Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 44

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 44
Elsku Jóna Rúna! Ég hef lesið dálkana þína lengi og þakka þér fyrir þá. Ég er f miklum leiðindum og langar að fá hjá þér ráð. Þú verður að passa að ég þekkist ekki og breyta bréfinu eins og hægt er. Þannig er að ég er rétt undir tvítugu og er gjörsamtega að brjálast. Ég veit að þú ert eina manneskjan sem ég get treyst fyrir þessu og getur gefið mér einhver ráð. Ég hef búið með strák sem er aðeins eldri en ég. Hann er frekur og andstyggilegur við mig en ég get alls ekki losnað út úr þessu. Við eigum saman eitt barn sem er mjög ungt. Sambýlismaður minn er fyrrverandi eiturlyfjaneytandi. Hann er brjálaður af afbrýðisemi út í alla mína vini og ættingja. Hann er líka afbrýði- samur út í barnið okkar. Hann hefur bæði barið mig oft og ausið yfir mig hrottalegustu ónöfnum. Ég get engan veginn gert honum til geðs. Ég má engan tala við og síðasta aðgerðin hans var að taka símann í burtu. Hann telur mig sofa hjá öllum sem eru karlkyns og segir að ég sé ekkert annað en hóra. Hann hamrar stöðugt á þvi að ég sé hóra og aumingi sem eigi ekki skilið að eiga svona góð- an mann eins og hann. Hann virðist hata mig og allt miðast samt við að gera mig eins háða honum og hægt er. Vissulega eigum við barn saman en mér er alveg sama, ég get þetta ekki lengur. Ég er vinalaus og má ekki tala við ástvini mína. Ég á varla föt og fæ nánast aldrei peninga hjá honum. Ef ég ætla að fara að vinna má ég það ekki. Ég finn að ég er að gefast upp og það er sennilega það sem hann vill. Mér finnst eins og hann vilji helst brjóta mig niður og niðurtægja mig eins og hægt er. Elsku Jóna, hvað get ég gert. Á milli ætlar hann bókstaflega að éta mig með öllu mögulegu. Hann er mjög ágengur kynferðislega og virðist aldrei fá nóg. Hann er sérlega spenntur fyrir að vera með mér eftir svona ömurleg reiðiköst, jafnvel eftir miklar barsmíðar - næstum nauðgar mér á eftir. Finnst þér þetta ekki eitthvað sjúkt? Mig aftur á móti flökrar við þessu. Ég skil ekki hvernig hægt er að kalla manneskju, sem maöur segist elska, hóru og öllum þeim ónöfnum sem maöur er látinn heyra. Mér finnst þetta svo ógeðslegt að ég bara þoli þaö ekki. Ég var alin upp viö vandamál. Pabbi var of- drykkjumaður. Hann lamdi okkur öll ef því var að skipta. Ég spyr, verð ég endalaust í svona erfiðleik- um? Get ég að þinu mati á einhvern hátt variö mig? Mér svíður sárast þetta kjaftæði um að ég sé lauslát og I ofanálag hóra. Ég hef aldrei veriö með öðrum manni, satt að segja. Getur verið að ég sé svona mikill asni að það sé hægt að fara með mig eins og gólfklút og ég geti ekki varið mig? Sjálfri finnst mér hann ömurlegur harðstjóri og ekkert ann- að, þó það sé mjög erfitt fyrir mig að tala svona um manninn sem ég elska eða hef trúað að ég elski. Ég get svarið það að ég veit ekki lengur hvort ég geri það eða ekki. Viltu ræða þetta með afleiðingar eiturlyfjanna og kynlífið, ásamt þessu með yfir- ganginn. Eins bið ég þig að ræða þetta með pen- ingana og samskiptin yfirleitt. Ég er svo örvænting- arfull og treysti því að þú skiljir mig, elsku Jóna Rúna. Ég er að gefast upp, held ég. Vonandi svar- ar þú mér sem fyrst. Ég veit að þú ráðleggur mér bara það besta. Takk fyrir að vera til, Steina. Elskulega Steina! Mér þykir þú aldeilis eiga í erfiðleikum og er þá kannski vægt til orða tekið. Eins og þú sérð sjálf gjörbreytti ég öllu því í bréfinu sem hefði mátt rekja til þín. Það er því ekkert aö óttast í þeim efnum. Kærar þakkir til þín frá mér fyrir áhuga þinn á því sem ég er að gera. Það er óneitanlega mjög upþörvandi. Við skoöum það sem þú spyrð um og ég íhuga ástandið og gef þér mögulega einhverja þá leiösögn sem get- ur verið hentug í þessu viðkvæma og vandmeðfarna vandræðaástandi sem þú í augnablikinu býrð við. Á- fram nota ég til handleiðslunnar innsæi mitt, hyggju- vit og áunna reynsluþekkingu. 44 VIKAN 19. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.