Vikan


Vikan - 26.11.1992, Síða 106

Vikan - 26.11.1992, Síða 106
Allt gefiö i botn. Karlakór- inn Hekla aö taka lagiö. ar. „Mér dettur ekki í hug að snerta þær en það eru smá- sögur eftir hann sem mig langar að kvikmynda og þá sérstaklega ein,“ svarar hún en nú er það Karlakórinn Hekla sem á hug hennar. „Þetta verður jólamynd í Há- skólabíói og gott ef hún verð- ur ekki frumsýnd þann 19. desember eða á annan í jól- um. Það er ekki alveg ákveð- ið,“ bætir Guðný við. Talið berst nú að fyrri verkum leik- ► Hvaö er eiginlega aö gerast? Svipmynd úr Karla- kórnum Heklu. T Fríö er hún Ragnhildur Gísladóttir. Hún fer meó aöalhlutverkió í myndinni. um þeirra. Alls samanstóö tökuliðið af sjötíu manns. Tökur á myndinni erlendis gengu mjög vel fyrir sig og þakkar Guöný það ekki síst veðrinu. Þetta leiddi meðal annars til þess að framleiðsla myndarinnar varð ekki á eftir áætlun og í heildina segir hún myndina hafa verið tekna á sex til sjö vikum. En þrátt fyrir að myndin virðist hafa yfir sér dálítið alþjóðlegt yfirbragö tel- ur Guðný hana ósköp ís- lenska í sér. Engu að síður er hún framleidd í samvinnu við Svía og Þjóðverja og norræni kvikmyndasjóðurinn, þýskt kvikmyndafyrirtæki í Köln og evrópski kvikmyndasjóöurinn studdu gerð myndarinnar. - Ertu aö búa til kvikmynd sem allir aidurshópar kunna aö meta? „Já, vonandi. Þetta er skemmti- og tónlistarmynd og hún er ætluð fyrir alla aldurs- hópa. Þetta er kannski ekki unglingamynd og ekki barna- mynd en þetta er svona mynd þar sem allir geta fundiö eitt- hvað við sitt hæfi.“ - Hvað er þér minnisstæö- ast frá því verið var aö gera myndina? „Það er nú ekkert frekar en annað. Svíþjóðarparturinn er 1 e < ■ m M n B ■ 1 mér reyndar mjög minnis- stæður því það var svo gam- an aö vera á Skáni og við höfðum ágæta aðstöðu þar. Við vorum í gömlu stúdíói sem er í bóndabæ á Skáni. Það var skemmtilegasti part- urinn af upptökunum," svarar Guðný og þegar upp er staðið fannst henni gaman að standa í þessu. „Þetta var ó- sköp ágætt. Það rennur á mann æði þegar byrjað er að taka upp mynd, einhvers kon- ar tökuæði og svo er maður alveg hissa þegar það er búið. Þetta er eins og að fá kast. Maður gleymir því síðan að öllu yfirstöðnu," segir Guð- ný en fyrir skömmu fór hún til Þýskalands til að klippa myndina. Síðan tekur viö hljóðklipping sem tekur að- eins skemmri tíma en mynd- klippingin og segir Guðný að eiginlega sé myndin klippt í tveimur löndum. - Hvenær býstu viö aö gera næstu mynd? Guðný hlær við spurning- unni en segir síðan: „Guð minn almáttugur. Fyrst verður að Ijúka við þessa áður en maður fer að hugsa um þaö, áður en maður þorir að hugsa um þaö.“ Hún hefur staðið að myndum með gamansömu ívafi og langar til þess að halda áfram á sömu braut. En stóru sögurnar hans föður síns ætlar hún að láta ósnert- stjórans. „Ég hef bara leikstýrt tveim- ur kvikmyndum, þessari og Kristnihaldi undir Jökli. í hin- um myndunum (Skilaboö til Söndru og Stella í orlofi) skri- faði ég handritin og vann í framkvæmdastjórninni. Á milli mynda er maður líka að selja myndirnar og reyna að koma þeim á framfæri. Þaö er ekk- ert apparat sem stendur í því.“ Að því er Guðný segir kost- aði um 120 milljónir króna að gera myndina. Er hún farin að huga að kaupendum að myndinni utan Sviþjóðar og Þýskalands? „Nei, við erum nú ekkert farin að athuga það. Fyrst verðum við að Ijúka henni til að menn geti skoðað hana. En það er sænskt dreifingar- fyrirtæki sem hefur áhuga og við erum búin að fá, að ég held, dreifingaraöila í Þýska- landi og svo sér maður hvað setur.“ - Hvernig líst þér á þróun- ina í íslenskri kvikmynda- gerð? „Mér líst mjög vel á hana. Mér finnst gaman að þessum krökkum sem eru aö byrja, hvað þau eru brött. Þaö var komin smálognmolla en nú virðist allt vera komið á fullan skrið eftir að þessir stóru kvik- myndasjóðir komu til sögunn- ar sem eru nú ætlaðir til að sporna við amerískum stór- myndum. Það er verið aö reyna að halda i evrópska menningu." - Ertu yfirleitt hrifnari af evr- ópskum kvikmyndum en bandarískum? „Já, þó það sé Ijótt að segja það. Það er náttúrlega til fullt af góðum bandarískum kvik- myndum en mér finnst að evr- ópsku myndirnar séu betri í húmor og öðrum manneskju- legheitum og þær ná manni betur." - Hvar stundaöir þú nám? „Hjá sjónvarpinu get ég sagt þér, í Reykjavík og London. Ég var í kvikmynda- skóla í London eftir að ég hafði verið hjá sjónvarpinu í nokkur ár,“ svarar Guðný en hún nam við London International Film School. Hún kunni mjög vel við sig í London og fannst sér í lagi á- hugavert að kynnast fólki frá fjarlægum löndum, sérstak- lega vegna þess hve við Evr- ópubúar erum meira og minna ósköp svipaðir í hug- myndum, að því er hún segir sjálf. - Lagöir þú mesta áherslu á kvikmyndaleikstjórn og handritagerð í náminu eða voru aörir þættir sem vöktu á- huga þinn eins og klipping, framleiösla eöa kvikmynda- taka? „Nei, ég lagði mesta á- herslu á handritagerð en þetta er skóli þar sem nemendur verða að ganga í gegnum öll stigin í tveggja ára námi. Maöur verður að vera hljóö- upptökumaður, þarf að sjá um leikmynd og maður þarf að kvikmynda eina mynd og klippa aðra. Þetta er því ó- sköp verklegur skóli en svo, síðasta misserið gat maöur valið sér sitt svið.“ - Svona aö lokum, Guöný, hvaöa eiginleikum þarí leik- stjóri aö búa yfir til aö gera góöa kvikmynd? „Tja, ég held aö það sé að vera fær um að hafa heil- darsýn yfir viðfangsefniö. Fremst af öllu er að ná vin- skap við leikarana þannig aö leikarinn finni að maður treystir honum og öfugt. Þaö hefur mikið að segja að hafa gott samband við leikarana og gott samstarf við fólk." Þar með lauk spjalli okkar Guðnýjar. Leikstjórinn sneri sór síðan að því sem gera þurfti - fullklára nýja íslenska söngva- og gamanmynd svo að landsmenn geti séð hana á stóra hvíta tjaldinu f Há- skólabíói um jólin. 1 06 VIKAN 24. TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.