Vikan


Vikan - 26.11.1992, Side 84

Vikan - 26.11.1992, Side 84
JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR INNSÆISNEISTAR FUÓTFÆRNI Fátt er leiðinlegra en hvers kyns flan og flaustur þegar kemur að samskiptum sem krefjast ann- ars konar og öllu hæglátari meöhöndlunar. Þau þarf jafn- vel aö ígrunda og skipuleggja af nærfærni og nákvæmni þess sem ekki óskar að valda sjálfum sér eða öðrum vand- ræðum bara vegna hvers kyns flausturs. Það er oftar en ekki aö við erum að takast á við menn og málefni sem taka á taugarnar og okkur getur fundist eins og hvers kyns töf geti kostað hugarangur og lé- iegar niðurstöður. Þegar þannig stendur á, er Ijómandi að fara fremur varlega í sak- irnar en að flýta sér um of. Málið er þó að sennilega borgar sig ef um er að ræða viðkvæma og vandmeðfarna aðstöðu okkar að golast ekki umhugsunarlaust áfram, fremur gefa hlutunum tíma og tækifæri. Margur hefur farið flatt á eigin fljótfærni til dæmis á prófum og bitið sig í handar- bakið á eftir. Það er miklu hyggilegra þegar verið er að vinna að úrlausnum hvers kyns verkefna að velta rólega fyrir sér mögulegum úrlausn- um, fremur en að láta í óða- goti augnabliksins eins og það skipti ekki máli að íhuga allar lausnir yfirvegaö og flausturslaust fyrirfram. Bráðræði er afar einkenn- andi fyrir þá sem eru alla jafna óþolinmóðir og óslööug- lyndir. Þeir brussast áfram og eru heldur lítiö að spá í hvaða afleiðingar hljótast af fram- kvæmdum þeirra og fram- komu þegar hún einkennist fyrst og fremst af fljótfærni. Oft kemur fyrir að viö segjum eitthvað við einhvern sem ork- aö getur tvímælis, vegna kannski ótæpilegrar hrein- skilni sem fylgir í kjölfarið. Þannig getum viö með óþarfa framhleypni komiö af stað mögulegu öngþveiti í hugum þeirra sem fyrir veröa. Þegar stofnað er til kynna við nýtt fólk er ágætt að áætla sér þó nokkuð góðan tíma til að nálgast viðkomandi og forðast eins og heitan eldinn að láta nokkurs konar skjótræði leika um tengslin fyrst framan af. Við eigum mun betra færi á aö sjá við- komandi einstakling út með fyrirvara þess sem flýtir sér hægt og um leiö tryggja frem- ur en ekki, að ekkert flan verði þess valdandi að við vanmet- um galla þessa nýja sam- bands. Flasfengið fólk, sem veður áfram í þeirri trú að það skipti ekki máli hvernig við nálgumst hvert annað, lendir oftar en ekki í vandræðum sem afleiðingu af óhugsuöu fljótræöi sínu. Síðan er sama fólk alveg hissa ef það fær ó- ánægjuviðbrögð frá þeim sem fyrir verða og þá fólki sem kýs nefnilega fremur að koma vilja sínum á framfæri með ögn meiri stillingu. Við ættum aö venja okkur á þýða og þægilega framkomu sem ekki felur í sér neins kon- ar flaustur eða framhleypni. Veljum því að láta hvers kyns fljótræði fjúka og minnumst þess að góðir hlutir gerast hægt. Bráðræði fjötrar fólk og veikir venjulega samskipti þess viö aðra. Stilling er prýði í fasi og framkomu fólks, en hvers kyns fljótræði löstur sem er leiöitamur og líklegur til að valda usla og hana nú. □ Frú Soffía setti auglýsingu í blöð- in og óskaði eftir húshjálp sem gæti sofið heima. Aöeins ein stúlka gaf sig fram og frú Soffía tók þegar til við að yfirheyra hana allnákvæmlega: - Þér kunniö að búa til mat? - Nei, frú, það kann ég ekki. - Þá hafið þér líklega æfingu í daglegri hreingerningu og al- mennum húsverkum? - Nei, frú, það hef ég ekki. - Kunnið þér að sjá um börn? - Nei, frú. - Drottinn minn dýri, hvað í ó- sköpunum getið þér þá, mann- eskja? - Ég get sofið heima! - Þú hefur aldrei kysst mig af þvílíkri ástríðu fyrr, Gústaf. Er það af því að það er svo dimmt? - Nei, þaö er af því að ég er ekki Gústi! Það var í svartaþoku við Ný- fundnaland að flutningaskip rakst á fiskiskip. Fiskiskipið sakaöi lítið en svo illa tókst til að þegar frakt- arinn var að bakka frá rakst hann aftur á fiskibátinn. - Fljótið þið ennþá? kallaði skipstjórinn á fraktaranum. - Já, það held ég, svaraði hinn rólega. - Ætlaröu að reyna einu sinni ennþá. Petra litla var komin á sjúkra- hús. Um kvöldið kom hjúkrun- arkonan og fékk henni hita- mæli. - Hvað á ég að gera viö þetta? spurði Petra litla. - Pú skalt bara stinga því upp í mylluna á þér, sagði hjúkrunarkonan brosandi og fór svo. Að fimm mínútum liðnum kom hún aftur til þess að sjá árangurinn en sá þá að Petra litla hélt enn á mælinum í hendinni. - Já, en hvers vegna hef- urðu ekki gert eins og ég sagði þér, Petra? - Af því að þú gleymdir að segja mér hvort það átti að vera vindmyllan eða vatns- myllanl FINNDU 6 VILLUR Finniö sex villur eöa fleiri á milli mynda Bunnplg -g ■jnQjæi qijsa jnjan uui66n|9 -g jnuuo nja |Q6uqcl!AS 'V eundej| e »es QueA jnjeq puog e isAejq jnjeq ubjjAjis 'Z 'Q!A llæP Q!jaA jnl0M !UJ|e[H ' I 84 VIKAN 24TBL. 1992
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.