Vikan


Vikan - 17.09.1992, Side 37

Vikan - 17.09.1992, Side 37
ERU ▼Tilrauna- hundur bíöur þess sem koma skal. ▼LD-50 tilraunin - rotta neydd til þess aö innbyröa stóran lyfja- skammt. gegn notkun tilraunadýra í skólum og koma á framfæri öörum kennsluaðferðum. ís- lenskir nemendur tóku fyrst þátt í ráöstefnu á vegum samtakanna fyrir tveimur árum og upp úr því var stofn- aður íslenskur hópur, ICEN- ICHE, innan samtakanna. Markmið hópsins er að nem- endur eigi þess kost að stunda nám sitt án þess aö gera tilraunir á dýrum og að Háskóli íslands bjóði upp á aðra valkosti en dýratilraunir. Einnig er það langtíma mark- mið sett að engar tilraunir á dýrum fari fram í skólum landsins. MANNLEGRI OG SKYNSAMLEGRI LAUSNA LEITAÐ Fylgjendur dýratilrauna hafa bent á að þær hafi verið og séu bráðnauðsynlegur þáttur í framförum á sviði læknis- og lyfjafræði. „Já, en rökin gegn tilraun- um á dýrum eru á hinn bóg- inn mörg og sterk,” segir Ása. „Benda má á að mörg þeirra lyfja sem mikið eru notuð um þessar mundir eru upprunnin úr ríki náttúrunnar og hafa aldrei verið prófuð á dýrum. Asperín er gott dæmi um slíkt lyf. Einnig má benda á að jafnvel þó að ný lyf hafi ekki eiturverkanir á dýr í för með sér er það engin trygg- ing fyrir því að svo sé ekki farið í mannslíkamanum. Um 1960 kom á markaðinn lyfið thalidomide sem olli alvar- legum göllum í fóstrum verð- < Draizy - prófiö felst í þvi aö efni, sem veriö er aö rannsaka, er sett í augu tilraunadýr- anna. Hér sést afleióingin, blind kanína. andi mæðra sem tóku það inn. Undangengnar prófanir með lyfið á dýrum gáfu engar vísbendingar um að lyfjatak- an hefði þessar alvarlegu af- leiðingar. Þannig geta dýratil- raunir veitt falskt öryggi. Vísindamenn hallast sífellt meira að tilraunum utan lík- amans, á frumuræktun í til- raunaglösum, eða tilraunum á sjálfboðaliðum. CIBA- GEIGY fyrirtækið hefur með- al annars styrkt lyfja- og snyrtivörufyrirtæki til þess að prófa ný efni og lyf án dýratil- rauna. Tölvutæknin kemur þar við sögu. Tölvur eru mataðar á þekktum upplýsingum um hin ýmsu efni og verkun þeirra og þegar ný efni eru þróuð má með hjálp tölvanna komast að verkun efnanna á mannslíkamann. Með þessari tækni hefur Alþjóða krabba- meinsstofnuninni til dæmis tekist að fækka tilraunadýrum sínum úr sex milljónum í þrjá- tíu þúsund dýr. Ef dýratilraunir væru sú mikla lausn sem margir hafa haldið fram, hvers vegna hafa þær þá ekki skilað mannkyni betri árangri í baráttunni við sjúkdóma? Vissulega hefur góður árangur náðst við að útrýma lífshættulegum sjúk- dómum, auka lífslikur og bæta líf manna á jöröinni en sá árangur er ekki síst að þakka hreinna vatni, hreinna umhverfi, betri heilsugæslu, hollari mat og almennt betri lífsskilyrðum en fólk bjó við áður fyrr. Tilraunir á dýrum eru því ekki aðeins harðneskjulegar og ónauðsynlegar heldur líka siðlausar og oft óvísindalegar. Það er þess vegna allra hag- ur, manna ekki síður en dýra, að þær verði með öllu lagðar af og mannlegri og skynsam- legri lausna leitað.” □ ÓNAUÐSYNLEGAR

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.