Vikan - 26.11.1992, Side 7
herðir mann. Sennilega hefur
þessi harka hjálpað mér þeg-
ar ég fór að vinna hjá sjálfri
mér. íslendinga dreymir flesta
um að standa á eigin fótum
en fæstir vita að eftir að mað-
ur stofnsetur eigið fyrirtæki er
aldrei frí. Fólk fer að þekkja
mann og eftir það er maður
ekki lengur prívatpersóna.
Það er sett samasemmerki
milli eiganda og fyrirtækis.
Svo skammtar maður sér
kaup eftir því hvernig gengur
og í byrjun var stundum ansi
lítið eftir þegar búið var að
borga kostnaðinn. Ég sé samt
ekki eftir að hafa hellt mér út í
þetta. Vinnan er svo skemmti-
leg.“
VÖN ÁBYRGÐ
Sigga fór á sjálfstyrkingar-
námskeið áður en hún opnaði
stofuna og fékk nýja sýn á
sjálfa sig. Henni finnst hún
sterkari og eiga auðveldara
með að taka því sem að
höndum ber.
„Ég er elsta barn og þar af
leiðandi vön að bera ábyrgð.
Það gefst tími til alls ef maður
er ekki að gera allt í einu. Ég
átti barn og vildi láta uppeldið
á því ganga fyrir öllu öðru.“
SÝNINGARSALUR OG
UÓSMYNDASTOFA
Það hefur alltaf verið draumur
Siggu að koma sér upp
blöndu af Ijósmyndastofu og
galleríi, stað þar sem væri að-
staða til að halda sýningar á
fallegum Ijósmyndum. Hús-
næðið sem hún er nú í er of
lítið til þess en hún getur ekki
hugsað sér að flytja strax.
Staðurinn er góður og henni
þykir vænt um stofuna sem
hún hefur lagt mikið í að gera
snyrtilega og hlýlega.
„Ég gæti ekki hugsað mér
að vinna í subbulegu um-
hverfi. En of lítið er gert af því
að sýna Ijósmyndir á íslandi.
Það hefur tekið svo langan
tíma að fá fólk til að viður-
kenna að Ijósmyndun er list.
Það er mikil kúnst að taka
góðar myndir. Við íslendingar
eigum líka mikinn fjársjóð
gamalla svart-hvítra Ijósmynda
sem margar eru yfir hundrað
ára gamlar og gullfallegar."
Það er komið kvöld og tími
til að kveðja. Ijósmyndastof-
una sem Sigga stofnsetti fyrir
þremur árum af litlum efnum.
Síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar og Sigga hefur náð
að verða þekktur Ijósmyndari í
bænum. Galdurinn við þessa
konu er að hún gefur svo mik-
ið af sjálfri sér í það sem hún
gerir. □
▲ Herdís og
Helga fengu
fööurlegar
viðvaranir
hjá
bankastjór-
anum er
þær sóttu
um lán tii
aö hefja
reksturinn.
UPPELDIÐ LEIKUR EINN
Fyrir rúmum sjö árum hófu
þær Herdís Hergeirsdóttir
og Helga Sveinsdóttir
rekstur H-búðarinnar í Garða-
bæ. Herdís segir að hug-
myndaflug þeirra stallsystra
hafi ekki verið meira en svo
að fyrsti stafurinn í nafninu
beggja var það eina sem
þeim datt í hug þegar kom að
því að velja nafn á búðina.
Herdís hafði starfað í útibúi
frá Apóteki Hafnarfjarðar í
Garðabæ en þegar ákveðið
var að leggja það niður sló
hún til og ákvað að hefja eigin
verslunarrekstur.
„Ég hefði sennilega ekki
farið út í þetta ef Helga og
maðurinn minn hefðu ekki
hvatt mig. Ég óttaðist ekki að
þetta yrði of mikil vinna. Árið
eftir að ég átti yngsta dreng-
inn minn vann ég myrkranna
á milli. Þá var maðurinn minn
veikur á sjúkrahúsi og ég með
veikt ungbarn og fjögur eldri
börn að auki. Þá vann ég
meira en ég hef nokkurn tima
gert fyrr eða síðar á ævinni.'1
Það er ár milli þriggja
yngstu stráka Herdísar en hún
segir að uppeldið hafi alls ekki
verið erfitt, strákarnir séu mikl-
ir félagar, hafi lík áhugamál og
því lítið fyrir þeim að hafa.
„Þeir voru í fótbolta hér í
hverfinu meðan ég rótaði í
moldinni í garðinum. Svona
eftir á að hyggja þá tel ég að
best sé að eiga börn með
stuttu millibili. Það verður
auðveldara að skipuleggja
hlutina enda getur maður ekki
annað. Allir fara í rúmið á
sama tíma og svo framvegis.
Hvild á kvöldin verður svo
miklu dýrmætari eftir því sem
börnin eru fleiri.
Auðvitað hefði ekki komið
til greina að stofna verslunina
nema af þvi að strákarnir voru
orðnir stálpaðir. Þeir voru
samt allir heima þá nema sá
elsti. Mér fannst ég fullgömul
til að standa í þessu fyrst. Ég
stóð á fimmtugu. Svo sá ég
að varla væri minna upp úr
eigin rekstri að hafa en vinnu í
búð hjá öðrum. Þessir taxtar,
sem VR býður sínu fólki, eru
til skammar og ef til kæmi
gæti ég ekki hugsað mér að
hafa fólk í vinnu á því kaupi."
OFURVARKÁR
BANKASTJÓRI
Herdís og Helga vildu ekki
hætta miklu fjárhagslega svo
þær tóku lítil lán áður en búð-
in var opnuð. Nokkrir heildsal-
ar lánuðu þeim vörur og svo
tóku þær sitt bankalánið hvor.
Bankastjórinn var í fyrstu hálf-
tregur til að lána þeim og var-
aði þær eindregið við þeim
hættum sem svona rekstri
fylgja.
„Hann var kannski fullvar-
kár miðað við að við lögðum
tvö hús að veði. Við dreifðum
áhættunni jafnt og tókum jafn-
há lán sem ekki voru nema
brot af verðgildi fasteignanna.
Hann reyndi á allan hátt að
draga úr okkur kjarkinn, benti
á reynsluleysi okkar í rekstri
fyrirtækja og á þá áhættu sem
fylgir. Þetta var allt satt og rétt
en ég vildi gjarnan að svipuð
varkárni væri viðhöfð oftar.
Það er augljóst við mörg
gjaldþrot að ekki hefur verið
mikil fyrirhyggja. Það er hreint
ótrúlegt hvað sumu fólki er
leyft að skulda mikið miðað
við eignir.
Ég vildi gjarnan að þeir
sem stjórna þessu landi tækju
minni áhættu í peningamálum
því allt endar í buddu almenn-
ings. Samkeppni er góð en of
mikið frelsi er ekki gott. Til
þess erum við einfaldlega of
fá. Til að rekstur gangi vel um
þessar mundir má maður ekki
skulda neitt og verður að geta
staðgreitt vörur. Samkeppni á
borð við þá sem ríkir núna er
rugl. Sumir auglýsa ótrúlega
lágt vöruverð en sýna bullandi
tap á hverju ári. Það er ekki
endalaust hægt að gefa með
vörunum."
Þær stöllur ákváðu að gefa
rekstrinum þrjú ár til að sanna
sig og ef hann að þeim tíma
liðnum skilaði ekki nægu til að
þær gætu greitt sér kaup ætl-
uðu þær að hætta. Á þeim
árum tóku þær ekkert út úr
rekstrinum en að reynslutím-
anum liðnum var búðin farin
að taka við sér.
HEIMAVINNANDI
VERÐA AÐ EIGA
MÖGULEIKA
Mestan hluta starfsaldurs síns
var Herdís heimavinnandi
húsmóðir. Það var ekki fyrr en
maður hennar varð að skipta
um vinnu vegna veikinda að
hún fór að vinna utan heimilis.
„Ég verð oft reið þegar ég
hugsa til þess að þar sem
annar aðilinn er heima njóta
hjón mun lakari skattakjara en
hinir. Þegar ég var heimavinn-
andi gilti sú regla að útivinn-
andi konur borguðu skatt af
24.TBL. 1992 VIKAN 7