Vikan


Vikan - 06.05.1993, Side 58

Vikan - 06.05.1993, Side 58
Variö ykk- ur, Super- man og Batman. Loft- steina- maöurinn er kominn. LOFTSTEINAMAÐURINN Nú mega Batman og Super- man fara að vara sig. Svartur kynbróðir þeirra er kominn fram á sjónarsviðið, Loft- steinamaðurinn eða The Meteoer Man sem Robert Townsend leikur (Hollywood Shuffle). Hann er sárasaklaus kennari sem verður fyrir broti úr loftsteini. Örlítil steinflaga úr risastórum loftsteini gerir þennan venjulega kennara að sannkölluðu ofurmenni. í myndinni leika auk Townsends þeir Bill Cosby og James Earl Jones (The Hunt for Red October, Patriot Games). RÍSANDI SONUR Wesley Snipes og James Bond leikarinn Sean Connery leika í kvikmynd sem á eftir að vekja mikla athygli. Hún fjallar um ítök japanskra stórfyrir- tækja í Bandaríkjunum. Japan- ir eru að kaupa upp amerískan stóriðnað. Myndin snýst líka um iðnaðarnjósnir og morð- mál. Bandarísk kona finnst myrt ( japönsku stórfyrirtæki sem hefur starfsemi sína í korn í Las Vegas sem eru í mikilli fjárþröng. Robert Red- ford leikur auðugan iðnjöfur sem býðst til að borga eigin- manni Demi Moore eina milljón dala fyrir að fá að sænga hjá eiginkonu hans. Myndin þykir erótísk og spennandi. KONA FORSETA Dave er nýjasta mynd Ivans Reitman (Twins, Kindergarten Cop) sem hér teymir Kevin Wesley Snipes og Sean Connery í Rising Son. Bandaríkjunum. Connery og Snipes leika tvo lögfræðinga sem taka að sér morðmálið og fletta ofan af stórri svikamyllu. Myndin er byggð á metsölu- skáldsögu Michaels Crichton og verður að öllum líkindum sýnd í Sambíóunum fljótlega. Meðal leikara í þessari mynd er Harvey Keitel en hann sáum við síðast í Reservoir Dogs og Bad Leutenant. Leikstjóri Rising Son er Philip Kaufman sem á að baki myndir á borð við Invasion of the Body Snatchers (1978) og Henry&June (1990). Demí Moorc f Indecent Proposal. STÚLKAN MEÐ VISKÍRÖDDINA Demi Moore, snótin dökk- hærða sem ekki lék ástaratrið- in með Tom Cruise ( A Few Good Men, mynd Robs Rein- er, hefur nú leikið í myndinni Indecent Proposal undir leik- stjóm Adrians Lyne (Fame, Fatal Attraction, Jacobs Ladder). Robert Redford leik- ur þar l(ka og Staupasteinsleik- arinn Woody Harrelson að auki. Leikur hann eiginmann Demi Moore en þau eru hjóna- Kline og Sigourney Weaver saman í ærslafenginni grín- mynd. Sigoumey Weaver leikur forsetafrúna og Oliver Stone fer með hlutverk fréttamanns. Myndinni er spáð mikilli vel- gengni enda hefur Ivan Reit- man ekki brugöist bogalistin til þessa. FRUMSKÓGABÓKIN Walt Disney ætlar að kynna á ný eina þekktustu teiknimynd allra t(ma, The Jungle Book sem áhorfendur sáu síðast ( Gamla blói. Teiknimyndin er byggð á smásögum breska ævintýrakappans Rudyards Kipling. Hún verður sýnd í Sambíóunum. Það þarf ekki að fjölyrða um söguþráðinn en fullyrða má að hvorki ungir né aldnir verði sviknir af söngvum og uppátækjum dýranna í frumskóginum. Þetta er gullfal- leg teiknimynd - ekki láta ykkur vanta. NÆST EDEN Sigurjón Sighvatsson hjá Propaganda Films gerði í fyrra spennumynd sem hlaut titilinn Close to Eden. Þetta er hörkuspennandi tryllir með Melanie Griffith, John Pan- kow og Eric Thal og er hún í leikstjóm hins virta leikstjóra Sidney Lumet (Q&A). Melanie Griffith leikur lögreglukonu sem rannsakar dularfullt morð sem framið hefur verið ( Hassidic gyðingasamfélaginu f New York. Myndin verður sýnd í Regnboganum áður en langt um líður. □ 58 VIKAN 9.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.