Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 45

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 45
Rétt er aö benda á aö ég kem ekki í staö sér- fróöra eöa fagfólks innan heilbrigðisgeirans. Mitt hlutverk er aö gefa heilbrigðum handleiðslu og veita þeim mögulegar ábendingar eða leiðsögn eins og sagt er. Þeir sem eiga viö vandamál aö kljást snúa sér náttúrlega til sérfræöinga meö þau og nýta sér aö sjálfsögöu hefðbundnar leiðir til hjálpar í vanda. NAUTNASJÚKUR HARÐSTJÓRI Þaö er því miður þónokkuö til í því sem þú segir sjálf um manninn, þegar þú nefnir hann harðstjóra og segir hann ömurlegan. Eftir aö hafa lesiö bréfiö þitt hvarflar aö manni að drengurinn sé því miöur alvarlega nautnasjúkur á siölausan hátt. Það er og hefur aldrei veriö rétt atferli þegar samskipti byggj- ast upp á aö annar aðilinn kúgar hinn eins og ber- sýnilega er aö gerast í ykkar samskiptum. Hann kúgar þig, meira aö segja niöurlægir þig gróflega. Auövitað má segja nokkuð sjálfgefiö aö þaö hljóti aö teljast mikil huglæg brenglun og tilfinningaleg fötlun aö halda aö hægt sé aö rækta elskuna meö því aö fótumtroða þaö sem þeim sem maöur elskar er kærast - þaö er í þessu tilviki þú sjálf sem ég er aö tala um. Hann niðurlægir og óvirðir manngildi þitt og reynir aö skapa innra meö þér óheppilega útskúfun þína á sjálfri þér. Þú ert dýrmæt vegna þess aö það mikilvægasta og eigulegasta sem viö eigum hvert og eitt okkar erum viö sjálf, satt best aö segja okkar eigið líf. Þaö leiðarljós tiltrúar okkar á okkur sjálf á ekki aö vanvirða eöa aflaga ef kostur er á ööru og betra viðhorfi til okkar sjálfra sem auövitaö ætti alltaf aö vera. Siöblinda er andlegur sem líkamleaur óþrifnaöur. reitt. Svona samskipti bjóöa upp á aö annar aöili sambandsins veröi algjört fórnarlamb sem á allt undir geöþótta þess sem valdiö sýnilega tekur sér og viröir ekkert nema eigin vilja og langanir. Þú býrð sem sagt viö andlegt og líkamlegt of- beldi sambýlings þíns og þaö getur aldrei annað en skaöaö þig og aflagað gróflega sjálfsmat þitt, auk þess aö vera bæöi geðheilsu þinni og líkama stór- hættulegt. Ef þú ekki leitar þér viðeigandi hjálpar sem allra fyrst er hætt viö frekari vandræöum og vanda því pilturinn sér sýnilega ekkert athugavert viö fáránlega og neikvæöa hegöun sína. KVENNAATHVARFIÐ OG „VIBBARNIR" Ef ég væri sem þú myndi ég leita aöstoöar í Kvenna- athvarfinu, biöja þar um hjálp og ábendingar um hvernig í raun og veru er viturlegast aö taka á þess- um sérstaka og ömurlega vanda sem viðgengst í til- veru þinni I augnablikinu. Honum þykir sýnilega ekki mikið athugavert viö framkomu sína, úr því aö hann lætur eins og svona „Vibbagangur" sé eðlilegur og þér beri aö sættast á hann. Á götumáli alþýðunnar eru náungar af þessu tagi stundum kallaöir „Vibbar” og er þaö sennilega af eölilega gefnu tilefni og ekk- ert verra heiti á þessum fuglum en hvaö annað; samanber „graftarversi” sennilega á betra máli. Svona „Vibbar" eru sem betur fer ekki algengir en afar óheppilegir í samskiptum vegna þess aö þeir eru neikvæöir og ófyrirleitnir siðblindingjar. Þeir sjá það sjálfir en telja sig ekki þurfa aö breyta hegöun sinni. Þetta eru menn sem fótumtroða allt sem er gott og göfugt I öörum og skilja ekki nema meö hjálp hvaö má og hvaö ekki. Þeirra vilji er sá vilji sem því miður veröur altækur í samskiptum viö aðra ef þeir fá markmiðum sínum og neikvæöum tilhneigingum Ef honum finnst eölilegt að gera lítiö úr þér er eitt- hvaö mikiö aö honum sjálfum og þaö veröur aug- Ijóslega aö athugast af sérfræöingi. Þaö þyrfti aö gerast ekki seinna en strax, ekki síst meö tilliti til þess aö honum viröist fyrirmunaö aö sjá þessa af- lögun sína sjálfur. Allt atferli hans viö þig virðist gefa vísbendingu um alvarlega siðblindu hans og benda til þess aö pilturinn sjái ekki mun á réttu og röngu atferli. Eins er alveg augljóst aö hann er tengdur inn á nautnaferli sem er virkilega sjúklegt og ömurlegt til þess aö vita aö hann skuli geta komist upp með aö flytja slíkan óþrifnaö, andlegan sem líkamlegan, yfir á manneskju sem er eins ágæt og þú annars ert, elskuleg. VALDNÍDSLA OG PYNTINGAR Auðvitaö er alltaf óeölilegt aö úttúöa öðrum. Það er skrýtin ást sem liggur í því aö kvelja og pína, auk þess aö niöurlægja ástvin sinn. Þaö sem þú ert aö kljást viö í sambúðinni viö manninn er þaö sem kallað er andlegt og líkamlegt ofbeldi, notaö af mik- illi ófyrirleitni af harðstjóra sem ástundar grófa vald- níöslu til aö ná fram vilja sínum í öllum samskiptum ykkar. Á bak viö slíkt atferli liggur vissulega sjúk- leiki sem meðal annars er kallaður drottnunarþörf og er því jafnframt aflagaö nautnaferli sem getur aldrei annaö en skaöaö, fái þaö aö viðgangast óá- framgengt. TVÖ ALGENG HLUTVERK HARDSTJÓRANS Þeim er satt best aö segja ekkert heilagt, ekki einu sinni sjá þeir ástæöu til aö hlífa börnunum sínum viö ósómanum. Þeir vaöa bara áfram í skjóli pen- inga, líkamsburöa og slægðar, auk þess sem þeir ná iöulega aö blekkja ókunnuga og geta þess vegna komiö sér vel fyrir veraldlega. Á sama tíma ástunda þeir þennan subbuhátt heima. Jafnvel koma þeir sér þokkalega vel fyrir I mannvirðinga- stiganum, þó ömurlegt sé að segja frá svona nokkru. Málið er nefnilega aö fólk er iðulega fært um aö leika tvö ólíka hlutverk á nákvæmlega sama tíma, fyrir ólík áhorfendur náttúrlega. Þessi hlutverk hafa mismunandi afleiöingar án þess aö viðkom- andi séu taldir geðklofar eða eitthvaö enn óþægi- legra. Margur hefur augljóslega fariö flatt á sam- neyti viö slíka og kannski ekkert undarlegt. „Vibbar" eru þeir sem sjá eigin breyskleika en neita aö horfast í augu viö afleiöingar af graftar- kenndri hegöun sinni, þó þeim sé bent á aö hún sé viðurstyggö og öllum til kvalar. Þeir eru venjulegast ófyrirleitnir og siöblindir og sjá fyrirstöður í öllum öörum en sjálfum sér. Þessir menn eru meö brenglaða sjálfsmynd og telja sig í eymd sinni og volæði ööru fólki mikilvægari og meira spennandi. Þeir eru í reynd ekki neitt, oftast lítilmenni og hug- leysingjar sem virðast ekki þrífast nema þeir geti valdið öörum sem mestri þjáningu. Sorglegt en satt. HÓRAN ÁSTUNDAR NIDURLÆGJANDI SÖLUMENNSKU Eins og þú veist er hóra kona sem selur líkama sinn hverjum sem hann vill kaupa. Slík kona hefur oft lifi- brauö sitt af sölu á blíðu sinni. Hún er í viöskiptum sem einungis miöast viö aö selja kroppinn sinn fyrir aura. Hún er því í mjög sérkennilegum viðskiptum sem fyrir siöfágaöa eru vægast sagt ömurleg, sér í lagi ef þau eru leið aö verömætasköpun sem á aö styrkja veraldlega stööu hennar. Þaö er niðurlægj- andi og siðferðislega alrangt aö stunda þannig viö- skipti og sölumennsku sem tengist eigin líkama. Varla er hægt aö ímynda sér aö nokkur kona kjósi sér þannig líf og þaöan af síöur er ástæöa til aö ætla aö slíkt líf sé nokkurri manneskju eölilegt. Hvaöa persónuleg vandamál fá konu til aö grípa til slíkra afarkosta fyrir sjálfa sig skal látið ósagt. Eölilegt og rökrétt er þó aö gefa sér aö slíkir afarkostir sjálfum sér til handa séu tilkomnir í lífi viökomandi konu vegna mjög erfiðra og flókinna innri sem ytri aö- stæöna sem eru þannig aö konan getur aö eigin mati enga eðlilega og heilbrigöa lausn fundiö á eigin vandamálum og afkomu aöra en selja eigin líkama. AFSIÐUD VIDURSTYGGÐ Hóra er því nafn sem ætti ekki aö hafa í flimtingum og allra síst að klína því á konu sem er ráövönd og laus viö bæöi lauslæti og siðblindu sem tengist kyn- lífi. Þú ert ekki hóra og verður þaö ekki þó aö hann i afsiðun sinni sé aö koma þannig brenglun inn hjá þér. Ég er ekki hissa þó þér falli nafngiftin illa. Hún er viöurstyggö sem enginn ætti aö láta út úr sér og þaö- an af síður til þess aö skreyta meö manneskju sem maöur trúir aö maður elski eins og sambýlingur þinn heldur aö hann geri viö þig. Þannig nafngift ber þegar í staö aö hafna og vísa til höfundar síns meö þaö sama. Ef viö viljum milda áhrif þessa orös á þig má segja sem svo aö hann noti orö óvarlega yfirleitt og velji af ásetningi einmitt þá nafngift á þig hverju sinni sem honum er fyllilega Ijóst aö er full- komlega óþolandi fyrir þig aö sitja undir. Þetta er því gert í því skyni að gera þig orðlausa og miður þin og til aö heröa og undirstrika veiklaðan mátt hans og vald yfir þér. Þannig eflir hann, aö hann telur, eigin styrk í samskiptunum sem eru ömur- leg vegna hegöunar hans og þér óbærileg. Hvort hægt er aö benda honum á aö nota vinsamlegast annaö orðalag er ég ekkert viss um vegna þess einfaldlega aö honum þykir sýnilega styrkja stööu sína aö nota þau orö og það orðfæri í samskipt- um ykkar sem veldur þér hvaö mestum geös- hræringum og sársauka. Þannig telur hann senni- lega aö drottnunargjarnt stjórnferli sitt sé sem öruggast. FRAMH. Á BLS. 48 Vinsamlegast handskrif- iö bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFI FRÁ LESANDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.