Vikan


Vikan - 26.11.1992, Side 28

Vikan - 26.11.1992, Side 28
► Magnús fyrir framan óperu- húsiö í San Francisco þar sem hann er kominn á fastan samning. ▼ í hiut- UPP a eru Nicolai Ghiaurov og verki Georgio Tozzi en hann er landa- Bandaríkjamaður með ítalskt mæra- nafn on hefur virkilega góða óperunni rodcl- Hans H°tter er einn af Boris þeim eldri sem eru ennþá að Godunov. syngja en hann syngur tölu- vert af Ijóðum og ég hef verið í tímum hjá honum undanfar- ið. Ég hlusta náttúrlega mikið á tenóra líka og hef gaman af því að heyra þá syngja. Tveir þeirra sem ég dái hvað mest eru "þeir Luciano Pavarotti og Franco Corelli.“ - Mér hefur stundum þótt vera lögð lítil áhersla á leik- ræna þáttinn í óperum. Hvað finnst þér um það? „Ég er að mörgu leyti sam- mála. Leikstjórinn hefur oft ekki mikla leikræna reynslu sjálfur og hann segir kannski söngvaranum að ganga yfir sviðið á ákveðinni sönglínu en þegar söngvarinn spyr hver sé tilfinningalegur hvati per- sónunnar fyrir því verður stundum fátt um svör og það er miður. Á íslandi er ekki mikil áhersla lögð á leikræna þáttinn í óperusöng en ég vona að það sé að breytast. Þegar ég var í Söngskólanum voru nemendurnir farnir að stinga upp á því að fá kennslu í leikrænni tjáningu og það var eitthvað að byrja þegar ég lauk námi þar. Það er mjög áríðandi en samt getur söngv- ari hrifið áhorfendur með sér ef hann er mjög einbeittur, þó hann standi bara kyrr. Áður en ég kom hingað hafði ég mest lítið lært leiklist en hér hef ég fengið nokkra þjálfun á því sviði. Síðan lærir maður mikið á að horfa á stórstjörn- urnar sem koma hingað og sjá hvernig þær bera sig á sviðinu." - Hverju vilt þú þakka þann árangur sem þú hefur náð í söngnum? „Ef þú vilt kalla það árang- ur, ég veit það ekki. Ég frétti að San Francisco óperan væri með prufusöng í Chicago þegar ég var í Indi- ana og þeim leist það vel á mig að þeir buðu mér samn- ing. Annars kalla ég þetta ekki mikinn árangur ennþá en von- andi á hann eftir að koma,“ segir Magnús, í senn metnað- argjarn og hógvær eins og er svo algengt með okkur íslend- inga. „Eins og ég segi þá þróast bassaröddin seinast og ásamt tenórröddinni er það sjald- gæfasta röddin þannig að ef um góða rödd er að ræða eru óperuhúsin hér fljót að næla sér í hana. Ég var heppinn að fara f þennan prufusöng og að vera ráðinn hingað. Það má einnig koma fram að ég er giftur bandarískri konu, Kathryn Baldvinsson, og það gerir öll mál í sambandi við at- vinnu og dvalarleyfi auðveld- ari viðureignar. Ég er búinn að vera hér síðan í júní 1991 og samningurinn minn rennur út í árslok 1993 með mögu- leika á framhaldi. Þetta er eitt af þremur stærstu óperuhús- unum f Bandaríkjunum og það er mjög gott tækifæri sem ég hef fengið til að taka út minn þroska hér.“ - Hvað hefur þú verið að fást við undanfarið? „í sumar vorum við með Rossini-hátíð í tilefni af að tvö hundruð ár voru frá fæðingu hans. Ég var eiginlega bara til vara þar í tveimur óperum en í haust byrjuðum við á Toscu eftir Puccini. Þetta er sjötug- asta sýningarár San Francisco óperunnar og það er haldið upp á það meðal annars með þessari sýningu, en Tosca var fyrsta verkið sem óperan setti upp þegar hún var stofnuð. Síðan er ég með tvö hlutverk f Boris Godunov og þá í Andrea Chenier. Loks var að koma á daginn að ég hleyp í skarðið fyrir söngvara sem forfallaðist í Fidelio eftir Beethoven. Söngvarar hér í þessum stóru húsum byrja yfirleitt í smáum hlutverkum og færa sig síðan upp á skaftið." - Átt þú von á því að syngja eitthvað á íslandi á næstunni? „Nei, ekki nema eitthvað kæmi upp í desember eða í byrjun janúar, á milli þess sem haustdagskránni lýkur og vetrardagskráin hefst. Þá er aldrei að vita nema maður flygi heim og það væri vissu- lega gaman að því.“ - Hvernig líst þér á sönglíf- ið á íslandi um þessar mund- ir? „Ég hef nú ekkert verið heima að ráði síðan 1987 en ef hægt er að tala um breyt- ingar þá finnst mér þær mjög jákvæðar eins og til dæmis með tilkomu Óperusmiðjunn- ar. Það var kominn tími til að söngvarar á íslandi fengju fleiri tækifæri en að syngja bara í íslensku óperunni og það var nú ekki auðvelt að komast þangað inn. En að starfa á íslandi sem söngvari eingöngu, ég efast um að það sé hægt ennþá. Ég er hrædd- ur um að ríkið verði að hlaupa undir bagga ef á að skapa sómasamlegan starfsvettvang fyrir íslenska söngvara á svip- aðan hátt og gert var með sin- fóníuhljómsveitina. Ef það er ekki gert er ansi hætt við að við missum okkar hæfileika- fólk á þessu sviði til erlendra óperuhúsa eins og hefur verið að gerast á undanförnum Frh. á bls. 115
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.