Vikan


Vikan - 03.09.1992, Page 69

Vikan - 03.09.1992, Page 69
Á Lokarinn helst opinn á B stillingu á meðan afhleypingarhnappn- um er haldið niðri. Það getur komið sér vel ef Ijósgjafinn er óútreiknanlegur eins og eldingar næturhiminsins í Arizona. < Með þvi að hafa lokarann opinn í stuttan tima, 1/500 sek., gat ég notað stórt Ijósop, 4, og takmarkað fókussvið myndarinnar þannig að áhorfandinn þarf að fylla inn í eyðurnar. T Lokarahraðinn er hinn sami á öllum myndunum en Ijósopinu hefur verið breytt um eitt stopp (Ijósop) á milli mynda eins og sést á linsunni fyrir neðan. Tónarnir i myndinni i miðið eru næstir fyrirmyndinni en myndirnar til vinstri fá á sig óeðlilega Ijóst yfirbragð vegna þess að þær eru yfirlýstar og myndirnar til hægri eru að sama skapi dökkar vegna undirlýsingar. Sama lýsing fæst með því að breyta lokarahraðanum um eitt þrep á milli mynda en halda Ijósopinu óbreyttu. TEXTI: LOFTUR ATLIEIRÍKSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.