Vikan


Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 27

Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 27
Ahugi á klassískum söng og óperum fer sí- fellt vaxandi. Við eig- um þegar orðið nokkuð af frambærilegum söngvurum en tækifæri söngvara til að sinna söngnum eingöngu eru því miður ennþá mjög takmörkuð. íslenska óperan er eina stofn- unin sem fastræður söngvara en það eru margir um hituna og færri komast að en vilja. Þá er ekki um annað að ræða fyrir söngvara en að reyna að komast að hjá einhverju af húsunum erlendis og þegar er orðið nokkuð um íslenska söngvara í útlegð. Það er alltaf matsatriði hversu mikinn þátt opinberir aðilar eiga að taka í menning- arstarfsemi þjóðarinnar en ó- neitanlega er einkennilegt að haldið skuli úti heilli sinfóníu- hljómsveit en söngvarar alfar- ið látnir sitja á hakanum. Þessi stefna getur verið vara- söm þegar til lengri tíma er lit- ið og synd að horfa á hæfi- leikafólk hverfa úr landi vegna skorts á tækifærum. Magnús Baldvinsson er ungur bassasöngvari sem lítið hefur heyrst í á íslandi en hann er kominn á fastan samning hjá óperunni í San Francisco sem er eitt af virt- ustu óperuhúsunum í Banda- ríkjunum. Við mæltum okkur mót í anddyri hússins ekki alls fyrir löngu á sólríkum haust- degi en Magnús var á leiðinni á æfingu fyrir Boris Godunov effir rússneska tónskáldið Mussorgsky. Það er mikið um að vera í óperunni þennan morgun, verið að leggja síð- ustu hönd á sviðsmyndina og allir á þönum. Við finnum næði í búningsherbergi James Morris en hann er einn af bestu bassasöngvurunum í heiminum núna. Þó að hurðin sé lokuð má heyra alls konar raddir fara upp og niður tón- stigann annars staðar í hús- inu þar sem verið er að hita upp fyrir æfingar dagsins. „Ég hef náttúrlega verið að syngja meira og minna í gegnum árin, allt frá þvi ég var í KFUM og kórnum þar,“ segir Magnús þegar ég spyr hvenær söngáhuginn hafi vaknað. „Síðan var ég í kór Hallgrímskirkju og þegar Hörður Áskelsson organisti kom frá námi 1982 stofnaði hann Mótettukórinn, en hann varð fyrstur til að „heyra“ í mér bassaröddina og hvetja mig til söngnáms. Ég var í Söngskólanum í Reykjavík frá 1984 til 1987 og kynntist kennaranum mínum, Roy Samuelsen, á námskeiði heima. Ég lærði síðan hjá honum í Bloomington í Indi- anafylki og þannig æxlaðist það að ég kom til Bandaríkj- anna.“ - Hvernig tónlist finnst þér skemmtilegast að syngja? „Ég hef eiginlega engan tíma fyrir annað en óperutón- list núna. Síðustu tvö árin hef ég nær eingöngu lagt stund á óperuna. Annars hef ég alltaf gaman af Ijóðasöng, sérstak- lega þeim þýska eins og til dæmis eftir Schumann og Schubert, en það er óperan sem er í fyrsta sæti eins og stendur. Ég hlusta hins vegar á alls konar tónlist og tónlist yfirleitt er mitt líf. Af óperutón- skáldum held ég mikið upp á Verdi en Rossini og Mozart sömdu tónlist sem hentar mjög vel rödd minni eins og hún er núna. Eftir því sem ég eldist mun ég syngja meira af Verdi og svo endanlega nátt- úrlega Wagner, en það þarf mikinn þroska til að syngja verkin hans og ég hef ekki náð þeim þroska ennþá. Bassaröddin þroskast seinast af öllum röddum en ég er þrjátíu og fjögurra ára og bú- ast má við að þrjátíu og átta eða níu ára verði ég búinn að ná fullum þroska og röddin verði orðin dekkri ef má orða það þannig. Ég hef haft nokk- uð djúpa rödd alveg frá sext- án sautján ára aldri en þrosk- inn, sem gerir röddina miklu fyllri í söng, kemur smám saman. Ég hef fundið það undanfarin tvö til þrjú misseri að röddin hefur verið að þroskast og ég finn stundum fyrir breytingum frá viku til viku en hún er ennþá nokkuð lýrísk og Ijós hvað sem síðar verður.“ - Hvaða söngvarar eru í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er stórkostlegt að fá að syngja með mönnum á borð við James Morris en hann syngur Boris í sam- nefndu verki eftir Mussorgsky og það er slík æfing sem ég er að fara á seinna í dag. Ég hef verið að spjalla aðeins við hann og hann ætlar að hlusta á mig og gefa mér góð ráð ef hann getur. Aðrir bassa- söngvarar sem ég held mikið o cn m —V OO UO CD ÍSLENSKU POTTARNIR OG PÖNNURNAR íslensk gæðavara sem endist lengur, nýtist betur og eykur ánægju við matseldina. FÁST í YFIR 80 BETRI VERSLUNUM UM ALLT LAND. • Sígild hönnun, úrvalssmíð úr áli • Þykkur botn sem verpist aldrei • Einstök hitaleiðni og jöfn hitadreifing • Slitsterk húð sem matur festist ekki við • Margar tegundir og stærðir Heildsöludreifing Amaro hf. - Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.