Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 67

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 67
TEXTI: GUNNAR H. ÁRSÆLSSOI Liðsmenn þungarokks- sveitarinnar Black Sab- bath hafa stundum verið titlaðir guðfeður þungarokks- tónlistar. Það voru fjórir skóla- félagar úr verkamannastétt í Birmingham á Englandi, Tony lommy gítarleikari, trommar- inn Bill Ward, Geezer Butler bassaleikari og John Osbour- ne, síðar Ozzy Osbourne, sem stofnuðu sveitina árið 1967. Upphaflega hét hún Polka Tulk, síðan Earth og loks Black Sabbath eftir einu laginu þeirra. Næstu tólf árin hélst þessi liðsskipan. SABBATH DALAR Mikið álag var á þeim félögum á þessum tíma og tónleika- ferðirnar stóðu svo mánuðum skipti. Þetta var farið að sjást á sveitinni og upp kom tónlist- arlegur ágreiningur innan hennar. Tony lommy gítarleik- ari vildi fá meira af blásturs- hljóðfærum og hljómborðsleik. Á plötunni Sabotage frá 1975 sýndu þeir félagar þvf nýjar hliðar á sér og á henni eru lög sem talin eru klassísk á ferli sveitarinnar. Næstu fimm ár og hóf sólóferil en ári síðar gekk söngvari að nafni Ronnie James Dio til liðs við sveitina. Með honum voru hljóðritaðar plöturnar Heaven and Hell, Mob Rules og tvö- föld hljómleikaplata, Live Evil. Hann hætti árið 1983 til þess að stofan eigin sveit, Dio. stað hans kom enginn annar en lan Gillan úr Deep Purple og á plasti kom út Born Again árið 1983. Það var fyrsta og síðasta platan sem Gillan gerði með Black Sabbath. Við tók tími mikilla mannabreyt- inga og má segja að Tony lommy gítarleikari hafi verið sá sem hélt tryggð við fyrir- bærið og hélt í því lífi. Þó 1970 og bar nafn sveitarinnar. Fyrst heyrðist þó almennilega í sveitinni með lagi af annarri plötunni, Paranoid (Of- sóknaræði), sem kom reyndar út sama ár. Það lag er eitt vin- sælasta lag sveitarinnar og er enn leikið á tónleikum. Vin- sældirnar jukust jafnt og þétt og fram til 1973 sendi sveitin var svo hljómsveitin í mikilli lægð og plöturnar frá þeim tíma, We Sold Our Soul for Rock and Roll, Tecnical Ecstasy og Never Say Die, eru taldar þær slökustu sem Sabbath hefur sent frá sér. OZZY HÆ.TTIR Árið 1979 hætti Ozzy alfarið Guóteður þungarokksins, Black Sabbath; Vinnie Appice, Geezer Butler, Ronnie James Dio og Tony lommy. Þeir ætla að kitla hlustir manna á Skagarokki ‘92 annan laugardag, þann 26. september komu út fjórar plötur frá 1983, Seventh Star (1986), Eternal Idol (1987), Headless Cross (1989) ogTyr (1990). RONNIE INNANBORÐS AÐ NÝJU Síðla árs í fyrra sneri Ronnie James Dio aftur til liðs við Black Sabbath. Það sama gerðu bassaleikarinn Geezer Butler og trommarinn Vinnie Appice sem tók við af Bill Ward á sínum tíma en hætti árið 1984. Fjórmenningamir voru ekki lengi að koma sér í hljóð- ver og tóku þar upp plötuna Dehumanizer sem er tiltölulega nýkomin út. Á henni sanna þeir félagar að allt er fertugum fært. SAKAÐiR UM DJÖFLATRÚ Nánast frá upphafi hefur Black Sabbath verið bendluð við djöflatrú og má til gamans geta þess að á sínum tíma sá Ozzy Osbourne kvikmyndina The Exorcist (Særingamaðurinn) alls átta sinnum! Þeir hafa þó sagt að þetta kukl þeirra sé að- eins forvitni og til þess gert að vekja á sér athygli. Þeir neita alfarið að vera á bandi djöfsa enda bera allir meðlimir sveit- arinnar kross um hálsinn. Sértrúarhópar í Bandaríkjun- um hafa veist að sveitinni og saka þá félaga um að storka forlögunum vegna þess að á tónleikum hafa þeir stóran kross á sviðinu en fyrir ofan hann púka með þrífork. Ronnie James Dio vísar gagnrýninni á bug og segir þetta aðeins vera til að minna fólk á stöðuga bar- áttu góðs og ills í heiminum. Einnig er sértrúarhópum illa við Dio vegna þess að hann hefur það fyrir sið að heilsa áhorf- endum með því að rétta vfsi- fingur og litla putta upp í loftið, mót áhorfendum. Þetta segja trúaðir að sé tákn djöfulsins. Black Sabbath hefur haft á- hrif á margar vinsælar þunga- rokkssveitir sem komið hafa fram á síðari árum og má þar nefna Def Leppard og Metall- ica sem dæmi. Trommuleikari þeirrar síðarnefndu, Lars Ul- rich, hefur meðal annars sagt að án Black Sabbath væri þungarokk nútímans ekki það sem það er. Stór orð þetta. Upphitunarsveitin fyrir Black Sabbath í (þróttahúsinu á Akranesi laugardaginn 26. september næstkomandi er ARTCH með Eirík Hauksson í broddi fylkingar. Þá er bara eitt fyrir þungarokksaðdáend- ur að gera - að sjá til þess að leðurgallinn verði á sfnum stað og aðgöngumiðinn í vas- anum. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.