Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 48

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 48
FRAMH. AF BLS 45 PENINGAR NOTAÐIR SEM STJÓRNTÆKI Þú segir aö hann láti þig ekki hafa aura, ekki einu sinni fyrir nauöþurftum. Þaö er einmitt meginein- kenni á kúgaranum að gera sig aö þessu leyti gjör- samlega ómissandi fyrir konuna. Hann telur aö þannig geti hann stjórnaö því hvaö þú aðhefst. Best er náttúrlega aö viö stelpurnar höfum vit á því undir öllum venjulegum kringumstæöum aö krækja okkur í starfsþjálfun og starfsreynslu. Þaö gerir okkur kleift - ef viö viljum bera sjálfar ábyrgö á sjálfum okkur - aö losa okkur úr samböndum sem eru ofraun fyrir okkur eins og þetta er þér. Þaö gerist þá án þess aö allur efnahagslegur grundvöll- ur hrynji. Vera má aö þú hafir slíka möguleika en þeir not- ast þér augljóslega ekki enn sem komiö er því hann vill halda um budduna sjálfur um leiö og hann kýs aö fylla hana einn. Þetta getur stafaö af ótta viö aö ef þú gætir aflað fjár yröi honum aö minnsta kosti ofaukið sem stjórnanda yfir þér og þínum löngunum og þrám sem tengjast veraldleg- um efnum. Þú þarft í þessu tilviki líka aö fá faglega hjálp þeirra sem þekkja svona vanda í samskiptum og eru færir um aö veita þér stuöning og vísbend- ingar um mögulega úrlausn vandans. EITURLYF OG PERSÓNULEIKABREYTINGAR Þú segir að þiltur sé fyrrverandi eiturlyfjaneytandi. Þaö þýöir aö hann hefur í einhvern tima notaö efni sem breyta starfsemi heilans og hafa sennilega í för meö sér umtalsverðar persónuleikabreytingar. Ef um slíkt er aö ræöa má búast við aö þó hann sé ekki í neyslu einmitt núna hafi orðið á honum per- sónuleikabreytingar sem geti valdið hegöun og framkvæmdum sem ekkert er víst aö heföu komiö fram í fasi hans og framkomu viö þig ef hann heföi aldrei notaö vitundarbreytandi lyf sjálfum sér til skaöa. Þaö liggur í hlutarins eöli aö þaö er engin hemja fyrir fólk sem fætt er inn í þennan heim heilbrigt aö leyfa sér þá aflöguöu og örvitatengdu hegöun aö fylla líkama sinn af eitri árum saman og halda svo að þaö sé nóg aö hætta notkun og þar meö sé allt komið í lag og viðkomandi eins og hann var áöur. Svo er aö sjálfsögöu ekki. Það er þvi miöur sann- anleg staöreynd aö sá sem hefur notað eiturlyf má búast viö heilaskaöa sem er ólæknanlegur og svo auövitaö persónuleikabreytingum sem afleiðingu hans. HEILASKAÐI EITURLYFJAÆTUNNAR Viðkomandi eiturlyfjaæta hefur meö mismikilli notk- un beinlínis skapaö skilyröi til aö skaða starfsemi til dæmis stjórntækis hugans. Þaö hefur náttúrlega á- hrif á hugsanagang viökomandi og tilfinningalíf, ekk- ert síöur en dómgreind og félagslega hæfni. Þetta tæki, sem heitir heili, veröur - þó erfitt geti verið jafnvel fyrir læknisfræöina aö sanna slíkt - á ein- hvern hátt fatlaö sem afleiðing af eituráti. Heilaskaöi, þó í smáu sé, getur aldrei annaö en valdiö vandræöum fyrir þann sem hann hefur eign- ast og ekki síður fyrir þá sem veröa aö deila kjörum og elsku meö viökomandi. Þennan ömurlega mögu- leika væri kannski hollt fyrir alla sem ánetjast hafa eiturlyfjum aö íhuga smávegis áöur en þeir halda hiklaust áfram aö skaöa heilastarfsemi sína þannig aö ekki veröi hún bætt aftur svo vel fari. Einungis smávægilegur heilaskaöi getur haft mjög víötæk og varanleg aflöguð hegöunar- og framkvæmdavand- kvæöi í för meö sér ævilangt ef því er aö skipta. Fyrrverandi eiturlyfjafíkill veröur að gera sér grein fyrir einmitt þessum augljósu staöreyndum. Vissulega má kannski eftir meöferö afeitrunar byggja á mjög löngum tíma upp bærilegan og nokkuð heilsteyptan persónuleika aftur og áöur kunnugan viökomandi, ef bæöi vilji og áhugi ásamt skilningi á einmitt þessum lúmska möguleika vand- ræöa er Ijós þeim sem hættir notkun hinna ýmsu stórhættulegu efna. Máliö er bara aö um er aö ræöa þvílíka fyrirhöfn aö flestum vex hún þaö mik- iö í augum aö þeir nenna ekki að axla hana. Því fer sem fer í vandræðum þessara einstaklinga, oft á tíöum löngu eftir aö allri afeitrun lýkur. KYNLÍF OG OFBELDI Hvaö varðar kynlífshegöun mannsins og þá sér t lagi eftir aö hann er búinn aö valda þér hugarangri og kvöl er þetta aö segja: Kynlíf og það sem því viðkemur er meö öllu óréttlætanlegt nema báöir óski þess. Eins og þú bendir á langar þig í flest annaö eftir ofbeldi en kynmök viö gerandann og þykir mér þaö ekkert skrýtiö. Aftur á móti er, ef maðurinn væri ekki siðblindur, furöulegt aö hann skuli telja slíkt velkomiö frá þinni hendi eftir alla valdníösluna. Líta veröur svo á aö um sé aö ræöa ásetning hans og grófa og óréttmæta framlengingu hans á valdniðslu þeirri sem hann ástundar á þér. Kynlíf á ekki aö einkennast af neins konar of- beldi eöa öörum augljósum þvingunum. Þaö er al- veg Ijóst aö kynlíf veröur því unaöslegra því dýpri og kærleiksríkari sem þær tilfinningar eru sem vissulega eiga aö liggja aö þaki löngunar okkar til kynmaka. Þaö er alrangt siöferöislega aö ástunda kynlíf sem er meiningarlaust og subbulegt. Betra er hreinlega aö sleppa öllu kynlífi ef viö treystum okkur ekki til aö sýna hvert ööru virðingu og tillits- semi í þeim samskiptum. Kynlíf getur nefnilega veriö yndislegt og satt best aö segja spennandi ef rétt og elskulega er að því staðið. Kynlíf og vald- níösla fara aldrei saman, jafnvel þó einhverjir „Vibbar” láti sig dreyma um slíkt. Þeir sem ekki treysta sér í heilbrigt og heiöarlegt kynlíf ættu ein- faldlega aö láta allt kynlíf eiga sig og snúa sér aö öörum efnum. Þeir geta augljóslega enga kynferð- islega ánægju veitt öörum og njóta hennar tæp- lega sjálfir ef hugarfarið er rangt og öörum ógeö- fellt. FÓRNARLÖMB ÞVINGUD TIL KYNMAKA Það gefur augaleiö aö kynlíf í framhaldi af ofbeldi gegn maka er meö öllu rangt, þolanda slíks algjör ofraun og sennilega hreinn viöbjóöur. Viö eigum ekki aö hafa mök hvert viö annað til aö undir- strika hegðun sem er siðlaus og frekjuleg. Harö- stjórar og drottnunargjarnir menn eiga einmitt til aö nauöga hreinlega fórnarlömbum ofbeldis síns eftir aö þeir eru kannski búnir í orðum og höggum aö vanviröa viökomandi. Þeir enda iöulega vald- níðsluna á mökum viö viökomandi, þvert á þaö sem er sæmandi, án tillits til aö þolandinn, í þessu tilviki þú, hefur alls engan áhuga né nokkra einustu þörf fyrir kynlíf eftir svona framkomu. Þetta undirstrikar bara enn þá meira að um er aö ræöa valdníðslu sem alls ekki búa réttar til- finningar á bak viö, reyndar bara þær tilfinningar sem tengjast sjúklegri drottnunarþörf og full- komnu vanmati á vilja, þörfum og þrám hins aðil- ans, í þessu tilviki þinum. Hann er sterkari líkam- lega en þú og veit þaö, auk þess sem honum er jafnframt kunnugt um aö ótti þinn um eigið líf er til staðar og þess vegna er honum Ijóst að þú getur ekki svo vel fari varist haröstjórn hans. VEIKLAÐUR TILFINNINGALEGUR BAKGRUNNUR Vegna þess hvaö þú átt ófullkominn tilfinninga- legan bakgrunn ertu einmitt í hættu í tilfinninga- samböndum og ekki síst af þessari tegundinni. Þú ert alin upp á heimili þar sem faðir þinn var of- beldishneigður og beygöi þig og aöra meö harö- stjórn hvers konar undir sinn vilja. Þetta þýöir aö bakgrunnur þinn í nánum samskiptum og per- sónulegum er vægast sagt mjög veiklaöur. Hafir þú ekkert gert ennþá til aö leita þér hjálp- ar frá þessum aflöguöu fortíöarfjötrum er ekki seinna vænna aö gera þaö. Ég tel aö þaö sé jafn- framt viðkomu í Kvennaathvarfinu mikilvægt fyrir þig aö fá staögóöa geðlæknishjálp eöa fá sál- fræöing eöa hugsanlega félagsráðgjafa til aö opna augu þín fyrir því hver þú ert í öllu þessu. Jafnframt er náttúrlega mikilvægt fyrir þig aö byggja upp meö hjálp sérfróöra eins góöa þekk- ingu og hægt er á því hvaö eru heilbrigð sam- skipti og hvaö aflöguð. Mér sýnist ekki veita af. Þú mátt alls ekki rugla þessu siðblinda fram- feröi mannsins viö þig saman viö manngildi þitt. Hans hugmynd um þig er tilkomin úr huga sem stýrir framkvæmdum sínum neikvætt á kostnaö þess sem síst skyldi. Þú ert augljóslega, eins og þú segir sjálf í bréfi þínu, fórnarlamb ógeöfellds haröstjóra sem skilur sýnilega ekki hvaö er rangt í eigin framkomu og fasi. Tilfinningasambönd eiga aö vera metnaðarfull á jákvæöan og kær- leiksríkan máta en ekki óttablandin áþján og ann- ar álíka hryllingur þeim sem í þeim eru. Vonandi getur þú unnið eitthvaö úr þessum vangaveltum mínum þér tengdum og þaö væri satt best aö segja afar ákjósanlegt aö þú byggir þig undir þaö sem fyrst aö leita á náðir Kvennaat- hvarfsins og þiggja þá ráögjöf sem það ágæta stuðningsheimili fyrir vegalausar konur veitir. Eöa eins og óhamingjusama konan sagöi eitt sinn af gefnu tilefni í góðra vina hópi: „Elskurnar mi'nar, ég er nokkurn veginn eins og ný síöan ég ákvað aö hætta aö vera þessi endemis undirlægja og velja bara hér í frá aö láta rigna duglega upp í nefið á mér. Sá einhver hve rosalega ég rak nefiö upp f loft? Vá. Ég finn aö þaö rignir nánast stöðugt upp í nasirnar á mér auknu sjálfstrausti og heilu flóöi af sjálfsást enda má segja aö ég hrein- lega geisli þessa dagana af auknum lífsvilja og frábærri tiltrú á eigiö ágæti, reyndar án þess aö nokkur fái viö þaö ráðiö. Meiri háttar, ekki satt?” Guö gefi aö þér gangi vel á nýjum og jákvæö- um leiðum aukins baráttuvilja til aö frelsa sjálfa þig frá þessum ömurleika sem þú býrö viö núna. Meö vinsemd, Jóna Rúna. LAUSN SÍÐUSTU GÁTU + +.* + + + Ó + ÆVE + + U + + + V + + + + + + FAÐIRINN + + KA + + + + + + AFANGI + DEKUR + + + + + + + ÞRAI + BAROKK + + + + + + + r + TROIN + FLA + + + + + + GEIT + LST1F + R + PÖKK + EYLAND+E + OG + BERANGRI + + FISKFRAT KLIF + LINSA + N + NÆTUR + ALL + ALGENG + VIÐ + KÖ + GLITPLAT1NA + NITUR + J + + ÓP+RISAR + GNÍR + KÖLSKA + BR+PAT + GR + B + FJ ÁRSKÓ+SAFI + AUGA + + Á + SKAKKA + AMAR+IL FERN + ORMAR + TOGO + KA + IHÓST+EFAR+RARIK + HNETA + NN + BEN + + L + + A + ÞITT + ANDANN + LOFAÐ EYÐI + KUTINN+VlFILL + KANKAÐI + DUL1TILLA + K + NASIR + + R1SA + MID + NEINAR+KK + KUNNARA + IM+ER+SVÆFANDI + + N + N0LL + SK1NANDIFOLD persónudýrkun! + T Ó L I 48 VIKAN 19. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.