Vikan


Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 114

Vikan - 26.11.1992, Blaðsíða 114
Pictures sem framleiðir þessa og hefur hún verið sýnd að undanförnu í Stjörnubíói. Myndin greinir frá tölvugraf- íkhönnuðinum Allie sem leikin er af Bridget Fonda. Stúlkan sú hefur lent upp á kant við unnusta sinn og því er hann fluttur út úr íbúðinni hennar. Hún afræður síðan að augiýsa eftir leigjanda því hún hræöist að vera ein í stórri íbúð. Leigj- andinn, sem hún velur, heitir Hedy og er leikin af Jennifer Jason Leigh. Sú er ekki öll þar sem hún er séö. f fyrstu virðist allt vera í stakasta lagi. Þeim tveimur kemur vel sam- an og húsráðandi telur sig hafa fengið himnasendingu, sem sé fyrirmyndarleigjanda. Skjótt skipast þó veður í lofti. Hedy reynist býsna yfirþyrm- andi og vill ráða yfir Allie I einu og öllu. Hún ætlar sér meira að segja að eiga hlutdeild í kærasta Allie þegar hann snýr aftur til hennar. Hvað veldur svo þessu ráðslagi og geðveilu hjá Hedy? Persónuleiki hennar er truflaður vegna þess að hún hefur misst tvíburasystur sína og þar sem Allie er sviplík henni í háttum og yfirbragði vill hún láta sem Allie sé systirin sem þarf að vernda og passa. Hedy vill líka deila öllu meö Allie. Spenna hleðst upp og til heiftarlegra átaka kemur þar sem aöeins einn einstak- lingur kemst lífs af. Meira verður ekki sagt um Single White Female en þetta þykir vel hepþnuð sálfræðispennu- mynd. Leikstjórnin þykir lýta- laus, samleikur leikkvennanna 4 Glæsi- leg er hún, ekki satt? Leikkonan Anne Archer. ► Julie Walters í myndinni Just Like a Woman. hefur veriö lofaður í hvívetna og handritið þykir vei samið. Barbet Schroeder, leik- stjóri Single White Female, mun nú vera að vinna að mynd sem heitir The Killing eða Drápið og er sögð skipuð Mickey Rourke og Christine Lahiti (Housekeeping, Runn- ing on Empty). Auk þess er framundan mynd sem kölluð er Before and After og grein- ir frá hjónum sem þurfa að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir þegar sonur þeirra er sakaður um morð. Hugsanleg í aðalhlutverkið í þeirri mynd er óskarsverð- launahafinn Meryl Streep. TVÆR LEIKKONUR í NÆRMYND Anne Archer er falieg, tígu- leg og fönguleg leikkona sem við sáum síðast í Patriot Games sem hefur verið sýnd að undaförnu í Háskólabíói og er án efa ein magnaðasta spennumynd þessa árs. Harrison Ford er hreint út sagt magnaður í hlutverki Jacks Ryan. Anne Archer lék líka á móti Gene Hackman í Narrow Margin (1990) sem sýnd var í SAM-bíóunum fyrir einu og hálfu ári. Best er hún þó þekkt fyrir hiutverk sitt í myndinni Hættuleg kynni eða Fatal Attraction (1987) sem skaut henni á toppinn. Anne Archer hefur reyndar verið viðriðin kvikmyndum síðan 1970 og fyrsta myndin hennar var mynd meö Jon Voight sem heitir All American Boy. Móðir hennar var 4 Meðan allt lék í lyndi. Singlc White Femaie. Grensásvegi10 - þjónar þér allan sólarhringinn Hollywoodstirni, Marjorie Lord, fræg stjarna á fimmta áratugnum. Auk þess var faðir hennar fræg Hollywood- stjarna, John Archer hét hann. Anne Archer fékk vand- að uppeldi, lærði dans og söng og gekk í háskóla þar sem hún nam leiklist. Hún er nú 45 ára gömul og býr með íþróttafréttaritaranum Terry Jastrow. Hún á líka tvo syni. í sameiningu eiga hjónin kvik- myndaframleiðslufyrirtæki. Hún safnar líka listmunum og hefur samhliða kvikmyndaleik leikið í sjónvarpsþáttum eins og Falcon Crest, Hawaii-5-0 og Ironside. Hún hefur sér- lega gaman af að leika í list- rænum kvikmyndum eins og Love at Large sem er ekki dæmigerð afþreyingarmynd, gerð af leikstjóranum Alan Rudolph og var sýnd í Stjörnubíói. Anne Archer hefur nóg að gera. Hún leikur í Nails eða Nöglum með leikaranum Dennis Hopper. Síðan hefur hún leikið í Family Prayers með Joe Mantegna (Homi- cide) og Body of Evidence með Willem Dafoe (White Sands, Wild at Heart) og söngkonunni Madonnu. Anne Archer er greinilega rísandi stjarna. Julie Walters sló rækilega í gegn í myndinni Educating Rita (1983) þar sem hún lék á móti öndvegisleikaranum Michael Caine. Síðan hefur hún leikið í myndum eins og She Is Wearing Pink Pyjamas, Personal Service, Car Trouble og Stepping Out svo dæmi séu nefnd. Nú hefur hún hins vegar leikið í mynd sem hefur hneykslað Breta upp á síðkastið. Er um að ræða myndina Just Like a Woman þar sem Julie Walt- ers leikur fertuga skrifstofu- konu sem verður ástfangin af ameriskum bankastarfsmanni í Lundúnum. Það sem hins vegar flækir málin er að hann er klæðskiptingur. Á daginn er hann Gerald, vel þokkaður bankastarfsmaður. Þegar kvöldar breytir hann sér í næt- urdrottninguna Geraldine. Persóna Julie Walters held- ur síðan aö Gerald eigi sér viðhald því eitt kvöldiö sér hún glæsilega konu koma út úr íbúðinni hans. Hún gerir sér ekki grein fyrir aö þetta er Gerald I kven- klæðum. Mikið er um funheit- ar ástarsenur í myndinni. Ger- ald eða Geraldine útskýrir þetta síðan fyrir konunni og hún fellst á þessa hætti hans því hún er yfir sig ástfangin af honum og á ástin sér því eng- in takmörk í þessu lífi. Þess má geta í þessu sam- bandi að samkvæmt könnun, sem gerð var á Bretlandseyj- um fyrir nokkru, eru 95 pró- sent klæðskiptinga vel giftir og eiga börn og hana nú. Á þessi mynd, Just Like a Wom- an, eftir að hneyksla landann eður ei? Það kemur væntan- lega í Ijós. FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.