Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 10

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 10
„Það er alltaf litið ó dómgæsluna sem vandamólapakka sem þarf að dröslast með og lítið gert fyrir dómarana líkt og gert er fyrir leikmenn." að. Erum við að dæma of mikinn ruðning, flautum við of snemma á brot eða hvað er það sem þarf að laga?” spyr Stefán og hann bætir því við að dómarar séu líklega hvergi betri en einmitt hér á íslandi. „Þeir atvinnumenn sem hafa leikið erlendis hafa talað um að dómarar hér séu hátíð miðað við það sem þekkist víða erlendis og maður hefur svo sem séð ýmislegt á sfn- um ferðum.” Eftir því sem Stefán segir kemur það fyrir að eitt ákveð- ið dómarapar sé tekið fyrir á ákveðnum stöðum; hefur kannski átt slæman dag síð- ast þegar það dæmdi hjá fé- laginu en það þurfi þó ekki að vera ástæðan. Einn dómur, sem skiptir sköpum, getur nægt. „Eg held að mestu von- brigði, sem ég hef orðið fyrir á ferlinum, hafi verið eftir leik FH og Vals í íslandsmótinu 1990. Eitt atvik í þeim leik olli talsverðum úlfaþyt svo ekki sé meira sagt og hefur valdið miklum sárindum. Ég ætla ekkert að leggja mat á það hvort dómurinn var réttur eða rangur. Ég hef mína skoðun á því. Það skipti engum togum að Valsliðið hreinlega tromp- aðist eftir leikinn og hegðun mannanna var hreint með ó- líkindum. Það þurfti að halda hurðum og annað svo ekki Margt geti spilað inn í. „Það er alveg öruggt að með tilkomu nýrra húsa, þar sem mörg fé- lagslið hafa komið sér upp al- veg gríðarlega sterkum heimavöllum, eins og til dæm- is í nýja KA-húsinu hér á Ak- ureyri, hefur ástandið versnað til mikilla muna. Það er með því verra á landinu og svívirð- ingarnar og orðbragðið oft á tíðum með ólíkindum. Það er erfitt að taka eitt félag út því ástandið er slæmt víðast hvar. Slíkar „Ijónagryfjur” eru liðunum engu að síður gríðar- lega mikilvægar og geta skipt sköpum í baráttuleikjum. Talið berst nú að því af hverju ástandið sé svona og hvað sé til ráða. „Það eru al- veg hreinar línur að mörg at- riði, sem valda deilum og pirr- ingi inni á vellinum, eru þegar leikmaðurinn veit ekki betur en dómarinn hefur á réttu að standa. Þeir eru nefnilega al- veg örugglega ekki margir, handboltamennirnir, sem hafa lesið leikreglur handboltans nákvæmlega og nógu vel til þess að hafa þær algerlega á hreinu. Sjáðu til dæmis starfið hjá yngri flokkum félaganna. Af hverju í ósköpunum eru dómararnir ekki fengnir til þess að mæta á æfingu hjá krökkunum til þess að fara í gegnum þessa hluti? Það hef- ur nánast hver einasti dómari í gegnum tíðina boðist til þess að gera þetta en ég man aldrei eftir að hafa verið beð- inn að mæta á æfingu hjá einu einasta fólagi, hvorki ► Fáir hand- boltamenn hafa leikreglumar alveg á hreinu að sögn Stefáns. 10VIKAN 19.TBL. MESTU VON- BRIGÐIN Á FERLINUM Það er aug- Ijóst að þessi umræða kveik- ir örlítið í Stefáni og Ijóst að þótt dómarar séu flestu vanir skilur þetta eftir ör og sumt kraumar hið innra. „Það er ekkert nema gott um það að segja þegar menn vilja ræða einstök atvik og í raun mætti gera meira að því að tala um einstaka dóma og taka dómgæsluna sérstaklega fyrir, á jákvæðu nótunum til til- breytingar. Það sem er verst í þessu er þegar þjálfarar rjúka upp á háa C-ið og eru með alls konar „blammeringaf á okkur dómara og dómgæsl- una yfir höfuð, segja hana standa íslenskum handbolta fyrir þrifum og annað eftir því. Aldrei nokkurn tíma hafa þeir þó viljað segja okkur hvað sé meistaraflokki né hjá þeim yngri. Það sýnir sig líka að krakkarnir eru varla farn- ir að geta sparkað eða hent bolta þegar þeir eru farnir að mót- mæla dómum. Þetta er upp- eldislegt atriði og þetta þarf að laga.” færi illa. Næsta ár á eftir var vonlaust fyrir okkur að dæma hjá félaginu. Okkur fannst við alltaf vera stimplaðir sem vondu karlarnir. Maður fann það fyrir leiki að andrúmsloftið var mjög þrúgandi og það er ákaflega erfitt að dæma svo- leiðis leiki þar sem allt er á móti manni frá byrjun. Menn sem maður hafði þekkt sem einstaka öðlinga og yfirleitt hafði verið gott að dæma hjá hafa gerbreyst í viðmóti eftir þetta.” Eftir því sem Stefán segir urðu talsverðir eftirmálar af þessu. Leikurinn var rétt fyrir páska og rauða spjaldið fór á loft hjá þremur leikmönnum. „Við þurftum sem sagt að senda skýrslu til aganefndar og Valsmenn voru stanslaust að pirra okkur. Þeir hringdu alla páskana til þess að biðja okkur að milda kæruna og draga hana til baka. Þetta eru mestu vonbrigði ferilsins vegna áreitni frá félögum og ég vona svo sannarlega að ég eigi ekki eftir að lenda í öðrum eins ósköpum. Að öðru leyti hafa samskipti okkar dómaranna við leikmenn verið mest á jákvæðu nótunum. Maður væri annars löngu hættur þessu.” ÞURFUM AÐ TAKA TIL HJÁ OKKUR DÓMURUM Eins og fram kom hér í upp- hafi hefur Stefán síðastliðin sex ár verið valinn besti dóm- ari íslandsmótsins, þrisvar sinnum með Ólafi Haraldssyni og þrisvar með Rögnvald Er- lingssyni. Þetta hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum, eins og komið hefur fram. „Það hefur gustað um mann þarna á toppnum. Það er alltaf litið á dómgæsluna sem vandamálapakka sem þarf að dröslast með og lítið gert fyrir dómarana líkt og gert er fyrir leikmenn. Við erum allt of fáir f dómgæsl- unni og það er náttúrlega hugarfarið í garð dómarastétt- arinnar og hvernig búið er að henni sem fælir menn frá því að sökkva sér í þetta.” Að sögn Stefáns eru þó dómarar oft dómurum verstir. „Það er mjög sórstakur mórall sem ríkir innan dómarastéttar- innar og það er ekki ofsögum sagt að dómararnir standi ekki saman. Ef dómari kemur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.