Vikan


Vikan - 26.11.1992, Síða 76

Vikan - 26.11.1992, Síða 76
SALARKIMINN SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR » SVARAR LESENDUM Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, sam- skipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlif og annaö þaö sem lýtur aö sálfræöi og sálfræöilegum vanda- málum. Bréfin mega vera nafnlaus eöa undir dulnefni. Utanáskriftin er: Sigtryggur Jónsson sálfræöingur, Álftamýri 3,108 Reykjavík Kæri sálfræðingur. Ég er í slæmum málum og langar að leita ráða hjá þér. Þannig er mál með vexti að ég er einhleyp og bý ein í eig- in íbúð, barnlaus og á besta aldri en held við giftan mann. Þetta er búið að standa í alltof virðist ekki geta það. Hann á tvö börn og lifir, eftir því sem hann segir, í tilbreyt- ingarsnauðu og leiðinlegu hjónabandi. Hann hefur oft talað um að skilja við konuna sína en virðist ekki geta það. Alla vega dregur hann það á Þess vegna finnst mér að ég sé í eins konar vítahring sem ég kemst ekki út úr. Mér finnst sambandið orðiö þrúg- andi og ég orðin háð því en er jafnframt með sektarkennd yfir því. Svo þori ég ekki al- mennilega að siíta því af ótta við aö verða einmana. Það er líka voða gott að finna að maður er elskaður öðru hverju. Eisku sálfræðingur, gefðu mér nú einhver ráð svo ég geti farið að lifa eðlilegu lífi aftur. Olla. langan tíma eða um það bil eitt og hálft ár. Ég hef nokkr- um sinnum reynt að slíta sambandinu en hann kemur alltaf aftur, segist sakna mín og elska mig svo mikið og ekki geta lifað án mín og alltaf tek ég við honum. í rauninni vil ég slíta sambandinu en langinn og ég er eiginlega hætt að trúa því að hann komi nokkurn tíma til með að gera þaö. Ég er heldur ekki viss um aö ég kæri mig um að hann geri það mín vegna enda er ég ekki viss um að ég vildi búa með honum. Áður var ég spennt fyrir honum og beið eftirþví að hann skildi og við gætum farið að lifa opin- berlega saman en nú kvíði ég jafnvel slíkum umræðum. Ég er löngu hætt að ýta á hann með að gera eitthvað í skiln- aðarmálum sínum. Áöur flýtti ég mér heim úr vinnunni og beið eftir því að heyra frá honum eða að hann kæmi, ef honum tókst að finna tíma til þess. Þetta varð til þess að ég missti marga vini enda gat ég ekki heldur rætt þetta viö þá. Leyndin hef- ur gert það að verkum að ég er nú mikið ein og er þess vegna líka hrædd við að slíta sambandinu af ótta við að verða einmana. Það hefur líka veriö reyndin þegar ég hef slitið því. Ég veit ekki hvaö ég á við tímann að gera. Það er orðið svo fast að ég fari beint heim eftir vinnu, sitji heima á kvöldin og bíði eftir honum að ég kann ekkert annað og verö því einmana þegar ég veit að það er ekki lengur von á hon- um eða hringingu frá honum. Kæra Olla. Víst er ég sammála þér þegar þú segir aö þú sért í slæmum málum. Samkvæmt því sem þú segir sjálf líður þér illa og langar til að gera eitthvað í málinu en ert jafnframt hrædd við það sem við tekur. Ég er sammála þér um að svo virð- ist sem þú sért orðin háð sambandinu. Sá grunur læðist einnig að mér að þú gerir þig almennt háða þeim sem elska þig af ótta við að missa af ást- inni. HVERJIR FARA í FRAM- HJÁHALDSSAMBÖND? Það er ef til vill nokkuð gróft að fullyrða að það sé einhver ákveðin tegund mannfólks sem leiðist út í föst framhjá- haldssambönd en þó eru á- kveðnir hlutir sem sameina slíka einstaklinga. í flestum til- vikum er um að ræöa sam- bönd þar sem maöurinn held- ur framhjá konu sinni með ó- giftri konu eða konu sem ekki er í sambúð, eins og í þínu til- viki. Hitt er auðvitað til að það sé gift kona sem heldur við ó- giftan mann eða tveir giftir einstaklingar haldi hvor við annan, það er þó held ég sjaldgæfara. Ekki veit ég þó um neinar rannsóknir á þessu. Ef við höldum okkur við að- stæður eins og I þínu tilviki og það sem ég held að sé al- gengast er grunur minn sá að maðurinn sé í flestum tilvikum ósjálfstæður, óáreiðanlegur, meö lítiö sjálfstraust og litla sjálfsvirðingu. Honum finnst í flestum tilvikum hann lifa I lé- legu hjónabandi og það sé konunni hans að kenna og hann geti ekkert gert í því. Oft finnst honum hann hafa lagt sig allan fram um að gera hjónabandið gott, lagt sig fram um að koma til móts við konuna sína og fjölskylduna en ekkert fá á móti. Honum finnst hann ekki metinn að verðleikum. Hann sér ekki þann veikleika sinn að hann gerir sig undirgefinn og ó- spennandi og óeftirsóknar- verðan með þessari hegðun, sem fyrst og fremst beinist að því að vonast eftir ást og um- hyggju í stað þess að fara beint og skilmerkilega fram á það - skilja síðan ef hann ekki fær þaö sem hann hefur þörf fyrir í hjónabandinu. Konan, sem tekur þátt í slíku framhjáhaldssambandi, er að mínu viti í flestum tilvik- um kona sem hefur mikla ást að gefa og er jafnframt í þörf fyrir mikla ást. Þetta er kona með stóran faðm og mikla umhyggju, kona sem ekki ger- ir kröfur en er að því leyti lík manninum að hún vonast eftir að ástin komi til hennar en finnst ekki sjálfsagt að hún sé elskuð. Vonin um ást magn- ast í því tilviki að hún finnur að hún getur gefið ást, vegna þess að þá aukast, að því er henni finnst, möguleikarnir á að maðurinn elski hana til baka. Oft sameinast þessir ein- staklingar í gegnum það að maðurinn fer að ræða vanlíð- an sína í hjónabandinu við konuna, hún sýnir honum um- hyggju og skilning og þau ná saman, oft í margra klukku- stunda samræðum um mikil- vægi gagnkvæmrar umhyggju og ástar í hjónabandi. Manninum finnst hann loks- ins hafa hitt einstakling, sem „skilur" hann og konunni finnst hún hafa hitt skilningsríkan, umhyggjusaman og ástríkan mann sem sé misskilinn og því geti hún veitt honum það sem hann ekki fær í hjóna- bandinu. HVERS VEGNA HELST SAMBANDIÐ? Stundum leiða slíkir fundir til skilnaðar mjög fljótt hjá mann-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.