Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 14

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 14
Bltl ■ W ▼ Ein af drauma- myndum Evu. hinum ýmsu störfum og er mjög gaman að vinna við þetta.” Eva er lærður leik- ari en auk þess er hún myndlistar- kona sem hefur unnið sérstæða myndaröð sem nefnist Ferðin hið innra eða á sænsku „En Resa I Det Omedvetna”. „ F e r ð i n hið innra er ferð sálar minnar inn á við í myndformi. Með innsæi mínu, venjulega í vöku, hélt ég og reyndi að fanga mynd sem ég dróst að í draumi. Um leið lauk næturferðalagi mínu. Ég skrifaði upp litina sem ég sá og teiknaði á pappir. Daginn eftir málaði ég mynd- ina og lauk við hana. Þetta tók tíu til fimmtán klukku- stundir. Þetta gerði ég í nokk- ur ár, svona eina til tvær myndir á viku. Með þessu gat ég skoðað drauma mína og einnig túlkaði danski sálfræð- ingurinn og myndlistarmaður- inn Eigil Nyborg myndirnar. Margar þeirra gefa vísbend- ingar um innri gildi. Skýr draumur getur breytt lífi fólks eða sýnt okkur styrk okkar og það getur leitt til þess að við verðum sjálfstæðari, hjálpað okkur til sjálfshjálpar. Við getum fengið hjálp í erf- iðleikum, bæði í gegnum tón- list, myndlist, drauma og mál- ið, hvort sem það er talað eða skrifað. Aðalatriðið er að láta tilfinningar sínar í Ijós, hugs- anir og hugmyndir, þroska hugmyndaflug okkar og inn- sæi. Við fáum stuðning og hjálp til þess í gegnum and- lega leiðsögn. Þó að við séum glaðar manneskjur er ágætt að halda áfram að þroska hæfileikana. Ég hef stundum verið svo- lítið löt og ekki gert mikið í að þroska mig en þá hef ég dreg- ist að draumum mínum og myndum og það hefur minnt mig á að fara að vinna með sjálfa mig aftur.” Eva hefur látið gera eftir- prentanir af myndunum og selt þær í Svíþjóð og Dan- mörku. Hún gaf blaðamanni myndina sem birtist hér með viðtalinu svo allir geti séð mynd úr draumnum hennar Evu. Blaðamaður rótti Evu nýort Ijóð, því hafði verið hvíslað að Eva semdi gjarnan lög. Eva stóð strax upp og áður en varði hljómuðu tónar hafsins um stofuna hennar Jónínu. Myndirnar hans Jónasar stýrimanns virtust öðlast líf, skipin vögguðu mjúklega í öldunum og við sátum hamingjusamar og hlustuðum á lagið verða til. „Á íslandi er ég nálægt sjálfri mér og ég græt þegar ég verð frjáls. íslendingar eru meiri listamenn, meiri listunn- endur, en nokkrir aðrir. Þeir vita að landið þeirra er dem- antur. Þeir sem hafa þurft að yfirgefa það einhvern tíma gera sér þetta Ijóst. Þeir snúa yfirleitt alltaf til baka, snúa heim eins og ég. Mig langar að tileinka þetta viðtal Ævari Kvaran. Hann kenndi mér leiklist í þrjú ár og ég á honum mikið að þakka. Það að ég er svona tengd íslandi má rekja til móður minnar, Ástu Summerfelt. langaði að fá að búa í sveit og var því send á barnaheimili sem var á Kumbaravogi. Ég man að þar læddist ég út á nóttunni um sumartímann, klifraði upp á hól og talaði við ömmu mína á himnum og fannst hún segja mér að ég yrði alltaf að búa á íslandi. Þarna komst ég í svo mikla snertingu við náttúruna, fannst ég renna saman við hana og verða eitt með henni.” Eva er að skrifa bók sem ber nafnið Mánaguð. Hún skrifar hana aðeins á fullu tungli og hún fjallar mest um ísland. „Þegar ég var fimmtán ára Sígaunahljómsveitin Romany Patrin leikur oft þarna og Eva hefur gert lög og Ijóö sem hljómsveitin flytur. Hún elskaði líka ísland. Hún kom hingað sautján ára göm- ul frá Danmörku árið 1924 og var hér í tvö ár en varð að fara til baka til Danmerkur. En hún var alltaf ákveðin í að koma aftur og hingað kom hún með mig sem smábarn eftir stríð og við bjuggum f Reykjavík og Keflavík. Mig fannst mömmu ég vera orðin jafnvillt og hesturinn minn og hundurinn. Hún vildi að ég færi á heimavistarskóla í Sviss. Þegar ég frétti það hvarf ég í viku og leitaði lög- reglan að mér. Að lokum fannst ég og var send til Sviss til að læra að elda, leggja á borð og klæða mig í litlar sæt- ar dragtir og hafa slaufur í hárinu. Þarna var ég í átta mánuði en þá var mamma beðin um að sækja mig því ég var farin að hverfa oftar og oftar, hélt ekki dvölina út og fór á flakk.” Margt hefur gerst síðan Eva fór að leita á vit náttúr- unnar sem barn. Síðustu helgina sem hún dvaldi hér á landi fékk hún tækifæri til að koma inn á svæðið á Kefla- víkurflugvelli þar sem her- menn og fjölskyldur þeirra búa. Það var sem tíminn stæði í stað, margt sem fyrir augu bar hafði ekkert breyst og Eva tók myndir og gladdist yfir endurfundunum. Þetta var einnig ferð á vit hins innra. í vakandi veruleika, í hópi góðra vina. □ „Þegar ég var fimmtán ára fannst mömmu ég vera orðin jafnvillt og hesturinn minn og hund- urinn. Hán vildi að ég færi á heimavistarskóla í Sviss. Þegar ég frétti það hvarf ég í viku..."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.