Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 40

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 40
ÞEGAR FITAN HERJAR Á kveöinn fjölda eininga. Grænar einingar eru fyrir trefjaefni, bláar fyrir prótín og þær rauðu fyrir orkurík efni sem til þessa hafa verið bönnuð í megrun, eins og til dæmis sælgæti og áfengi. Fólk getur síöan valið fæðu úr hvaða flokki sem það vill en má samt aðeins láta ofan í sig sem svarar tíu eining- um. Hver slík samsvarar 62,5 kkal. Þær geta verið all- ar úr rauðum, gænum eða bláum flokki en hollast er að blanda þeim að einhverju leyti saman, þó það sé alls ekki nauðsynlegt. Það hlýtur að vera góð til- finning fyrir þá sem eru mikið fyrir sætindi, vfn og annað sem er á bannlista I hefð- bundum megrunarkúrum að geta bæði verið í megrun og neytt þess sem þá langar til. Þaö skal ítrekað að nauö- synlegt er að neyta þeirra Nupo-skammta sem ráðlagð- ir eru fyrir hvern dag og ekki er hægt að safna upp auka hitaeíningum frá degi til dags. Einnig þarf fólk, sem á við einhverja sjúkdóma að stríða og er í meðferð sökum þeirra, að leita læknis áður en hafist er handa við að ná af sér aukafitunni. Það er engin tilviljun aö rannsóknaraðilar, sem birta niðurstöður sínar í danska læknablaðinu Ugeskrift for læge, úr könnun, sem þeir gerðu á hinum ýmsu megrun- araðferðum, skyldu komast að þeirri niðurstöðu að Nupo væri einn besti valkostur þeirra sem þurfa á hjálp aö halda viö að ná af sér aukafitu sem sest hefur á lík- amann. Það er heldur ekki að ástæðulausu að Nupo-nær- ingarduftið hefur verið notað í fjölda ára við meðferð á offitusjúklingum á Hvidovre- sjúkrahúsinu í Danmörku. Sá frábæri árangur sem náðst hefur meö yfir tvö þúsund manns þar hefur verið vís- indalega staðfestur og hafa verið skrifaðar um hann greinar í fjölda vísindatímarita fyrir utan danska læknablað- ið. Má nefna rit eins og Nor- disk Medicin, International Journal of Obesity, Clinical Nutrition og bandarísku út- gáfuna af New England Jo- urnal of Medicin. Það er því verið að tala um alvörumegr- unarefni þegar umræðan FINNDU 6 VILLUR Finniö sex villur eöa fleiri á milli mynda jeiuBA uu!|6n-| 9 ejjaeLi qiqjo js Q!Qj86iun g buuiuj is Qiiueiuji p jsAejq ejeq IQÖjjqdfAS '£ euipuAui e uu| »æq qijsa jnjsq soq z 'irues es ja uuinofx ' | STJÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Þú hefur ekki farið var- hluta af sleni undanfarið en það er þér ekki að skapi. Þetta lag- ast þó dagana 22. til 26. sept- ember með svo miklum krafti að líkja má við umskipti. Þú vilt koma ýmsu í verk en ofkeyröu þig ekki. NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Allt haustiö er þér mikil- vægt breytingaskeið. Líklega hefurðu þegar tekið eftir því. Nú er um að gera að hafa jákvæð viðhorf, kanna nýjar leiðir og sýna kjark. Leggðu að minnsta kosti drög að gæfunni. Örlögin sjá um hitt. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Haustið er tvísýnt og virðist hulið blæju leyndardóma. Framvinduvísbendingar eru ó- Ijósar fyrir tvíburafólk i bili svo að líklega er þér hollast að fara að öllu með gát, að minnsta kosti fram að 27. september. Þá fer að rofa til. KRABBINN 22. júní-22. júlí Reyndu að hleypa vandamálum ekki of nærri þér og varastu að velta þér upp úr þeim. Eftir haustjafndægur, 22. september, fer að verða heppi- legur timi fyrir þig að draga þig út úr skelinni og þig langar að hitta fólk. LJÓNID 23. júlí - 23. ágúst Næstu tvær vikur verða mjög ólíkar. Fyrri vikan býður upp á ýmis tækifæri og athafnir en sú seinni verður hömlum háð á vissan hátt. Gríptu því gæsina meðan hún gefst vegna þess að eftir 25. september verður hún líklega flogin. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Þú átt eftir að standa í stórræðum seinni hluta mánað- arins. Þótt flestir dagar séu hversdagslegir er alltaf einn og einn innan um sem hagar sér öðruvísi. Stefnan er jákvæð og eftir 25. september stenduröu með pálmann í höndunum. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Framtíðin er alltaf I mót- un en brátt verða áríðandi markmið í augsýn. Eftir að dag- arnir verða styttri en næturnar skaltu einbeita þér að því að vinna úr tækifærum sem beina þér á rétta braut. Mundu samt að góðir hlutir gerast hægt. SPORÐDREKINN 24. okt. -21. nóv. Þér finnst ýmislegt fara öðruvísi en þú ætlast til og þaö ergir þig. Auðveldast væri að kenna öðrum um ófarirnar en málið er ekki svo auðvelt. Líttu fyrst I eigin barm og haföu þol- inmæðina við höndina út mán- uðinn. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Dagarnir styttast og nú er rétti tíminn til að bæta sam- skiptin við sína nánustu. Fjöl- skyldan veröur ef til vill I brenni- depli kringum 20. september og eftir það fer fremur rólegur tími í hönd. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Hafðu augun opin fyrir tækifærum haustsins og minnstu þess að þú ert þinnar eigin gæfu smiður. Ýmsar breyt- ingar eru yfirvofandi en þú getur átt þinn þátt í að stjórna þeim. Góður dagur 25. september. VATNSBERINN 20. janúar -18. febrúar Fyrri vikan af næstu tveimur verður fremur aðgerða- lítil og líklega best til þess fallin að þú skoðir hug þinn í ákveðnu máli. Seinni vikan verður öllu viðburöaríkari, strax eftir 25. september, og skemmtileg að sama skapi. FISKARNIR 19. janúar-20. mars Það hefur ekki borið mjög mikið á þér undanfarið. Það þýðir þó alls ekki að fólk meti þig ekki að verðleikum heldur að þú þarft aðstoð ann- arra til að koma hugmyndum í framkvæmd. Síðasta vika sept- embermánaðar gæti orðið við- burðarík. 40VIKAN 19.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.