Vikan


Vikan - 26.11.1992, Page 72

Vikan - 26.11.1992, Page 72
- SEGIR SIGRÚN ÓSK ÞORGEIRS- DÓTTIR, NEMI í HÓTELSTJÓRNUN - Ég sá auglýsingu um hótelskóla í Sviss og leist vel á, segir Sigrún Ósk Þorgeirsdóttir frá Rifi á Snæfellsnesi, stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1990 og er um þessar mundir í starfsþjálfun í eldhúsinu á Hótel Sögu. - Ég aflaði mér meiri upplýsinga og bæklinga, þar á meðal frá Les Roches. Mér leist vel á námið sem þar var kynnt og eins fannst mér jákvætt að þar var aðeins einn ís- lendingur, Valur Bergsveinsson, sem lauk námi nú í vor. Mig langaði að fara þangað sem ég talaði ekki bara íslensku heldur kynnt- ist fólki af öðru þjóðerni. Ég held að meiri verkleg þjálfun sé í Les Roches en víða annars staðar. Þar sem ég vissi lítið í hvað ég var að fara tel ég að ég hafi veiið mjög heppin að lenda í þessum skóla því hann er líka fyrir fólk sem er að byrja og er alveg grænt eins og ég var. Við erum hálft ár í skóla og förum svo að vinna og rekumst á það sem verið var að lesa um í skólanum og getum borið það saman af því að það er enn ferskt í huganum. Kennararnir eru allir fólk úr iðnaðinum og þeir sýna dæmi úr starfi sínu og í framhaldi af því er margt sem maður kemur auga á þegar komið er í vinnuna. LÆRA FIMM STJÖRNU ÞJÓNUSTU Þið fáið líka verklega kennslu í skólanum. Er það skemmtilegt og gagnlegt? - Mér fannst það mjög gaman, sérstaklega þjónustan. Við lærðum fimm stjörnu þjónustu og allt er mjög strangt. Ef við eigum að mæta klukkan sex og komum fimm mínútur yfir sex verðum við að vinna næsta sunnudag. Það er skoðað hvort við séum með hreinar neglur og í pússuðum skóm. Allt verður að vera fullkom- ið, öllu raðað upp á sentímetra, bæði dags- daglega og í verklegu prófunum. Svona er þetta líka í eldhúsinu. Kokkarnir, sem kenna þar, hafa mikinn áhuga á því sem verið er að gera og eru tilbúnir að kenna manni margt. Hvort finnst þér skemmtilegra, þjónustan eða eldhúsið? - Mér fannst þjónustan gefa mér miklu meira. Mér fannst svo gaman að þjóna og læra allt sem þjónustunni fylgir - að læra um vínin og hvaðeina. Matreiðslan á ekki eins við mig, segir Sigrún. I skólanum er stór matsalur sem rúmar fimm hundruð manns í sæti og þar snæða nemendur bæði hádegis- og kvöldverð. Nem- ar í þjónustu leggja á borðin og þjóna til borðs, allt undir eftirliti kennara sinna. Síðan er í skólanum fínni veitingastaður og þangað geta nemendur, kennarar og gestir komið og fengið sér að borða. Einnig þar stjórna kenn- ararnir og vaka yfir hverri hreyfingu nemand- ans, hvort heldur er á meðan hann leggur á borðið eða þjónar gestum. Og auðvitað eru það nemendur í eldhúsi sem elda allan mat undir stjórn kennaranna. MATMÁLSTÍMARNIR ERFIÐIR Sigrún segir að kennsluönnin sé sextán vikur. í aðalmatsalnum er aldrei borið fram vín og heldur ekki fyrri hluta tímans á fína veitinga- staðnum en seinni átta vikurnar er borið þar fram vín eftir því sem við á í hádeginu. Það er hluti námsins að bera fram vínið og ekki síður að læra að fara með vín og neyta þess í hófi. Oft er erfitt að sitja til borðs í klukkutíma en allar máltíðir eru þriggja rétta, forréttur, aðal- réttur og eftirréttur og allt fer fram eftir kúnst- arinnar reglum. - Mér fannst þetta rosalegt. Við fáum tvær þriggja rétta máltíðir á dag, segir Sigrún, og sitjum í klukkutíma í hvort sinn. Kannski er fólk bara pínulftið svangt og vill borða en tímir ekki að kaupa sér einhvern smámat því fæði er innifalið í skólagjöldunum. Allir byrja að borða á sama tíma í stóra salnum en svo fer hraðinn eftir því hve vel gengur í salnum. Að lokum er hreinsað af borðunum og allir fá eft- irréttinn samtímis. Menn borða því það er ekkert annað að gera allan þennan tíma og fólk blæs út ef það passar sig ekki en með þessu móti lærist líka að umgangast mat. Mikið var farið að bera á að nemendur kæmu ekki í hádegismatinn, sérstaklega þegar voru próf, en skyndipróf eru í hverri viku. Þeir vildu nota hádegið til að lesa. Þjónustunemarnir fengu þá í raun ekki að æfa sig nóg svo nú hefur verið ákveðið að fyrsta árs nemar verði að koma í hádegismatinn, annars eru teknir af þeim punktar. TVEGGJA DAGA FJARVERA OG EKKERT PRÓF - Punktakerfið er mjög strangt. Ef nemandi mætir ekki í tvo daga í skólann án þess að 72 VIKAN 24. TBL. 1992
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.