Vikan


Vikan - 26.11.1992, Síða 73

Vikan - 26.11.1992, Síða 73
hafa afsökun er hann búinn að missa of marga punkta til að fá að taka lokapróf annar- innar. Öll tímasetning er líka nákvæm og allt upp á mínútu, bæði mæting i kennslustundir og vinnu. Þetta hjálpaði mér mikið þegar ég fór að vinna fyrir stundvísa Svisslendinga. Hvernig er að vera í Bluche? - Húsnæði er gott. Flestir eru í tveggja manna herbergi en borga þarf aukalega fyrir eins manns herbergi. Herbergin eru með sér klósetti og sturtu. Það er þrifið hjá okkur á hverjum degi og skipt á rúmunum tvisvar í viku. Það er dekrað við okkur. Vissar reglur gilda eins og það að vistunum er lokað klukk- an ellefu á kvöldin og þá mega gestir af gagn- stæðu kyni ekki vera þar lengur. Þetta er bæði af því að í skólanum er fólk alls staðar að úr heiminum og samræma verður siði og vegna þess að Valais er strangkaþólsk kantóna. STARFSÞJÁLFUN I LUZERN OG Á SÖGU Fyrsta starfsþjálfun Sigrúnar var á Palace- hótelinu í Luzern. - Ég fór á miðjum vetri í viðtal. Það var tekið vel á móti mér og mér sagt hvernig vinnan myndi ganga fyrir sig. Svo byrjaði ég strax og skóla lauk í júníbyrjun. Starfsmannastjórinn kynnti mig fyrir fólkinu sem ég átti að vinna með og sagði mér allt sem ég þurfti að vita um bæinn. Það er ofsa- lega gott að fá svona góðar viðtökur. Manni leið eins og þörf væri fyrir mann í vinnunni. Þarna var ég í fimm mánuði. Palace er fimm stjörnu hótel með fínum veitingastað. Ég vann þar og á veröndinni, við morgunverðinn og einnig við veislur sem haldnar voru í hótelinu. Ég var mjög heppin. í Luzern er töluð sviss- þýska og mér gekk ágætlega með mennta- skólaþýskuna mina. Að sögn Sigrúnar er undirbúningur stúd- ents héðan að heiman góður fyrir hótelskól- ann og ekki síðri en menntun flestra annarra í skólanum. Hún nefndi sérstaklega líffræði sem hafi gagnast vel í matvælafræðinni. Margir höfðu litla sem enga þekkingu á henni þegar þeir komu f skólann. - Það er gaman að kynnast fólki frá jafn- mörgum löndum og er í Les Ftoches. Ég var með stúlku frá Taiwan í herbergi í fyrra og annarri frá Kenýa í vetur. Hún og stúlka frá Simbabve eru bestu vinkonur mínar. Það var gott að við vorum bara tveir, íslendingarnir. Eg gat alltaf leitað til Vals og við gátum talað saman íslensku en lokuðumst þó ekki af eins og til dæmis Svíar og Brasilíubúar sem sjást aðeins í hópum. Hvernig er svo að vera nemi á Sögu? - Mig langaði til að sjá hvernig starfið geng- ur fyrir sig hér heima, af því ég ætla að koma heim eftir að ég er búin í skólanum. Ef ég hefði farið í alla starfsþjálfunina úti vissi ég ekki hvernig þetta væri hér og það fyndist mér svolítið slæmt. Verklagið er allt annað enda er eldhúsinu ekki skipt niður eins og gert er í franska eldhúsinu í skólanum og á hótelum sem ég hef séð úti. En það er gott að vera hér og geta rætt óhikað við samstarfsfólkið, engir tungumálaörðugleikar eða stéttaskipting. Á þann hátt nýtist námsdvölin fullkomlega, segir Sigrún. - Ég vissi voða lítið út í hvað ég var að fara þegar ég byrjaði í skólanum en ég er mjög ánægð með þetta allt og námið varð eins og ég vonaði að það yrði. □ FRH. AF BLS. 70 ingu snertir sem og aðra. Hann þarf ekki endi- lega að verða góður þjónn eða góður kokkur heldur vita af eigin raun hvað er um að vera í eldhúsinu eða veitingasalnum. Hann verður líka að vita eitthvað um herbergin á hótelinu og þarf að geta skipulagt starfsemina en ekki síður að vera fær um að hafa eftirlit með því Frá Bluche mitt í svissnesku Ölpunum og á hinu fræga Carns-Montana-skíöasvæöi. hvað fólk er að gera og leiðrétta það ef nauð- syn krefur. Verði fólk sjálft að vinna og leggja sig fram veit það um hvað málið snýst. Þessar kennsluaðferðir eiga rætur að rekja til svissneska hersins. í flestum löndum geta menn gerst liðsforingjar ef þeir eru með stúd- entspróf. í Sviss verða allir, jafnvel þriggja stjörnu generálar, að hafa gengið ( gegnum öll stig áður en þeir komast á toppinn. Við fylgjum þessari demókratísku aðferð í mennt- un okkar og ég tel þetta gott. Að sjálfsögðu er þó lögð mikil áhersla á bóklega þáttinn þann tíma sem nemendur eru í skólanum, segir Hans von Rotz. Læra nemendur mikið í starfsþjálfuninni úti á vinnumarkaðinum? - Það fer nokkuð eftir því hvar þeir vinna. Á mörgum hótelum er hugsað vel um nemana og allt gert til þess að námstíminn verði þeim sem notadrýgstur. Annars staðar gengur þetta ekki eins vel og hótel lenda jafnvel á svörtum lista hjá okkur. Hugmyndin er að nemandinn fái tilfinningu fyrir raunveruleikan- um, að hann hafi ekki aðeins fengið að læra í fullkomnu eldhúsi skólans þar sem nógur tími er til að gera alla hluti heldur hafi hann orðið að vinna undir álagi og með alls konar fólk i kringum sig. Það er gott að kynnast raunveru- leikanum og hafa til dæmis erfiðan yfirmann. Á því læra menn og á eftir geta þeir orðið góðir stjórnendur sjálfir. FINNST KAUPIÐ JAFNVEL OF HÁTT Þér finnst ekki skótinn vera að ieggja fyrir- tækjunum til ódýran starfskraft? - Nei. Nemarnir fá hátt kaup hér í saman- burði við það sem er í öðrum löndum í Evrópu - um 2000 franka á mánuði (um 80 þúsund krónur en rétt er að taka fram að Sviss er dýrt land að búa í). Mér finnst kaupið hátt fyrstu tvo til þrjá mánuðina. Það mætti hækka það þegar á líður eða greiða þeim sérstakan bón- us sem standa sig vel, segir von Rotz. Nemendur eru hins vegar ekki allir jafnsann- færðir um að fyrirtækin hækkuðu kaupið eða greiddu bónus fengju þau að ráða. Laun ófag- lærðra í Sviss eru um 2500 frankar á mánuði. Von Rotz segir að skólinn hafi á að skipa góðu kennaraliði; kennarar á þjónustusviði og í eldhúsi hafi mikla reynslu á sínu sviði. Góður kennari segir hann helst þurfa að búa yfir starfsreynslu, kennarahæfileikum og góðri enskukunnáttu. Sjálfur tók von Rotz við skóla- stjórninni fyrir tveimur árum og hefur verið að breyta ýmsu síðan. í fyrrahaust komu fulltrúar háskólasámbandsins í Nýja Englandi og tóku út starfsemi skólans. - Hér voru sex sérfræðingar í eina viku og ég hef ekki lent í annarri eins rannsókn áður, segir von Rotz sem var þó hér áður hátt settur foringi í svissneska hernum svo ýmsu hefur hann kynnst um ævina. - Þeir voru ánægðir með okkur og nú geta nemendur héðan lokið BSc prófi í Bandaríkunum. Þeir fyrstu eru farnir þangað. Þetta voru ekki bestu memend- urnir okkar en standa sig samt mjög vel svo við getum verið ánægðir. Þetta er viðurkenning fyrir skólann og sýnir að við erum á réttri leið. Hvar stendur Les Roches miðað við aðra hótelskóla í Sviss? - Þetta er hættuleg spurning en miðað við þá svörun sem við höfum fengið frá hótelum, sem tekið hafa nema frá okkur, er Ijóst að menn eru ánægðir með þá og sækjast eftir að fá þá í starfsþjálfun. Ég held líka að skólinn sé Úr aöalveitingasalnum þar sem fimm hundr- uö nemendur boröa samtímis. Nemar í þjón- ustu leggja á borö og þjóna til borós. Hér verður allt aö vera kórrétt gert því kennarar fylgjast meö hverri hreyfingu þjónustunem- anna. Afleiöingin er sú aö mátíöin tekur heilan klukkutíma og er ekkert sældarbrauó fyrir þá sem eru aö boróa. sérstaklega góður á þjónustu- og eldhússvið- inu. Nemarnir gera sér Ijóst að þeir verða að byrja á botninum, þeir eru góðir starfsmenn og hafa góða undirstöðumenntun. Ég verð að viðurkenna að ég er ánægður og tel að við séum í hópi þriggja bestu hótelskóla Sviss. □ Úr heimavistinni. 24. TBL. 1992 VIKAN 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.