Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 37

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 37
ERU ▼Tilrauna- hundur bíöur þess sem koma skal. ▼LD-50 tilraunin - rotta neydd til þess aö innbyröa stóran lyfja- skammt. gegn notkun tilraunadýra í skólum og koma á framfæri öörum kennsluaðferðum. ís- lenskir nemendur tóku fyrst þátt í ráöstefnu á vegum samtakanna fyrir tveimur árum og upp úr því var stofn- aður íslenskur hópur, ICEN- ICHE, innan samtakanna. Markmið hópsins er að nem- endur eigi þess kost að stunda nám sitt án þess aö gera tilraunir á dýrum og að Háskóli íslands bjóði upp á aðra valkosti en dýratilraunir. Einnig er það langtíma mark- mið sett að engar tilraunir á dýrum fari fram í skólum landsins. MANNLEGRI OG SKYNSAMLEGRI LAUSNA LEITAÐ Fylgjendur dýratilrauna hafa bent á að þær hafi verið og séu bráðnauðsynlegur þáttur í framförum á sviði læknis- og lyfjafræði. „Já, en rökin gegn tilraun- um á dýrum eru á hinn bóg- inn mörg og sterk,” segir Ása. „Benda má á að mörg þeirra lyfja sem mikið eru notuð um þessar mundir eru upprunnin úr ríki náttúrunnar og hafa aldrei verið prófuð á dýrum. Asperín er gott dæmi um slíkt lyf. Einnig má benda á að jafnvel þó að ný lyf hafi ekki eiturverkanir á dýr í för með sér er það engin trygg- ing fyrir því að svo sé ekki farið í mannslíkamanum. Um 1960 kom á markaðinn lyfið thalidomide sem olli alvar- legum göllum í fóstrum verð- < Draizy - prófiö felst í þvi aö efni, sem veriö er aö rannsaka, er sett í augu tilraunadýr- anna. Hér sést afleióingin, blind kanína. andi mæðra sem tóku það inn. Undangengnar prófanir með lyfið á dýrum gáfu engar vísbendingar um að lyfjatak- an hefði þessar alvarlegu af- leiðingar. Þannig geta dýratil- raunir veitt falskt öryggi. Vísindamenn hallast sífellt meira að tilraunum utan lík- amans, á frumuræktun í til- raunaglösum, eða tilraunum á sjálfboðaliðum. CIBA- GEIGY fyrirtækið hefur með- al annars styrkt lyfja- og snyrtivörufyrirtæki til þess að prófa ný efni og lyf án dýratil- rauna. Tölvutæknin kemur þar við sögu. Tölvur eru mataðar á þekktum upplýsingum um hin ýmsu efni og verkun þeirra og þegar ný efni eru þróuð má með hjálp tölvanna komast að verkun efnanna á mannslíkamann. Með þessari tækni hefur Alþjóða krabba- meinsstofnuninni til dæmis tekist að fækka tilraunadýrum sínum úr sex milljónum í þrjá- tíu þúsund dýr. Ef dýratilraunir væru sú mikla lausn sem margir hafa haldið fram, hvers vegna hafa þær þá ekki skilað mannkyni betri árangri í baráttunni við sjúkdóma? Vissulega hefur góður árangur náðst við að útrýma lífshættulegum sjúk- dómum, auka lífslikur og bæta líf manna á jöröinni en sá árangur er ekki síst að þakka hreinna vatni, hreinna umhverfi, betri heilsugæslu, hollari mat og almennt betri lífsskilyrðum en fólk bjó við áður fyrr. Tilraunir á dýrum eru því ekki aðeins harðneskjulegar og ónauðsynlegar heldur líka siðlausar og oft óvísindalegar. Það er þess vegna allra hag- ur, manna ekki síður en dýra, að þær verði með öllu lagðar af og mannlegri og skynsam- legri lausna leitað.” □ ÓNAUÐSYNLEGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.