andlitið væri bókstaf- lega aö gefa sig, hrynja eftir urmul af lýtaaögerðum - einmitt þegar hann var i þann mund að hefja málsókn á hendur sorpritinu sem kom þessum hvimleiöa kvitti á kreik - aö annar orörómur og hálfu verri tókst á loft: þess efnis aö nú væri hann I of- análag búinn aö missa rödd- ina og gæti ekkert sungiö lengur. Tilefni þessarar ósvífnu aö- dróttunar var aö á dögunum var sjónvarpað beint frá tón- leikum kappans í Evrópu og viti menn, í hvert skipti sem kom aö háum tónum sljákkaöi 58 VIKAN 18. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.