Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 41

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 41
aö ókyrrast og eiginkonan aö glotta þar sem hún sat hjá okkur og hjálpaöi til viö aö rifja þetta upp. Hún man ná- kvæmlega að þaö er aðeins ein ferð sem hún hefur fengið aö fara meö Stefáni og segir reyndar aö í mörg ár sé hann búinn að vera á síðasta séns. „Hún segir að um leið og ég hætti aö leggja allan minn metnað í aö gera þetta vel ▲ Stefán viö störf sín á teiknistofu Pósts og síma á Akureyri. muni hún segja hingað og ekki lengra,’’ segir Stefán og hlær og bætir því svo við aö þaö hljóti að koma að því að sá allra síðasti komi því fjar- veran frá fjölskyldunni sé mjög mikil. „Eg var tvo mán- uði í burtu erlendis á síðasta tímabili og fór þar að auki þrjátíu ferðir til Reykjavíkur til þess að dæma, svo að það sér hver maður að þetta er ekki hægt til lengdar, að minnsta kosti ekki meðan búið er eins illa aö okkur dóm- urum og raun ber vitni. Ég er reyndar mjög heppinn með vinnuveitendur hvaö frí og annað varðar en oft á tíðum er maður að fórna sumarfríinu í styttri ferðir.” A móti segir Stefán að það sem haldi honum í þessu sé að hann sé búinn að setja sér ákveðin markmið og stefni að ákveðnum hlutum og þá sé erfitt að hætta nú. Hann nefnir sem dæmi HM ‘93 í Svíþjóð HM '95 hér heima og svo ólympíuleikana í Atlanta ‘96. „Spurningin er hvort maður ætli sér aö gefa sig í þetta og klára dæmið fram yfir þessa atburði eða hætta strax og gefa öðrum möguleika á að nota undirbúningstímann sem gefst.” Að vísu sagðist Stefán ekki hafa heyrt einn einasta mann innan HSI nefna það við dómara hvort og þá hverjir ættu að dæma hér á HM '95. ,Við sem heimalið fáum að senda eitt par til að dæma en enginn virðist hafa sinnu á því að skoða þessi mál eða skipuleggja. Líklega á bara að taka okkur eða einhverja aðra inn af götunni svona mánuði fyrir mót. Svona er þetta á öll- um sviðum. Við fáum til dæm- is flest okkar verkefni að utan. HSÍ er mjög lélegt að finna verkefni fyrir okkur og koma okkur á framfæri. Þetta er auðvitað mjög slæmt því eins og allir þenkjandi menn vita biða menn ekkert í biðröðum eftir að fá afnot af okkur is- lendingum, í hverju svo sem það er.” Alþjóða dómaranefndin er lika meingölluð að sögn Stef- áns og hann segist ekki hafa mikið álit á þeim mönnum sem eiga sæti í þeirri nefnd. „Með fullri virðingu fyrir eldra fólki þá eru þetta orðnir háfull- orðnir menn sem eru svo ger- samlega úr takt viö allt að þaö er engu lagi líkt. Óbeinu lögin segja að konan eigi ekki að vera með í þeim ferðum sem við förum því þá séu menn farnir að hugsa um eitthvað annað en þetta ákveðna verk- efni sem á að leysa. Við tók- um þær engu að síður með okkur þegar við fórum aö dæma Evrópuleik í Danmörku síðastliðið haust og þurftum að leyna þeim fyrsta daginn, daginn fyrir leik. Við vorum einmitt að borða f sama sal og að sjálfsögðu hafði hótelið gert ráð fyrir þeim við okkar borð. Við þóttumst ekki þekkja þær og þetta var ferlega hlægilegt. Eftirlitsdómarinn fékk svo aö vita þetta í morg- unmatnum leikdaginn og þetta varð allt í lagi. Við erum þó alveg vissir um að ef illa hefði gengið í leiknum hefði því verið kennt um að konurn- ar voru með. Formlegheitin og reglurnar eru eitt af þvi sem þessir há öldruðu menn fara ekki frjáls lega með. Maður „fílar” sig oft eins og trúboða. Maður verð- ur að vera í jakkafötum og með bindi. í 35 stiga hita þarf dómarinn að sýna ákveðin virðulegheit og ganga um göt- urnar í sparigallanum. Einu sinni var sett út á það við mig eftir einn leikinn að ég heföi ekki verið nógu vel rakaður. Ég fékk mjög góöa einkunn fyrir leikinn en raksturinn var í ólagi. Ég er einn af þeim sem þurfa helst að raka sig tvisvar á dag ef vel á að vera og sagði því við einn félaga minn að merkilegt væri að hann fengi að dæma svona með skalla.” „MOONUÐUM" KERLINGUNA í BAK OG FYRIR „Ferðirnar eru allar eftirminni- legar á sinn hátt en þó stend- ur líklega síðasti prófleikurinn okkar Óla, fyrir milliríkjaprófið, upp úr. Við vorum mjög taugaóstyrkir og vorum að fara að dæma úrslitaleikinn á Baltik cup milli gömlu Sovét- ríkjanna og Vestur-Þjóðverja. Áhorfendur voru um átta þús- und, ef ég man rétt, og við vorum þarna þessir litlu karlar frá íslandi, urðum að standa okkur í prófinu og pressan frá áhorfendum var rosaleg. Þeg- ar við vorum búnir að hlusta á þjóðsöngva landanna og vor- um að klæða okkur úr utanyf- irgöllunum kom Óli til mín og sagðist hafa gleymt flautunni inni í klefa. Sem betur fer er maður alltaf með tvær sam- hangandi og ég gat lánað honum aðra mína. Þetta pirraði mig allan hálfleikinn þar eð ég vil hafa mínar föstu venjur og græjurnar allar á hreinu. Á leiðinni inn í klefann í leikhléí dró hann sínar flaut- ur upp úr vasanum á buxun- um þar sem þær höfðu legið týndar í þrjátíu mínútur. Stressið var slíkt.” Önnur góð ferð var farin 1990 og þá til Kænugarðs (Kiev). Þá dæmdu þeir Stefán og Rögnvald undanúrslitaleik í EM kvenna, Spartak Kiev og T.M. Muresul. „Þegar við komum inn í höllina voru engar sturtur og ekkert. Okkur var vísað inn í eitthvert kennaraherbergi og það var svo sem allt í lagi. Við drifum okkur í gallana og inn á völl. Eftir leik vorum við sveittir eins og gengur en í staö þess að fara í sturtu- klefa, eins og almennt gerist, var farið meö okkur út í bíl og ekið í um klukkutíma eða þar til við komum að almennings- baðhúsi í miðborginni. Þetta er eitt það ótrúlegasta sem ég hef lent í. Búningsklefinn hef- ur verið um það bil 25 fer metrar og það var engin að staða til þess að hengja fötin sín og allt fullt. Við vorum með okkar fínu jakkaföt og notuöum annan aðstoðarþjálf- arann sem var með okkur sem herðatré. Við fengum stærðarinnar lak sem við sveipuðum um okkur og átt um að nota sem handklæði. Toppurinn á þessu öllu var þó eld-eld- ævagömul kerling sem sat á miðju gólfinu og tók við miðum hjá þeim sem voru að fara inn í sturtuklefann. All- ir voru búnir að „moona” hana í bak og fyrir. í sturtuklefanum var kolniðamyrkur en þjálfar- inn var búinn að beita áhrifum sínum og láta taka frá fyrir okkur sturtur.” Baðið gekk víst nokkuð vel fyrir sig og þeir félagarnir voru að reyna að þurrka sig á lök- unum þegar þeir sjá að menn koma út um dyr í horni bað- klefans. „Þeir voru nánast al- veg naktir, eins og gerist og gengur í baðklefum, nema hvaö þeir voru með þessar ó- hræsis loðhúfur á hausnum. Þeir voru þá að koma út úr gufubaði sem þarna var og til þess að hlífa hárinu var notuð þessi fáránlega loðhúfa. Okk- ur þótti þetta nokkuð skondið og áttum í talsverðum vand- ræðum með okkur þar sem hláturinn sauð i okkur og við vildum helst ekki láta fólkið finna að það væri eitthvað an- kannalegt.” HÆTTI VIÐ AÐ HÆTTA - EÐA HVAÐ? Það hefur einu sinni legið við að ég þyrfti að hætta. Við Guðný bjuggum þá í Reykja- vík og einn veturinn var ég al- veg rosalega flughræddur. Ég lenti oft í vondu flugi til Vest- mannaeyja og eftir það gat ég bara varla hugsað mér að fara upp í flugvél. Flugleiðir höfðu aflýst öllu flugi og úti á brautinni beið lítil níu manna rella sem hélst varla á réttum enda fyrir rokinu. Hoppið og híið á leiðinni var rosalegt og því gleymi ég seint. Eftir lend- inguna í Eyjum sagðist flug- maðurinn ætla að bíða í vél- inni og ef bætti í vindinn um einn hnút myndi hann fara. Þegar við fluttum hingað norður aftur um vorið tók ég rútuna. Sem betur fer er ég farinn að geta dottað í sætinu á ný.” Þegar viðtalið var tekið var Stefán ekki búinn að gera það upp við sig hvort rétt væri fyrir hann að leggja flautuna til hliðar og hætta nú þegar en handboltahreyfingarinnar vegna skulum við vona að hann sjái sér fært að halda á- fram enn um sinn. „Það togast á í mér strengir sem erfitt er að sætta. Einnig eru skiptar skoðanir i fjöl- skyldunni. Tengdamamma býr í Reykjavík og hefur yfir- leitt verið öllum heimsóknum fegin en á hinn bóginn hafa konan og strákurinn fyrir löngu fengið nóg og spurning hvort það komi ekki til með að ráða úrslitum.” □ 19. TBL. 1992 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.