Vikan


Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 93

Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 93
lega. Hin eru öll eldri." Smekkleysa gefur diskinn út, fyrsta útgáfa fyrirtækisins síðan Gling Gló kom út um jólin 1989. Kolrassa krókríð- andi er komin á samning hjá fyrirtækinu og þrátt fyrir mikla tregðu til að segja blaöamanni trá innihaldi hans sögðu þær þó að hann hljóöaði upp á eina plötu fyrir innanlands- markað innan árs en ein af á- stæðunum fyrir því að þær fóru í hljóðver til að taka upp Drápu var þrýstingur frá breska poppblaðinu Melody Maker. Útsendarar blaðsins sáu Kolrössu hér f sumar, hrifust af stelpunum og vildu fá efni með þeim sent til Bret- lands. Þær langar út. Eru kannski að spá í að skella sér næsta sumar ef allt gengu upp. Birgitta: „Drápa lýsir okkur mjög vel, er mjög svipuð því sem við hljómum á tónleikum. Við vildum ekki nota mikið af hljóðvers„trixum", vildum ekki gefa fólki ranga mynd af okk- ur. Drápan er eins og við erum. Hún er hrá.“ Sigrún: „Jón Skuggi orðaði þetta mjög vel. Hann sagði að platan væri einlæg, kæmi beint að fólki." Þær hafa undanfarið verið að semja nýtt efni til að losna við að „spila sömu gömlu lög- in“ eins og þær segja. Þær vilja sem sagt koma ferskar til leiks. Lokaspurning blaða- manns var hvernig þeim fynd- ist að vera orðnar þátttakend- ur í rokkbransanum. Birgitta: „Þetta er krefjandi en gaman og ef einhver metn- aður á að vera í þessu þá tek- ur það mikinn tíma." Sigrún: „Ég myndi alls ekki vilja snúa til baka, alls ekki vilja gera eitthvað annað, vera sundstjarna, rithöfundur eða eitthvað slíkt." Elíza: „Viö erum bjartsýnar á framtíöina, vonum að platan gangi vel. Og við viljum bara segja það að konur geta vel verið í þessum bransa, rétt eins og karlarnir." Birgitta: „Það er líka mjög ánægjulegt að við höfum frétt af nokkrum kvennasveitum eftir aö við byrjuðum. Það er hið besta mál." Að þessum orðum töluðum settust þrír sauðdrukknir við næsta borð og létu hátt. Það fór meira af blaðrinu í þeim inn á snælduna en spjalli stelpnanna. En það kom ekki aö sök, spurningalistinn var tæmdur. Klukkan var hálfsjö á þriðjudegi og þeir á perunni. Ótrúlegt þrek! □ Maðurinn sem var heilinn á bak við rosasveitina Pink Floyd, Roger Waters, hefur ekki átt sjö dagana sæla síð- an upp úr samstarfinu slitnaði þegar nokkuð var liðið á síð- asta áratug. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, The Pros and Cons of Hitchiking (1983), Radio K.A.O.S. (1987) og nú nýveriö kom út platan Amused to Death sem fékk ekkert stórkostlegar við- tökur gagnrýnenda. WATERS OG SINEAD Hann átti hugmyndina að því að setja The Wall, meistara- stykki Pink Floyd, upp í Berlín Sinead hin írska. Ekkí efst á vinsældalistnum hjá Waters. í júlí 1991 og fékk til liðs við sig margar poppstjörnur. Þeirra á meðal var Sinead O’Connor en í nýlegu blaða- viðtali lýsti Waters samskipt- um þeirra: „Það var mjög erfitt starf að skipuleggja uppsetningu Wall- tónleikanna en það var mjög gott að vinna með öllum; Bryan Adams, Van Morrison, Cindy Lauper, öllum nema Sinead O’Connor. Ég hef aldrei hitt nokkra manneskju sem er ámóta ófagmannleg og upptekin af sjálfri sér og Sinead. Það er f rauninni skelfilegt. Hún var mjög hrædd um ímynd sína vegna þess að hún hélt að það yrði svo lítið af ungu fólki á tón- leikunum. Nokkrum mánuðum eftir tónleikana, þegar platan var komin út, þá birtist hún í sjón- varpsviðtali í Bandarikjunum og lýsti frati á þetta allt sam- an. Henni hefði verið nær að þegja því með þessu var hún aðeins að spilla fyrir minning- arsjóðnum sem var settur á stofn í sambandi við tónleik- ana. Hún skilur ekkert, hún er bara fávís ung stúlka." WATERS OG FYRRUM FÉLAGAR HANS Í PINK FLOYD Árið 1983 kom The Final Cut út og er síðasta eiginlega Pink Floyd platan. Waters hætti eftir þetta en 1987 komu hinir þrír, David Gilmour, Nick Mason og Rick Wright, saman að nýju undir nafninu Pink Floyd. Og Waters fór í mál sem enn er ekki lokið. „Þegar „þetta fólk" kom saman undir nafninu Pink Floyd varð ég mjög niðurdreg- inn. Þeir urðu mjög glaðir. Eða urðu þeir glaðir? Spurðu ROGER WATERS ER EKKI PAR HRIFINN AF SINEAD O'CONNOR NÉ FYRRUM FÉLÖGUM SÍNUM í PINK FLOYD Félagarnir i Pink Floyd eins og þeir líta út núna. Frá vinstri: Rick Wright, Nick Mason, David Gilmour. þá. Ég meina, hvernig geta þeir stigið á svið og spilaö mín lög, lög af The Wall. Verk- ið er ádeila á Leikvangarokkið (enska: Stadium Rock) og þarna voru þeir, „Pink Floyd", aö græöa stórfé á að spila það á risastórum leikvöngum. Þeir hafa svikið málstaðinn. Gilmour og Mason eiga núna nafnið Pink Floyd. Þeir passa það eins og sjáaldur auga síns," segir Roger Waters og er greinilega svekktur og reiö- ur þessa dagana. □ ▲ Roger Waters er ekki hrif- inn af Sinead O’Connor, hvað þá fyrrum fé- lögum sín- um í Pink Floyd, sem hann segir hafa svikiö sig. 24. TBL. 1992 VIKAN 93 TEXTI: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.