Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 5

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 5
Það er heldur ekki nóg að vera orðinn stjarna ef það gerist ekki á réttan hátt og viðkomandi er ekki þekktur fyrir það sem hugurinn stefndi til í upphafi. í það minnsta hefur fyrrum eiginmaður söngkonunnar Grace Jones - leikarinn Dolph Lundgren - af þessu miklar áhyggjur. Dolph var þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Rocky IV (lék hinn sovéska mótherja Sylvesters Stallone) en hefur nú ásamt Jean-Claude Van Damme ný- lokið leik í háspennunni Uni- versal Soldier. Segist sá sænskættaði Lundgren dol- fallinn yfir því hve útbreiddur sá misskilningur sé að vöðvar og vit eigi ekki samleið og hafi hann heldur betur orðið fyrir barðinu á því. Það sé að vísu rétt að hann eigi velgengni sína undir vöðvunum enda fyrrum meistaraboxari en menn skuli þó ekki gleyma að hann sé einnig með meistara- gráðu í efnaverkfræði og það frá ekki ómerkari háskóla en MIT. Þrátt fyrir þessa merku uppljóstrun eru það þó enn vöðvarnir sem helst virðast höfða til framleiðendanna því stjarnan er enn njörvuð við gervi heilalausa vöðvabúnts- ins. Sjálfur kennir Dolph því um að hafa byrjað of snemma að leika í stað þess að bíða eftir rétta hlutverkinu og segir tímabært að breyta ímyndinni. Aðrir kalla þetta vanþakklæti á háu stigi, gaurinn megi bara þakka fyrir að fá hlutverk á þessum síðustu og verstu tímum og vera þessi myndar- kroppur sem hann óneitan- lega er. Á meðan karlþjóðina dreymir stóra drauma um meiri fallþyngd og stærri vöðva lætur kvenþjóðin sig einkum dreyma um auðveld- ari leiðir til að losna við aukakílóin. Og viti menn. Hefur ekki enn ein töfrafor- múlan litið. dagsins Ijós, að þessu sinni í sprautuformi. Trúið því eður ei en ég sver og sárt við legg að hér eru þeir rfku og frægu teknir að sprauta sig í stórum stíl með lyfi sem kunnugir segja að hristi af þeim aukakílóin líkt og ofþroskaðar gráfíkjur af fíkjutré, hviss - bang! Sprautan kostar að vísu sitt - litlar sextíu þúsund krón- ur - en selst grimmt. Kaupendurnir eru einkum þeir sem þurfa starfsins vegna að vera í topp- formi, þar á meðal sýn- ingarfólk og kvikmynda- stjörnur. Því miður fylgja aukaverk- anirnar ekki sögunni og því ættu jafnvel þeir moldriku að fara varlega í slíka skyndi- kúra. Það er nefnilega bara gamla góða hreyfingin og gamla góða næringin sem stendur fyrir sínu. Gerið því ekki neitt sem ég myndi ekki gera heldur náið þessu af ykkur á heillavænlegri hátt. Það er ekki allt sem sýnist í henni Hollywood og ekki tekið út með sældinni að öðlast völd og frægð því hér eru frægustu villurnar og launa- hæsta fólkið falið á bak við víggirta veggi, að ógleymdum þykkum skógi af neyðarbjöll- um, sjálfvirkum kamerum og öryggisvörðum svo oft sér það ekki aðrar verur svo vik- um skiptir en lífverði og fugl- inn fljúgandi. Ekki bætir úr skák að um langan aldur hafa glaðbeittir kaupahéðnar selt vegvísa og leiðbeiningar að heimilum stjarnanna og skeyta engu hvort kaupandinn er blásaklaus túristi, afbrýði- samur aðdáandi, innbrotsþjóf- ur eða mannræningi. Ég sit hér með einn slíkan bækling fyrir framan mig og því er ekki að neita að sumar þessar villur minna fremur á þjóðminjasöfn eða musteri en hefðbundin einbýlishús. Mörg þessara óðalssetra voru byggð í kreppunni í lok villta tryllta áratugarins þegar stjörnunum varð loks Ijóst að þeirra eigið sukk og svall á hótelum víðs vegar um landið átti ekki lengur upp á pall- borðið hjá þjóð sem hvorki átti í sig né á. Hófust þær ríkustu þá handa við að múra sig inni í steinkössum til að sleppa við sviðsljósið og umfjöllun siða- postulanna og sögusmett- anna sem gerðu að þeim æ harðari hríð. Allar götur síðan hafa stjörnurnar búið í þess- um keisaralegu vistarverum úr 1001 nótt í skipulagðri ein- semd bak við lokuð hlið og læstar dyr. Það segir sig sjálft að ekki er á færi venjulegs manns að fjárfesta í svona glæsihöll því nokkruð hundruð milljónir ís- lenskra króna duga skammt í hít af þessu tagi. Á móti vegur auðvitað að sá sem á annað borð er stjarna fær stjörnu- laun og getur því leyft sér eitt og annað sem venjulegu fólki er bannað. Þannig geta aðdá- endur söngkonunnar Barbru Streisand tekið gleði sína á ný því heyrst hefur að hún hyggi á tónleikaför hér í heimalandi sínu en hún hefur bara komið fram á styrktartónleikum allt frá því hún söng í Las Vegas árið 1970. Tímasetning tón- leikaferðarinnar hefur ekki enn verið ákveðin. Það hafa launin hins vegar verið og telja glöggir menn að hún fái í eigin vasa sex milljarða ís- lenskra króna og er þá ótalinn hagnaður af sölu á hljómplöt- um, myndböndum og sjón- varpsupptökum. Þar með verður Barbra komin í flokk þeirra sem hafa nóg á milli handanna í kaup á svo sem einni vel víggirtri glæsihöll í Beverly Hills. Barbra er þó ein þeirra fáu sem eiga þetta allt saman skilið og meira til. Ekki bara syngur hún firnavel heldur á- líta margir hana eina af vonar- stjörnum kvikmyndaheimsins um þessar mundir. Ber auð- vitað hæst mynd hennar, Prince of Tides (sem er að mínu mati einhver sú besta sem ég sá á síðasta ári), sem hún leikstýrði í fyrra og lék í á móti Nick Nolte. Var hún til- nefnd til óskarsverðlauna fyrir leikstjórn á myndinni og þótt hún hreppti ekki hnossið að þessu sinni hefur hún sýnt og sannað að henni er flest til lista lagt. Á meðan bíðum við spennt eftir að tónleikaferðin hefjist því hver man ekki eftir dásamlegum lögum eins og Woman in Love, Guilty og öll- um hinum. Önnur stórstjarna, sem baðar sig í velgengni þessa dagana, er Axl fRose, söngvari Guns n 'Roses. Fyrir utan tónlistina gæti hann orðið súpermódel tíunda áratugarins, að minnsta kosti ef tísku- hönnuðurinn Gianni Versace fær sitt fram. Hann hefur boðið stjörnunni gull og græna skóga fyrir að gerast ForsíAa leiAarvisis um millahverfi stórstjarn- módel og klæðast nýju línunni hans, sem þykir röff og spennandi. Versace, sem er þekktur fyrir að fara eigin leið- ir, er mikill aðdáandi rókksveitarinnar og hefur oft valdið fjaðrafoki þegar hann hefur notað tónlist hennar á sýningum. Nú vill hann sem sagt stíga skrefið til fulls og koma Axl á svið í öðru hlut- verki en vanalega. Söng- stjarnan hefur gaman af öllu saman og útilokar ekki að hann láti sjá sig með þokkadísum tískuheimsins, flíkandi nýjustu hugdettum Gi- anni Versace. Þarf ekki að efa, ef af verður, að umbunin fylgi stórstjörnutaxta ef ekki betur. Er af sem áður var þeg- ar Axl og félagar löptu dauð- ann úr skel og spiluðu frítt kvöld eftir kvöld til að koma sér á framfæri. Vel á minnst - rokkstjörnur. Paul Stanley, söngvari Kiss, gifti sig á dögunum í einni súpervillunni og er sú heppna leikkona og módel að nafni Pamela Bowen. Þetta var í fyrsta skipti sem þau fóru upp að altarinu saman og ekki í frásögur færandi. Hitt þykir með ólíkindum að þau hafa ekki heldur gert það sitt í hvoru lagi. Bæði er að það heyrir til tíðinda í poppbrans- anum að menn eigi ekki að minnsta kosti nokkrar giftingar að baki og svo hitt að Stanley nálgast nú fimmtugsaldurinn. Ekki er getuleysinu um að kenna því nú hafa menn rifjað upp að á meðan meðlimir Kiss földu sig á bak við grímur einkenndist einkalíf hans af skrautlegu kvennafari þótt ekki færi hátt. Paul Stanley segir þetta þó allt heyra sög- unni til. Er þetta ekki dásam- legt? Hvernig var þetta með köttinn úti í mýri? Alla vega er L.A. ævintýri. Kveðja, A Barbra Streisand íkvik- mynd sinni Prince of Tides, ásamt Nick Nolte. Margrét Hrafns í Hollywood. 19.TBL. 1992 VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.