Vikan


Vikan - 06.05.1993, Page 18

Vikan - 06.05.1993, Page 18
Fjölskyldan á Smyrfabjörgum. F.y.: Sigurbjörn, Heiöa, Birna, Jóhanna, Laufey og Helgi Berg. þá. Áriö 1981 kom í Ijós aö það var hrútur sem gaf svona mikla frjósemi, allar ær undan honum reyndust þrílembdar. Síöan hefur þetta verið að aukast. Þrílembingarnir virðast ekki drepast neitt frekar en tví- lembingarnir, þeir virðast yfir- leitt fá nóg. Ef svo reynist ekki þá reynum við að venja eitt lambanna undir aöra rollu. Ég heföi ekki trúað því fyrr en ég sá það með eigin augum að sumar rollurnar hér mjólka það mikiö að til vandræða horfir ef þær eru bara með tvö lömb. í flestum tilvikum geng- ur þetta mjög vel. Auðvitað kallar þetta á meiri vinnu en ella um sauðburðinn. En það er eins og annað aö fólk venst aðstæðunum þegar búið er að skófla þessu upp og verð- ur hæfilega kærulaust. Fyrstu þrjú árin var Sigurbjörn ekki viðmælandi, hann bara svaf og vann. Það er gaman að horfa hér út á tún á vorin þegar kannski þrjátíu rollur eru þar með þremur lömbum hver." Það eru ýmsar skýringar á því hvers vegna fæðingum hefur fjölgað svo skart f Reykjavík að undanförnu. Stefnan hefur verið sú að fá sem flestar konur utan af landsbyggðinni til að fæða börn sín á Landspítalanum. Það hefur verið stöðugur þrýstingur lækna í þá veru. Ástæðan er sú að í Reykjavík er aðstaðan best og öryggið mest. Við höfum haft þá reglu hér að leyfa sængurkonum að fara heim á öðrum eða þriðja degi ef þær hafa viljað og allt er með felldu. Þá förum við heim til þeirra og fylgjumst með þeim þá daga sem þær myndu ella liggja á fæðingar- heimilinu. Mér finnst mjög eðlilegt að leyfa konum að fara fyrr heim ef hægt er að tryggja þeim eftirlit Ijósmæðra í heimahúsum. Þetta er alveg eins og með skepnurnar, því fyrr sem þær rísa á fætur eftir burð þeim mun betur standa þær sig. Því fyrr sem konan fer á fætur því betur gengur þetta allt saman. Okkur móður minni gengur vel að vinna saman. Það er svo ríkt í öllum Ijósmæðrum, held ég, aö fylgjast með þeg- ar fæðing er í gangi og maður er ekki með konuna sjálfur. Þá hringi ég og spyr mömmu og hún gerir það líka þegar hún er í fríi. Fyrir kemur að við þurfum að fara með konu til Reykjavíkur ef eitthvað kemur upp á sem maður hefur ekki átt von á. Þá er ekkert annað að gera en treysta á sjúkra- flugið frá Egilsstöðum, þeir hafa verið mjög hjálpsamir og liðlegir. Stundum hefur Sigur- björn ekki hugmynd um það fyrr en ég hringi til hans úr Reykjavík og segist vera þar stödd í glampandi sól þó svo að rignt hafi heima þegar ég fór af stað. Yfirleitt skila þeir manni heim aftur strax og konan er komin í örugga höfn. Maður þarf að vera tilbúinn hvenær sem er.“ - Þú ert bæöi bóndi og Ijósmóðir. Heldur þú aö meira sé um erfiðar fæöingar en áöur. Það er að minnsta kosti meira haft við núna en áður af skiljanlegum ástæðum. Eins er það þegar kýr bera, þá er gjarnan kallað á dýralækni - er það vegna þess að burður- inn sé orðinn þeim erfiðari en áður? „Það er orðið miklu minna mál að kalla til dýralækni heldur en áður fyrr, dýralækn- um hefur fjölgað og þeir eru fljótari í förum en áður. Ég held að þetta komi samt til af því að við viljum fá bæöi kúna og kálfinn heil á húfi í þennan heim. Það sama á sér stað hjá móður og barni, þau vilj- um við fá heil og gerum allt til þess að svo megi veröa. Áður fyrr var það Guð sem réö því hvort fæðing tókst vel eða illa og hvort kálfurinn kom lifandi eða dauður. f búskapnum er þetta líka spurning um fjár- muni, auðvitað er það mikill skaði aö missa kú, þess vegna er kallað á dýralækni ef maður hefur minnsta grun um að ekki sé allt með felldu. Slíkt er aftur á móti sjald- gæfara þegar kindur eiga í hlut.“ 70 ÆR ÞRlLEMBDAR - Þið eruð með tuttugu kýr og þrjú hundruð kindur en hafið orðiö fyrir töluverðri skerðingu á síðustu árum. Einhver gárunginn hefur sagt að henni hafið þiö mætt meö því að auka frjósemina og hafa æ fleiri rollur þrílemdbar á vorin. „Það er feiknarlega frjósamt fé hérna hjá okkur, yfir sjötíu ær árlega þrílembdar. Það er því oft mikið aö gera í sauö- burðinum þó svo að rollunum hafi fækkað. Okkur er sagt að þetta sé einsdæmi í heimin- um. Tengdaföður mínum voru gefnar tvær gimbrar af manni sem var aö hætta að búa þegar hann hóf búskap 1945. Út af annarri gimbrinni er þessi frjósemi komin. Fyrst í stað bar lítið á þessu og að- eins fáar ær voru svona frjósamar. Fyrir tiltölulega fáum árum var farið aö veita þessu athygli og vissulega þótti þetta sérstakt en aðeins fáar ær voru af þessum stofni FJÓSI OG HLÖÐU BREYTT í HÓTEL - Vegskiltið ykkar bendir til þess að hér fari ýmislegt ann- að fram en hefðbundinn bú- skapur. „Til þess að mæta skerð- ingunni í búskapnum brugð- um viö á það ráð aö fara út í ferðaþjónustu og tókum því í gegn gamla íbúðarhúsið hér fyrir neðan, þar sem afi og amma Sigurbjörns bjuggu. Þau fluttu austur á Höfn ásamt tveimur sonum sínum og þá stóð húsið þeirra eftir en það var byggt árið 1937. Við ætluðum bara að mála það að innan og utan og héld- um jafnvel að ekkert meira þyrfti að gera, það væri aö minnsta kosti ekki aðkallandi. Þetta vatt heldur betur upp á sig. Við settum okkur í spor ferðafólks og spurðum okkur að því hvernig við vildum að aðkoman væri. Við fengum góðar ráðleggingar hjá ná- grönnum okkar sem rekið höföu ferðaþjónustu og eins leituðum við til skrifstofu Feröaþjónustu bænda. Húsa- kynnin þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði ef fólk vill starfa undir hennar merkjum, til dæmis hvað varðar bruna- varnir, rúm, snyrtingu og ýmislegt fleira. Kröfurnar eru strangar sem betur fer og settar til þess að farið sér eftir þeim því vissulega er verið að selja mjög ákveðna þjónustu, 18VIKAN 9. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.