Vikan - 26.11.1992, Qupperneq 14
TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON
RÆTT VIÐ BERGÞORU EIRIKSDOTTUR AFRIKUFARA
I SVONA FERÐ
FER MAÐUR BARA
EINU SINNI
▼ Um jólin
í Fez. Hér
situr
greinar-
höfundur
fyrir fram-
an heima-
tilbúió
jólatré úr
myndavél-
arþrífæti
og trjá-
greinum,
ásamt vió-
eigandi
heimatil-
búnu jóla-
skrauti.
Inæstu tölublöðum Vikunn-
ar segir Bergþóra Eiríks-
dóttir frá ævintýraferð
sinni til Afríku en hún nemur
nú líffræði við Háskóla ís-
lands. Hún er eitt þeirra fjöl-
mörgu ungmenna sem hafa á
undanförnum árum farið í
ferðir af þessu tagi á vegum
bresku ferðaskrifstofunnar
Encounter Overland, sem
Ferðaskrifstofa stúdenta hefur
umboð fyrir hér á landi.
Bergþóra fór í ferð þessa
um miðjan desember 1990 og
tók hún fjóra mánuöi. Til þess
að gefa lesendum færi á að
kynnast Bergþóru lítillega
áður en greinar hennar fara
að birtast var hún spurð nokk-
urra spurninga um tildrög
ferðarinnar og við hverju fólk
megi búast.
„Ég útskrifaðist úr mennta-
skóla vorið 1988 og eftir það
fór ég I tveggja vikna ferð til
Kenya. Það má kannski segja
að ég hafi fengið bakteríuna
þá. Okkur vinkonu mína lang-
aði aö fara til Ástralíu en
hættum við það og ákváðum
að beina sjónum okkar fremur
aö Afríku. Vinkona mín hætti
svo við en ég var þá byrjuö að
safna mér fyrir ferðinni og
fannst ekki aftur snúið.
Ég safnaði markvisst fyrir
ferðinni I heilt ár. Ég vann við
afgreiðslustörf I verslun en
síðustu mánuðina var ég farin
að stunda vinnu á þremur
stöðum til þess að ég næði
markinu. Ferðin kostaði um
500.000 krónur þegar allt er
reiknað með en hún tekur tutt-
ugu vikur eða fjóra mánuði.
VERA VEL Á
SIG KOMINN
Þar eð ég hafði áður farið til
Afríku vissi ég nokkurn veginn
við hverju ég mætti búast og
gat því undirbúiö mig sam-
kvæmt þvi. Áður en lagt er til
Afríku verður fólk að láta
sprauta sig samviskusamlega
gegn ýmsum sjúkdómum sem
herja þar I álfunni, eins og
malaríu til dæmis. Annars
undirbjó ég mig ekkert sér-
staklega, ég stundaði ekki lík-
amsþjálfun og því um líkt áður
en ég hélt af stað enda tel ég
mig vera líkamlega hrausta
og í bærilegri æfingu yfirleitt.
Ferðin var erfiö, því er ekki
að neita. Mestan tímann er
setið í bil á misjöfnum vegum.
Bílarnir eru ekki þeir alþægi-
legustu og heldur ekki afrísku
vegirnir. Maður var því oft
orðinn býsna lúinn að kvöldi.
Stundum var haldið vel áfram
og reynt að komast sem
lengst en í önnur skipti var
gerður góður stans, einkum
þó ef fólkiö kaus aö skoða
eitthvað betur en annað. Við
stöldruðum lengi viö á gór-
illuslóðum til dæmis, á landa-
mærum Uganda og Zaire, í
fimm daga. Við vorum tuttugu
í allt og fórum í litlum hópum
að leita uppi þessi merkilegu
dýr. Ferðin tók tvo daga og
fórum við gangandi frá tjald-
stæðinu og upp í fjöllin þar
sem górillurnar héldu sig.
Við eyddum hlutfallslega
mestum tími í Zaire, meðal
annars vegna þess að þar
voru vegirnir hvað verstir, ef
vegi skyldi kalla. Það bætti
heldur ekki úr skák að regn-
tíminn var að hefjast og því
flutu vegirnir bókstaflega í
burtu.
MATUR OG
NÆTURSTAÐIR
Maturinn var misjafn en fór
mikið eftir því hvar við vorum.
Auk þess sem við tókum með
okkur ákveðinn skammt af
vistum þurftum við að kaupa
mat þar sem við vorum stödd
í það og það sinnið. Við eld-
uðum síðan í sameiningu.
Stundum var eldamennskan
kannski ekki upp á marga fiska
og erfitt gat reynst að kaupa al-
mennilegan, ferskan mat. Fyrir
kom aö ekki var hægt að
kaupa mikiö annað en kartöflur
og þá voru þær hafðar í alla
mata með matarbirgðum úr
bílnum, búiö til úr þeim salat og
svo framvegis, þá var matar-
lystin ekki alltaf mikil.
Við í mínum hópi komum
okkur saman um að snæða
ekki kjöt því að margir óttuð-
ust að upp gæti komið matar-
eitrun auk þess sem kjötið í
Afríku er ekki af því tagi sem
viö eigum að venjast. Það var
annar hópur frá Encounter
Overland á svipuðu róli og
þar boröaði fólk kjöt þegar
það kom því við, vildi prófa
sem flest. Eitt sinn fengum
við aö smakka hjá þeim
krókódílakjöt. Það fór svo að
margir urðu veikir meðan á
ferðinni stóö. Sérstaklega er
mér einn maður minnisstæð-
ur. Við sáum hann í byrjun
ferðarinnar og svo aftur í
febrúar. Þá var hann ekki
svipur hjá sjón og virtist hafa
sáralítiö nærst þessa tvo
mánuði sem liönir voru. Hann
hafði lést um tuttugu kíló en í
Ijós kom að hann varö veikur
af matnum sem hann reyndi
að borða og hélt engu niðri.
Aumingja maöurinn hélt þetta
ekki lengur út og fór heim
þegar hér var komið sögu. Ég
var ekki í meiri vandræðum