Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 62
FLUGLEIÐIR
HÖTEL LOFTLEIDIR
Koníaksís í sykurkörfu meö
grænpipar-appelsínusósu.
FORRÉTTUR
BEIKONVAFINN
HÖRPUDISKUR Á TEINI
MEÐ RAUDVÍNSBEIKONSÓSU
38 stk. hðrpudiskur
6 sneiðar beikon
6 bambusstanair
180 a blaðlaukur. skorinn í strimla
Hver hörpudiskur fyrir sig er vafinn meö
beikoni og síðan þræddur á bambusspjót.
RAUÐVÍNSBEIKONSÓSA:
3 charlottulaukar. smátt saxaðir
3 sneiðar beikon, smátt saxað
rauðvín
fiskkraftur
smiör
salt oa Dioar
Beikon og laukur er kraumað I smjöri. Rauð-
víni hellt út í, soðið niður um helming. Sósan
jöfnuð með smjöri. Bragðbætt með fiskkrafti,
salti og pipar.
Hörpudiskurinn er snöggsteiktur ásamt
blaðlauk á pönnu í 4 mín. Sósan látin á vel
heitan disk. Þar ofan á er hörpudiskspjótinu
og blaðlauknum komið haganlega fyrir.
AÐALRÉTTUR
VILLIGÆS AÐ HÆTTI
NORÐLENSKA VEIÐIMANNSINS
1 villiaæs
150 a aráðaostur. rifinn
150 a valhnetukiarnar
150 o ferskir sveppir
1 laukur
150 a sellerí
8 sneiðar hveitibrauð
koniak, timian. salt oa pipar
smiör til steikinaar
GÆSASOÐ:
1 I vatn
1 aulrót
1 laukur
10 svört piparkorn
aæsabein
innvfli
kjöt- oa arænmetiskraftur
bláberiasulta
rjómi
Gæsin er þvegin og þerruð vel. Vængirnir eru
höggnir af. Vængirnir og innyflin eru notuð í
sósuna. Skorpan er skorin af brauðinu og það
síðan skorið í bita. Sveppir, laukur og sellerí
er saxað og kraumað í smjöri. Brauðið því
næst látiö út í og kryddað með timian, salti og
pipar. Svo er hnetunum og gráöaosti blandað
vel út í þetta. Síðan er þetta kælt.
Gæsin er krydduð lítillega að innan með
timian, salti og pipar, síðan fyllt með brauðfyll-
ingunni. Háls- og magaop saumuð saman og
lærin bundin upp. Timian, salti og pipar er
nuddað vel inn í haminn og gæsin lögð í ofn-
skúffu. Fuglinn er settur í 250 gráða heitan
ofn og steiktur þar til hann er fallega gylltur, I
u.þ.b. 15 mín. Þá er hitinn lækkaður niður í
150 gráður. Gæsin er af og til pensluð með
feitinni sem kemur í skúffuna og steikt í u.þ.b.
1 1/2 tíma.
Á meðan gæsin er að steikjast eru væng-
irnir, hjartað og fóarnið brúnað í smjöri í potti
ásamt 1 lauk, 1 gulrót og nokkrum piparkorn-
um. Þá er 1 i af vatni bætt í pottinn og soðið
undir loki í ca. 30 mín. Síðan er soðið sigtað,
bakað upp og bragðbætt með pipar, kjöt- og
grænmetiskrafti. Loks er sósan bragðbætt
með bláberjasultu, gráðaosti, rjóma og kon-
íaki.
Með þessum rétti er gott að bera fram epla-
salat, sykurbrúnaðar kartöflur og grænmeti.
EFTIRRÉTTUR
KONÍAKSÍS í SYKURKÖRFU
MEÐ GRÆNPIPAR-APPELSÍNUSÓSU
1/2 I riómi
3 eaa
2 eaajarauður
95 a flórsvkur
50 a makkarónukökur. muldar
50 a rifið súkkulaði
1 dl koníak
Rjóminn léttþeyttur. Egg, eggjarauður og flór-
sykur stífþeytt. Þá öllu blandað varlega sam-
an. Bragðbætt með koníaki og fryst.
GRÆNPIPAR-APPELSÍNUSÓSA:
125 a sykur
2 1/2 dl appelsínusafi
safi úr hálfri sífrónu
1 dl Grand Marnier
15 arænpiparkorn
Sykurinn er bræddur. Appelsínusafi, Grand
Marnier og grænpiparkorn eru sett út í og allt
soðið saman. Bragðbætt með sítrónusafa.
SYKURKÖRFUDEIG:
250 a hveiti
3 egg
250 a flórsvkur
1/2 dl vatn
1/2 dl pilsner
Eggjum og flórsykri blandað saman og hrært
vel, svo er hveiti og vökva blandað út í. Deigið
sett með skeið á smurða bökunarplötu. Dreift
er eins þunnt úr deiginu og unnt er. Þynnurn-
ar eru bakaðar við 200 gráða hita uns þær
byrja að brúnast við jaðarinn og losaðar af
plötunni meö málmspaða á meðan þær eru
heitar (ef þær festast við plötuna má bregða
henni inn í heitan ofninn). Þynnurnar eru því
næst lagöar yfir glös á hvolfi og stærra glasi
þrýst yfir hverja kexþynnu og þær látnar kólna
á glösunum.