Vikan


Vikan - 26.11.1992, Síða 22

Vikan - 26.11.1992, Síða 22
TEXTI: JÓHANN GUÐNIREYNISSON / UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON VOPN OG VERÐLAUN FORSÍÐUSTÚLKUNNAR Dagatalið segir okkur að framundan séu áramót. Og það segir okkur aftur á móti að framundan sé krýning sigur- vegarans í keppninni um titil- inn forsiðustúlka Vikunnar. Stúlkurnar, sem prýddu átta forsíður blaðsins, eru nú að hefja undirbúning að hinni heljarmiklu veislu sem fram fer á Hótel íslandi þann fyrsta janúar næstkomandi og víst er að þá verða tímamót að minnsta kosti I tvennum skiln- ingi hjá forsíðustúlkunni okk- ar, hver sem hún verður. Til að gefa í skyn að hverju stúlkurnar keppa skulum við renna augum okkar yfir verð- launin sem forsíðustúlka árs- ins hlýtur. Við megum þó ekki gleyma hinni miklu þjálfun í fyrirsætustörfum og myndun- um sem stúlkurnar fá í möpp- urnar sínar eftir að hafa tekið þátt í keppninni. Þannig skilar þátttakan í sjálfu sér stúlkun- um hverri fyrir sig hlutum sem eiga eftir að koma þeim að gagni i framtíðinni. Allt hefur þetta verulegt gildi fyrir verð- andi fyrirsætur en fáguð fram- koma og góðar myndir verða góðum fyrirsætum vel að vopnum í þeim harða heimi sem starfsvettvangur fyrirsæt- unnar er. Af þessum sökum einnig höfum við fengið Esther Finnbogadóttur til liðs við okkur en hún gerði nánast kraftaverk í keppninni síðast þar sem óvanar stúlkur komu að lokum fram á krýningar- kvöldi eins og þær hefðu aldrei gert annað allt sitt líf. En nú eru það verðlaunin. Listinn er nokkuð langur enda veglega veitt til þessarar keppni að hætti Vikunnar. Fyrir tækniáhugafólk látum við allar helstu upplýsingar fylgja um fyrstu verðlaunin og þá einkum og sér í lagi Hljóm- bæjarhluta þeirra. Forsíðu- stúlka ársins hlýtur: Pioneer N-32 hljómtækjasamstæðu með geislaspilara, útvarpi með 24 stöðva minni, magn- ara, tónjafnara og tónbreyti, tvöföldu segulbandstæki, fjar- stýringu og 2x55 vatta hátöl- urum og CBN-500 skáp undir samstæðuna, Sharp CV-3720 14 tommu litasjónvarp með fjarstýringu, Sharp VHC43 myndbandstæki með miðdrifi, fjarstýrt með RCA tengi, 365 daga upptökuminni og fleiru, Channelmaster móttökudisk og Pace móttakara fyrir send- ingar sjónvarpsstöðva um gervihnetti og móttakarinn er með pólskipti, LNB og Feed- horn, fjarstýrður, steríó, inn- byggður afruglari fyrir erlend- ar stöðvar og möguleikar á að ná 99 stöðvum. Og að lokum má telja glæsilegan geisla- diskastand, hátt í tveggja metra háan fyrir áttatíu diska. Allt þetta kemur í hlut forsíðu- stúlku ársins frá Hljómbæ við Hverfisgötu. Línan á einnig drjúgan skerf að fyrstu verðlaunum en forsíðustúlkan fær svartan skáp með áföstum hillum í mahónílit frá LaScala í Dan- mörku. Skápurinn og hillurnar eru smiðuð úr lökkuðum MDF plötum og hefur þessi litasam- setning átt gífurlegum vin- sældum að fagna. Notagildi svona húsgagns býður nánast óþrjótandi möguleika og það fer alls staðar vel. Og til að forsíðustúlka ársins geti látið líða þægilega úr sér undir Ijúf- um tónum úr hljómflutnings- tækjunum eða við sjónvarpið gefur Línan henni einnig leð- urklæddan hægindastól frá Mitab í Sviþjóð. Og þessu er ekki lokið. Sig- urvegari keppninnar heldur á- fram að halda sér í toppformi út allt næsta ár sér að kostn- aðarlausu því forsíðustúlkan hlýtur ókeypis aðgang að glæsilegri líkamsræktarað- stöðu World Class árið 1993. Auk alls þessa fá allar stúlkurnar Beverly Hills snyrti- vörur frá Gale Hayman sem heildverslunin Rekís gefur þeim og þá er nú verðlauna- talningunni að Ijúka, enn sem komið er að minnsta kosti, en keppnin hefur vakið mikla at- hygli og aldrei er að vita nema enn eigi eftir að bætast við verðlaunin. □ ▲ Brynja Vífilsdóttir nýtur hér þeirra gæóa sem bíöa forsíðu- stúlk- unnar sem krýnd veröurá nýárs- kvöld. Brynja komst í annaó sæti keppn- innar f fyrra og er nú stödd í Austurríki þar sem húntekur þátt í keppninni um titilinn Queen of the World 1992. 22 VIKAN 24.TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.