Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 62

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 62
HITTUMST SEM vinir OG SKILJUM SEM vinir EINKAVIÐTAL VIKUNNAR VIÐ IAN ANDERSON, MANNINN Á BAK VIÐ EINA VIRTUSTU HUÓMSVEIT BRETLANDS, JETHRO TULL, SEM LÆTUR UÓS SITT SKÍNA Á AKRANESI 25. SEPTEMBER Hver voru viðbrögð þín mig minnir að einu sinni til þegar þú varst beðinn tvisvar hafi komið upp þessi um að spila á Akra- hugmynd, það er að fara til ís- nesi? lands." „Þau voru á þann veg að Svo kemst lan Anderson, ég er feginn að geta komið til „aðalhluthafi”/söngvari/laga- íslands að spila og fá borgað í smiður/flautuleikari í rokkfyrir- leiðinni! Mig hefur alltaf lang- tækinu Jethro Tull að orði en ▼ ian að til að heimsækja ísland. Ég hann ætlar að mæta á Skag- Anderson veit ekki mikið um landið en ann með félögum sínum, Dave Pegg, Dave Mattacks, Andy Giddings og Martin Barre, þann 25. september næstkomandi og spila þar gamla „Tull-standarda” í bland við nýrra efni. Það fyrrnefnda verður þó í aðalhlutverki. SPILA GÖMLU GÓÐU LÖGIN Hann hringdi í blaðamann Vikunnar frá eyjunni Skye sem er utan við norðvestur- hluta skosku Hálandanna. Þeim til glöggvunar sem ekki vita það má geta þess aðJet- hro Tull er skosk að uppruna og fagnar nú 25 ára afmæl- inu. „Eins og ég segi höfum við aldrei komið til fslands fyrr þannig að við verðum að hafa öðruvísi lagalista en í Kanada og Bandaríkjunum en þangað förum við strax eftir tónleik- ana. Við komum til með að spila þrjú lög af „gömlu” plöt- unum okkar, This Was, Aqu- alung, Stand Up og Thick as a Brick. í heildina séð munum við spila eitt til tvö og kannski þrjú lög af hverri einustu plötu sem við höfum gert. Ég vara áheyrendur við einu; þeir verða að leggja hart að sér því tónleikar með okkur eru ekkert venjulegir tónleikar þar sem fjölbreytnin í tónlistinni okkar er svo mikil. Engin tvö lög eru eins og það er vegna þess að ég nenni ekki að fest- ast við eitt form tónlistar. Það er mér mikil áskorun að spila alls konar tónlist.” lan Anderson ætlar að stansa einn dag hér á landi í einkaerindum eftir tónleikana. „Hinir fara á meðan aftur til Bretlands til að ná í meira dót og kveðja konur og börn," segir hann hlæjandi. Hann segist hafa sérstakt leyfi frá sinni konu til að vera hér einn dag í viðbót. Sá er heppinn! Hann minntist á aldur hljómsveitarmanna. „Þú verð- ur að hafa í huga að við erum miðaldra menn og þótt sumir séu með höfuðið í lagi og virðist spriklandi fjörugir á það ekki við um okkur alla. Við erum gamlir menn í vinnu ungra manna! Á góðum degi tekst okkur samt að blekkja flesta áhorfendur mestallan tímann,” segir hann kíminn í bragði. LANDVINNINGAR Í RÚSSLANDI lan Anderson er skrýtinn poppari því auk þess að spila með Jethro Tull rekur hann laxeldisfyrirtæki, eins og kom fram í íslenskum fjölmiðlum fyrir nokkrum árum. Þar var fullyrt að hann hefði áhuga á að kaupa hér laxeldisstöðvar en hann segir það hafa verið úr lausu lofti gripið. „Ég hef kannski ekki eins mikinn áhuga á laxeldi og þeir tvö hundruð starfsmenn sem vinna við fyrirtæki mitt en það starfar bæði á sviði laxeldis og vinnslu afurðanna. Ég hef verið í laxeldi í um það bil fimmtán ár, byrjaði hér á eyj- unni og rek núna fimm sjóeld- isstöðvar, þrjár ferskvatns- stöðvar og tvær pökkunar- verksmiðjur. Við seljum í margar verslanir, til dæmis Harrods, og erum með tölu- vert mikil umsvif í evrópskum verslunum. Við erum líka að fara af stað með mikið verkefni í Rússlandi, nánar tiltekið f Sankti Pétursborg. Þar ætlum við að aðstoða menn í þess- um geira atvinnulífsins, þeir hafa ekkert með tónlist að gera þessa stundina! Ég lít samt ekki á mig sem einhvern viðskiptajaxl, ég geng ekki í jakkafötum dags daglega. Ég er fyrst og fremst tónlistar- maður.” BANDARÍSKUR BLÚS OG ÞVERFLAUTAN Áhrifin í tónlist sinni og þar af leiðandi Jethro Tull segir lan Anderson koma frá svartri, amerískri blústónlist. Hann nefnir Muddy Waters, Howling Wolf, Sonny Boy Williamson og fleiri. „Ég hafði raunar miklu meiri á- huga á tónlist þessara manna og kántrí-blús en harða rokkinu sem Chuck Berry lék til dæmis. Borgar- blús í stíl við það sem Muddy Waters lék finnst mér afskaplega skemmtilegur, þessi eini sanni Chicago- stfll. Ég uppgötvaði þegar ég var sautján ára að ég var ekki svartur. Ég hafði heldur aldrei tínt baðmull til að framfleyta mér, né verið bar- inn af hvftum lögregluþjóni. Mér fannst ég þess vegna ekki hafa þann bakgrunn sem er nauðsynlegur til að spila eingöngu þessa tegund blústónlistar og því höfum við tekið fleiri áhrif, svo sem djass, þjóðlagatónlist og kannski smávegis klassík, inn í tónlist ukkar.” Séreinkenni lans Ander- son sem tónlistarmanns og þar af leiðandi Jethro Tull er þverflautan. Margir Ijúfir tón- ar hafa komið úr flautu And- ersons en hann er sennilega eini rokktónlistarmaðurinn sem brúkar þetta hljóðfæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.