Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 66
Ástríöuávaxtaterta meö berjasósu.
AÐALRÉTTUR
LAXA- OG LÚÐUFLÉTTA
MEÐ SAFFRANSÓSU OG
GRILLUÐUM HUMRI
480 a beinlaus oa roðflett smálúða
480 a roðflett laxaflök
120 a smiör
5 dl hvítvín
3 dl rjómi
örlítiö saffran
6 humarhalar í skel
1/2 saxaður laukur
Á meðan fiskurinn er að sjóða er laukurinn
kraumaður í potti ásamt saffrankryddinu við
vægan hita. Soöinu af fisknum er hellt út í
pottinn og jafnað, síöan er rjómanum bætt út í
og bragðbætt.
GRILLAÐIR HUMARHALAR:
Klippt er upp úr bakinu á skelinni, humarkjötið
fært upp á og penslað með smjöri. Kryddað
með salti og hvítlauk og loks grillað í ofni.
hvítlaukur
sósuiafnari fliós)
salt
Matreiöslumenn Hótel Loftleiöa. F.v. Örn
Logi Hákonarson, Bjarni Þór Ólafsson og
Karl Davíósson.
EFTIRRÉTTUR
ÁSTRÍÐUÁVAXTATERTA
MEÐ BERJASÓSU
75 g brætt smiör
175 a hafrakex. mulið
50 a kókosmjöl
2 dl ástriðuávaxtasafi
2 msk. matarli'msduft
350 a riómaostur
100 g svkur
2 eaa. aðskilin
2 msk. sítrónusafi
2 1/2 dl riómi
Byrjað er á að smyrja 24 cm springform með
smjöri. Brædda smjörinu blandað vel saman
við hafrakexið og kókosmjölið og þrýst vel í
botninn á forminu. Sett í kæliskáp. Rjómaost-
ur og sykur hrært saman, eggjarauðunum og
sítrónusafanum blandað saman við. Ástríðuá-
vaxtasafinn er settur í skál, matarlímsduftið
sett saman við og látið standa í fimm mínútur.
Skálin er síðan sett í vatnsbaö og safinn hit-
aður við vægan hita f tvær mínútur. Rjóminn
er léttþeyttur og eggjahvíturnar stífþeyttar.
Þegar ástríðusafinn er orðinn kaldur er hann
settur saman við ostablönduna og að lokum
er rjómanum og eggjahvítunum blandað var-
lega saman við og öllu hellt í formið. Síðan er
þetta kælt.
ÁSTRÍÐUHLAUP:
1 1/2 dl ástríöuávaxtasafi
1 msk. matarlímsduft
Ástríðuávaxtasafinn er settur f skál, matar-
límsdufti bætt út í og látið standa í fimm mín-
útur. Síðan er skálin sett í vatnsbaö og hitað
við vægan hita í tvær mínútur, kælt og hellt
yfir ostakökuna.
Fiskflökin eru skorin í 10 cm löng stykki og
síðan í 2 cm þykkar lengjur langsum eftir fisk-
inum. Fjórar ræmur lagðar til skiptis rauðar og
hvítar hlið við hlið og aðrar fjórar fléttaðar inn
á milli þeirra. Fiskflétturnar eru síðan settar á
vel smurða pönnu, kryddaðar með salti,
hvítvíninu hellt yfir og gufusoðið undir loki í
sex mínútur.
FLUGLEIDIR
HÓTEL LOFTLEIDIR
BERJASÓSA:
300 q ber, 3 tea. (t.d. brómber. bláber oa
iarðarberl
150 g svkur
1 1/2 dl vatn
Þessu er öllu blandað saman í pott og soðiö
niður um einn þriðja. Síöan er sósan kæld.
66 VIKAN 24. TBL. 1992