Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 16

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 16
VIÐTAL VIÐ ERLU PÁLMADÓTTUR LÍKSNYRTI 1 6 VIKAN 19. TBL. 1992 setti blátt í hárið eins og fullorðnar konur gera gjarnan og var stundum kölluð kon- an með bláa hárið. Við kistulagninguna vildum við hafa hana í fallegum slopp sem hún hélt mikið upp á en áttuðum okkur ekkert á því að gera eitthvað << meira. Svo þegar kom að kistulagningar- bæninni sótti sonur minn fast að fá að oo vera með okkur en mér fannst hann of ‘ ungur - sem var ekki rétt - en hann var ^ tólf ára. Hann lét sig ekki og kom með. 'O Eftir bænina leið honum óskaplega illa —1 og ég taldi eðlilegt að hann hefði orðið hræddur en spurði samt hvað væri að. q Þá sagði hann: „Hún amma var ekki Yn svona um hárið og hún leit ekki vel út.” Þá vildi hann hafa hana ömmu fína eins og hún var vön að vera en ekki slétt- greidda og ótilhafða. Ég hugsaði með mér að þetta væri alveg rétt. Við fórum með fín föt á hana en ég lagfærði hvorki á henni hárið né snyrti hana eins og hún var vön að gera.” LÆRÐI f HOLLANDI OG DANMÖRKU Erla segir hugmyndina að núverandi starfi hafa kviknað eftir samtalið við son sinn en það leið langur tími uns hún lót til skarar skríða. „Ég hugsaði um þetta í mörg ár en gerði ekkert í málinu. Svo O veiktist ég fyrir tveimur árum og þurfti að § hætta vinnu. Eftir veikindin sótti ég um hálfsdagsvinnu á Borgarspílalanum en fékk ekki vinnu á þeirri deild sem ég S5 hafði verið á. Mig langaði ekki að skipta ^ um deild svo ég hugsaði með mér: „Nú 'q skelli ég mér í það sem óg er búin að ^ vera að hugsa um öll þessi ár.” Ég _• hringdi í Ásbjörn Björnsson, forstjóra £< Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, [i! oo o a' < z: ö Ck£ OO Dauðinn er misfjarlægur okkur; sumir eiga um sárt að binda vegna fráfalls náinna ættingja eða vina en svo eru aðrir sem hafa jafn- vel aldrei verið viðstaddir jarðarför. Hvor- um hópnum sem við tilheyrum er ekki um að villast að dauðinn á eftir að banka upp á fyrr eða síðar og þá er hvorki spurt um stað né stund. Þó að fæðing og dauði séu óhjákvæmilegir atburðir í lífi okkar eigum við yfirleitt erfitt með að sætta okk- ur við að horfa á eftir fólki hverfa yfir móðuna miklu, sérstaklega þegar fólk er í blóma lífsins. Minningar okkar um látna varðveitast í hjarta okkar um ókomna framtíð. Dauðinn fer misjöfnum höndum um fólk og stundum er kistan lokuð við kistu- lagningarbæn til að hlífa aðstandendum. Sú mynd sem situr hvað föstust í huga okkar er oft á tíðum sú sjón sem blasir við við kistulagningu. Það má því segja að starf Erlu Pálmadóttur snerti sál margra en hún starfar við að snyrta lík og ganga frá þeim fyrir kistulagningu. FÉKK HUGMYNDINA FYRIR SJÖ ÁRUM Erla hóf störf hjá Kirkjugörðum Reykja- víkur um síðustu áramót eftir að hafa kynnt sér vinnubrögð Dana og Hollend- inga og er þar með fyrsti íslendingurinn sem sérhæfir sig á þessu sviði en hún starfaði áður sem læknaritari á Borgar- spítalanum. Hvað kemur til að læknaritari leggur starf sitt á hilluna og snýr sér að líksnyrtingu? „Það var þannig að móðuramma mín, sem var alveg geysilega glæsileg kona og hélt sér alltaf vel til, lést fyrir sjö árum, 77 ára gömul. Hún var silfurgráhærð en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.