Vikan


Vikan - 06.05.1993, Side 22

Vikan - 06.05.1993, Side 22
Hin ýmsu andlit Hildar Rúriks. - Ung kona á uppleiö í vióskiptalífinu - eöa hvaö? Dularfull og til alls vís. vikum er þaö Screen Actors Guild (SAG - félag kvik- myndaleikara) sem vegur þyngst. Til að veröa gjaldgengur í SAG þarf viðkomandi aö hafa leikið hlutverk meö texta í bíö- mynd, sjónvarpi eöa auglýs- ingu á vegum aöila sem er samningsbundinn SAG. Þá þarf aö borga innritunargjaldiö sem er sextíu þúsund íslensk- ar krónur, takk fyrir! Fyrir þann sem nýkominn er úr námi er næstum ógerningur aö veröa sér úti um þetta SAG-kort án þess aö hafa umboðsmann. Þetta er því sannkallaður vítahringur. Aö gamni má geta þess aö í Los Angeles einni eru um fjörutíu þúsund leikarar á skrá hjá SAG og áætlaö aö um sextíu þúsund manns séu aö berjast um aö komast inn sem félagar! Samkeppnin er því gífurleg og fer harönandi. Færri kvikmyndir eru fram- leiddar meö hverju árinu og fjármagn til kvikmyndagerðar fer minnkandi. Allir leikarar, jafnt stórir sem smáir, súpa nú seyðið af því. Samkeppnin er því ekki bara meðal ungu leikaranna heldur þurfa nú jafnt þeir ungu sem gömlu aö hafa sig alla viö til aö ná í góö hlutverk. Þaö segir til dæmis sína sögu aö af sjötíu nem- endum, sem útskrifuðust með mér, hefur aöeins einn fengið eitthvaö verulegt aö gera og er orðinn þekktur hér úr sjón- varpsþáttunum Sisters. Afleiöingin er sú að stórleik- arar hafa lækkað verulega í launum og þaö sem meira er, litlu hlutverkin, sem áöur féllu yfirleitt ungum og óþekktum leikurum í skaut, eru nú um- setin af stærri nöfnum. Ekki bætir úr skák að þrátt fyrir allt tal um kvennabaráttu er ótrú- legur skortur á góöum kven- hlutverkum og flest handrit eru enn þann dag í dag skrif- uð meö karlmenn í aðalhlut- verkum. Þaö er því ekki tekið út með sældinni aö bíöa eftir stóra tækifærinu og ekki nema stórstjörnurnar sem lifa í vellystingum. Meðallaun leik- ara í Hollywood eru hins veg- ar talin vera aöeins hundraö og tuttugu þúsund krónur á ári! Það segir sig auðvitað sjálft aö enginn lifir á slíkri hungurlús einni saman. Það þarf því ótrúlega þrjósku, ásetning og erfiði til aö halda vitinu þar til eitthvað gerist. Oftast er því hyggilegast aö láta viöskiptavitiö ráöa ferö- inni og halda leiklistinni fyrir utan þvi oftar en ekki ræöur peningalyktin feröinni hér í bæ. Hvaöa nafn halar inn, hvaða „týpa“ selur og svo framvegis? Hollywood gengur út á „týpur" þessa dagana. Maður kemur kannski inn í prufu og oft kemur í Ijós á sömu sekúndu og ráðningar- stjórinn ber mann augum að maður er ekki „týpan“ sem hann er aö leita aö. Leikari festist því gjarnan i sömu rull- unni og sumir auövitað alla ævi eins og dæmin sanna, oft vegna þess að sá sem velur í hlutverkin hefur ekki ímynd- unarafl til þess aö sjá þann hinn sama nema sem eina ákveöna manngerð, oft á tíö- um þaö sem viðkomandi lék síðast. Þetta er sérstaklega áberandi í sjónvarpsþáttum eins og til dæmis Melrose Place og Beverly 90210. Þar er oft um algjörlega ómennt- aöa leikara aö ræöa sem eru þó réttu manngerðirnar, meö rétta útlitið. Umboðsmenn leita þessar týpur oft uppi á módelskrifstofum. Þær eru síðan sendar í kvöldskóla til aö læra undirstöðuatriðin í leiklist!" Á degi hverjum fá umboös- skrifstofur í Hollywood tugi mynda af ungum leikurum sem eru að reyna aö koma sér á framfæri. Ragnhildur segir það vera kost aö einnig skuli vera teknar prufur þar sem leikarar fái aö spreyta sig á hlutverkum en ekki sé þó alltaf fariö eftir settum reglum því oft sé jafnvel þegar búið aö ráða í hlutverkin. „Þetta er búiö aö vera hörkupúl en mjög góður skóli sem ég vildi ekki fyrir nokkurn mun hafa misst af. Nú loksins eftir mikla vinnu finnst mér aö hjólin séu farin aö snúast hjá mér. Stuttu eftir útskrift fékk ég hlutverk í nokkrum sjón- varpsauglýsingum, þar á meöal tveim auglýsingum fyrir MTV (Music Television). Þaö voru auglýsingar sem báru nafnið „Rock the Vote“, ein- hvers konar herferö til aö hvetja ungt fólk til að kjósa í 22 VIKAN 9. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.