Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 23

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 23
SÁLARKIMINN SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, sam- skipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og annað það sem lýtur að sálfræði og sálfræðilegum vanda- málum. Bréfín mega vera nafnlaus eða undir dulnefni. Utanáskriftin er: Sigtryggur Jónsson sálfræðingur, Álftamýri 3,108 Reykjavík Kæri sálfræðingur. Mig iangar til að heyra álit þitt á minu vandamáii en það er að ég er alltaf hrædd. Ég er hrædd við allt og alla og hrædd um alla skapaða hluti. Það var alltaf mikil drykkja hjá foreldrum mínum par til fyrir nokkrum árum. Eg veit að drykkja þeirra hafði slæm áhrif á mig en ég held ég geti ekki kennt þeim um allt. Ég hef alltaf verið myrkfæl- in en önnur hræðsla hefur verið að aukast undanfarin ár. Nú er ég þannig að ég fer kannski einu sinni á ári á ball og er þá i svitabaöi því ég á alltaf von á slagsmálum og veseni. Ég er hrædd þó ég þekki ekki fólkið, ég þori ekki niður í bæ á kvöldin um helg- ar, ég fer ekki i tjaldútilegur og ég er hrædd við öll dýr og flugur. Það er ekki margt sem ég er ekki hrædd við. Ég er gift og er mjög af- brýðisöm. Ég þoli ekki þegar maðurinn minn talar um aðrar konur eða horfir á þær, ekki einu sinni þó þær séu bara í sjónvarpinu. Ég hefmjög lítið sjálfstraust og sjálfsálit og er mjög óör- ugg með mig. Mér líður illa ein heima á kvöldin og næt- urnar, þó börnin séu heima. Ég vona aö þú getir eitt- hvað leiðbeint mér, Helga Kæra Helga. Þó þú skrifir ekki mikið um sjálfa þig er augljóst aö þér getur ekki liðið vel. Ég hefði gjarnan viljað að þú skrifaðir meira um sjálfa þig, viðbrögð þín og daglega líðan. Ég verö að giska á slíka hluti þar sem þú segir sjálf lítið. TAUGAVEIKLUN Flestir sjá að um ákveðna taugaveiklun er að ræða hjá þér. Þú ert hrædd við allt og alla og slíkt heftir mjög dag- legt líf þitt og fjölskyldu þinn- ar. Slík hræösla leiðir venju- lega til þess að viðkomandi einfaldar líf sitt og dregur úr þátttöku í þeim þáttum þess sem geta leitt til hræðslu. Þetta er greinilegt hjá þér þar sem þú gefur í skyn að þú hafir dregið úr ferðum þínum á skemmtistaði og niður í bæ á kvöldin og um helgar. Að draga úr þátttöku í lífinu á þennan hátt er til aö byrja með oftast allt í lagi en vefur síðan utan á sig. Til að byrja með taka aðrir ekki svo mikið eftir þessu en síðan fer þetta að pirra nán- ustu aðstandendur. Þeir sjá sem er að þú ert ekki að gera neitt í málinu. Þú ert bara að flýja það sem þú hræðist eða koma í veg fyrir að þú lendir í siíkum aöstæðum. Þirringur þeirra getur svo leitt til enn meiri einangrunar hjá þér þar sem þér finnst þeir ekki reyna neitt aö aðstoöa þig. Þá ferð þú að setja út á manninn þinn eða aðra þá sem standa þér nærri. í stað þess að nálgast, ræða málin og ráðast á vandamálið fjarlægist þið hvort annað og þú einangrast sífellt meira. EINMANALEIKI Einangrun þín leiöir af sér einmanaleika og jafnvel hræðslu við að vera innan um fólk. Líklega er svo kdmið fyrir þér núna. Óttinn viö slagsmál á skemmtistöðum er senni- lega meira almennur ótti við að vera innan um fólk, fremur en beinn ótti við að þessi slagsmál snerti þig eða skaði. Afbrýðisemi þín er fíklega einnig afleiðing af því að þú hefur einangrast. Afbrýðisemi stafar af skorti á sjálfstrausti, þörf fyrir að vera háður hinum aðilanum og eignarhaldsþörf. Allt er þetta merki um ófull- nægju í lífinu og þaö megin- viðhorf til lífsins að það sé hinn aðilinn - en ekki maður sjálfur - sem orsaki vellíðan, vanlíðan, fullnægju eða ófull- nægju í eigin lífi. Hvort tveggja þetta styður þann vítahring einmanaleika sem þú virðist komin í. Þú einangrar þig af ótta við fólk og sú einangrun leiðir til enn meiri einmanaleika og enn meiri ótta við aðra og því verður enn meiri þörf fyrir að ALLTAF HRÆDD einangra þig. Afbrýðisemin sýnir þér að hægt sé aö lifa annars konar lífi en það veikir sjálfstraust þitt enn meira, gerir þig enn háðari mannin- um þínum og eykur þannig á afbrýðisemina sem siðan ger- ir þig enn meira einmana. Hugsanlega ertu ekki alveg svona langt leidd. Þú skrifar ekki mikið um það. Þetta er samt leiöin sem þú ert á. Þú flýrð í stað þess að berjast. Þú einangrar þig í stað þess að gera kröfur um ást og stuðning annarra. HVAÐ GETUR ÞÚ GERT? Þú þarft að hætta að flýja og loka þig af. Þú þarft að hætta að einangra þig. í staðinn þarft þú að ræða málin við manninn þinn, ræða um hvað þér finnst vera að og hverju þú vilt breyta og hvernig hann geti aðstoðað þig. Gerðu kröf- ur um að hann telji í þig kjark, sé til staðar þegar þú ferð í á- tökin og styrki þig þegar þér finnst þú vera að gefast upp. Þetta verður ekki auðvelt fyrir þig. Þetta verður hörku vinna og hörku átök. í slíkri vinnu verðum við aö finna að við stöndum ekki ein og við verð- um að finna að við séum elskuð. Þess vegna er mikil- vægt að þú hættir að ein- angra þig og gerir í staðinn aöra að bandamönnum þin- um. Ekki er víst að þetta gangi hjá þér án aðstoðar fag- manns. Hugsanlega verður þú að leita þér aðstoðar sál- fræðings eöa annars sérfræð- ings á þessu sviði. Mundu að þú ert mikilvægasta rnann- eskjan í þínu lífi og þú átt rétt á þvi aö eyða tíma í þig og leggja mikið á þig til þess að þér líði vel. Þú átt einnig rétt á því að gera kröfur til annarra. Þú átt hins vegar ekki rétt á því að þeim kröfum sé sinnt en ef þú gerir ekki kröfurnar verður þeim örugglega ekki sinnt. Því er betra að gera þær og sjá svo til hvort þeim verði ekki sinnt. Forsenda þess aö þú getir gert eitthvað fyrir aðra er að þér líði vel. Ég vona að þér gangi vel með ærið verkefni. Sigtryggur 19.TBL. 1992 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.