Vikan


Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 20

Vikan - 17.09.1992, Blaðsíða 20
þó af þessari þjónustu þar sem hún er ekki auglýst á neinn hátt og segir Erla að fólk frétti þetta sín á milli. Hún segir að stundum ríki efasemdir hjá fólki um ágæti snyrtingarinnar. „Þegar talað er um snyrtingu sjá marg- ir fyrir sér einhverja óeðlilega mikla máln- ingu. Ég held að það sé það helsta sem dregur úr fólki. Stundum er svolítið erfitt að sannfæra fólk um að það er ekki það sem við erum að gera.” Erla segir að besta leiðin til að sann- færa fólk sé að bjóða því að vera viðstatt er gert. Það virðist vera mikið atriði fyrir okkur (slendinga að hlýlega sé búið um þá látnu. Til dæmis eru allir klæddir í sokka en það er ekki gert erlendis og svo notum við sæng og kodda en víða ann- ars staðar er eingöngu notast við teppi eða aðrar léttar ábreiður.” Erla segir það koma fyrir að hún taki sorgir annarra inn á sig. „Ég held að ef ég hætti að hafa tilfinningar gæti ég hætt í þessu starfi. Hins vegar gæti ég ekki sinnt þessu ef ég tæki allt inn á mig. Eðli- lega koma upp tilvik þar sem mér sjálfri líður óskaplega illa, þó svo að ég sé í minni vinnu og verði þar af leiðandi að bera mig vel. Þetta hefur svo sannarlega stundum sótt að mér þegar ég hef komið heim. Þá sest ég bara niður og græt. Sem betur fer er það ekki daglegt brauð en kemur þó fyrir.” BREYTT LÍFSVIÐHORF Erla segist hafa öðlast nýtt lífsviðhorf eftir að hún hóf störf hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. „Ég horfi allt öðrum augum á lífið eftir þennan stutta tíma í þessu starfi. Þessi veraldlegu gæði sem allir eru að hlaupa eftir - og ég gerði sjálf - þau eru lítils virði. Allt sem skiptir máli er heilsan og hamingjan og það kaupir maður ekki fyrir peninga. Maður sér það best þegar fólk á besta aldri fellur frá, svo ég tali nú ekki um lítil börn. Hvað vildi maður ekki gera í staðinn til að fá að halda þessu fólki? Þannig að ég horfi allt öðrum augum á þetta. Ég lifi fyrir daginn í dag því hann á ég, gærdeginum verður ekki breytt og morgundagurinn veit ég ekki hvernig verður.” Erla segist vera mjög trúuð. „Fjöl- skylda mín hefur alltaf verið mjög trúuð og haft mikinn áhuga á andlegum mál- efnum. Við erum alveg sannfærð um að það sé líf eftir þetta líf; ég tel mig vera búna að fá margar sannanir fyrir því,” segir hún. FRAMTÍDIN Þar sem sú þjónusta sem Erla býður er ný af nálinni hér á landi telur hún að fleira fólk eigi eftir að leita eftir þjónustu hennar í framtíðinni. „Mér finnst það skipta svo miklu máli að létta fólki sorgina. Það er svo gott að geta hjálpað til, ásamt öllu því góða fólki sem vinnur að þessum málum. Á ég þar við samtök fólks um sorg og sorgarvið- brögð, prestana okkar og samstarfsfólk mitt hjá kirkjugörðunum,” segir Erla að lokum. □ snyrtinguna. „Ég spyr fólk gjarnan hvort það vilji að ég sýni því hvernig ég geri þetta - eða myndi vilja gera þetta. Ef það sé ósátt við útkomuna geti ég þurrkað það af. Undantekningalaust samþykkir fólk mínar tillögur,” segir Erla. GETUR TEKIÐ Á Það er margt sem Erla tekst á við í starfi sínu. Þær stundir sem hún deilir með fólki eru oft á tíðum þær erfiðustu i lífi þess og má því segja að mikið álag geti fylgt starfinu á köflum. Þegar Erla er innt eftir hvað sé erfiðast við starf hennar svarar hún án umhugsunar. „Tvímælalaust lítil börn og ungt fólk - maður þarf að taka á öllu sínu. Ung börn þurfa ekki á snyrtingu að halda en það getur þurft að hylja ör eftir súrefnisslöng- ur, lagfæra eftir slys eða annað slíkt. Þegar fólk er í sorgarástandi er það eðli- lega mjög viðkvæmt og þess vegna er mikilvægt að milda alla áverka og reyna að hylja það sem hægt er. Það er ekki óalgengt þegar börn eiga í hlut að uppá- haldsleikfang sé látið fylgja, til dæmis bangsi. Mér finnst mjög notalegt ef það BRAGI SKULASON SJÚKRAHÚSPRESTUR Vikan hafði samband við séra Braga Skúlason sjúkrahúsprest á Landspítalanum, en hann er varaformaður samtakanna Sorg og sorg- arviðbrögð, og leitaði eftir viðbrögðum hans við þeirri þjónustu sem Erla Pálma- dóttir innir af hendi: „Þegar við erum að tala um að undir- búa útför og þar með kistulagningu kem- ur upp sú spurning hvernig eigi að ganga frá hinum látna í kistuna. Oft á tíðum er fólk ekki búið að hugsa það mál fyrirfram enda er enginn í sjálfu sér sérfræðingur í hvernig eigi að bera sig að við slíka hluti. Þegar við erum að tala um umbúnað í kistu er bæði átt við þau klæði sem hinn látni er settur í og jafnframt er spurningin um það hvort hugsanlega séu einhver augljós lýti sem blasi við, til dæmis sár eftir umferðarslys eða áverkar sem hafa komið fram við andlát - áverkar sem eru tengdir veikindum og öðru slíku. Þetta eru augljós dæmi um að þarna þurfi eitt- hvað að gera til þess að hugsanlega milda þau áhrif sem aðstandendur verða fyrir við þessar aðstæður. Ég þekki kannski sérstaklega til þess- ara aðferða frá því ég var prestur í Bandaríkjunum þar sem oft á tíðum var miðað við að mikil förðun ætti sér stað þannig að dánarásýndin yrði sem líkust því sem viðkomandi var í lifanda lífi. Þetta átti bæði við um karlmenn og kon- ur. Mér fannst það sjálfum dálítið fram- andi því að ég hafði ekki vanist því að karlmenn væru mikið farðaðir. Með konur þótti mér það hins vegar líkara því sem er í venjulegu daglegu lífi. Hins ber að gæta að allmargar konur nota ekki farða og má segja að þá þurfi sérstaklega að hugsa um hvort það sé við hæfi við þess- ar aðstæður. Ég þekki ekki mörg dæmi þess að fólk hafi notað sér þessa þjónustu hérlendis en veit þó dæmi þess. Það er auðvitað mikilvægt að hafa þennan möguleika; að geta haft aðgang að manneskju sem er tilbúin að ganga í gegnum þetta ferli með fjölskyldunni; að undirbúa hinn látna í kistuna. Við erum ekki bara að tala um förðun heldur einnig til dæmis hár- greiðslu og almenna ásýnd þess sem hvílir í kistunni. Ef fólk kýs að vinna þessa vinnu getur það að mörgu leyti mildað áfallið sem það verður fyrir. Það GETUR r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.