Vikan


Vikan - 15.07.1993, Qupperneq 31

Vikan - 15.07.1993, Qupperneq 31
I Flestir kannast viö aö bregðast við lykt á mjög „hreinskilinn" hátt. Ef við finnum fýlu eða ólykt grettum við okkur og snúum okkur undan. Ef við hins vegar finn- um góðan ilm eða angan reynum við að fá eins mikið af honum og við getum með því að draga djúpt andann og nálgast uppsprettu lyktarinn- ar. Þessi viðbrögð eru nánast alltaf ósjálfráð og virðist ekki eins auðvelt að leiða þau hjá sér og annað, til dæmis fallegt sólarlag (sjón) eöa fallega tónlist (heyrn). Það er undarlegt að hugsa til þess hversu ólíkt lyktar- skynið er öðrum skynfærum okkar ef miðað er við „hrein- leika". Oft kemur fyrir að við ruglum saman til dæmis líkum litum, eins og mosagrænu, dökkgrænu, svargrænu og svo framvegis. Það gerist oft- ast ef við höfum ekki til hlið- sjónar þá fyrirmynd sem við erum að leita að. Berum við hins vegar saman „lyktróf" (eins og litróf fyrir liti) í lyktar- minningum okkar er lítil hætta á að við ruglum saman til að mynda bensín-, aceton-, spritt-, terpentínu- eða dísil- olíulykt þótt lyktin sé svipuð. Þessa aðgreiningu geymum viö töluvert skýrar í minni okk- ar en aðgreiningu annarra skynjana. Það á við um sjón- skyn, heyrnarskyn (ruglumst á hljóðum), snertiskyn (til dæm- is hiti/kuldi). Helst er það bragðskynið sem kemst næst lyktarskyninu enda eru þau skynfæri nátengd. Þrátt fyrir þessa yfirburði lyktarskynsins virðist þetta skynfæri, sem er staðsett f miðju andliti okkar, ekki skipa háan sess í huga okkar þegar viö berum skynfærin saman. Nefið gegnir ef til vill æðri til- gangi en okkur grunar. Nýjar rannsóknir benda til þess að lyktarskynið verki sterkar á til- finningar og andlega líðan en áður hefur veriö talið. Við höf- um aflaö mjög mikillar þekk- ingar um sjón, heyrn, snerti- skyn og jafnvel um bragðlauk- ÓSÝNILEGU ÁHRIFIN ana en erum nánast að byrja að skilja hvernig lykt - ilmur - fnykur - angan eða hvaða nafn sem við viljum gefa þessari skynjun verkar á okk- ur. Lykt, sem berst til okkar, skynjum við með „móttöku- himnu“ í nefinu. Móttakan sendir upplýsingar til svæðis í heilanum sem nefnist „limb- íska kerfið'* og gegnir lykilhlut- verki í að stýra þvf að líkam- inn starfi eðlilega og stjórna tilfinningum. Lyktarskynið er eina skynfærið sem verkar „beint“ á þetta svæði heilans og það bendir til þess að þessi skynjun sé næst frum- eða grunnskynjun okkar. Þótt hin skynfærin nái líka til „limb- íska kerfisins" fara þau boð öll fyrst f gegnum síu eða „rit- skoðun" í öðrum svæðum heilans. Lyktin krefst aftur á móti viðbragða strax! Nýlegar rannsóknir hafa einnig leitt í Ijós að hægt er að auka árvekni meö lykt af pip- armyntu og blómailmi af „lilj- um vallarins". Það er augljóst notagildi af þessum niðurstöð- um til dæmis fyrir langferða- og vörubifreiðarstjóra og fólk í fleiri störfum sem geta verið nokkuð tilbreytingarlaus en krefjast samt sem áöur ár- vekni. Mörg japönsk fyrirtæki hafa gengið skrefi lengra í þessari umræðu og tölvuvætt loftblöndun í loftræstikerfum vinnustaöa til að minnka streitu og ná þannig meiri af- köstum hjá starfsliðinu. Tölvufyrirtæki nokkurt í Japan náði aö minnka villu- fjöldann hjá starfsfólki um tutt- ugu og eitt prósent með því að blanda lavenderlykt í loft- ræstikerfi skrifstofunnar og bætti um betur þegar notaður var ilmur jasmínblóma, þrjátíu og þrjú prósent færri villur. Bestur árangur náðist þegar notaður var frískandi sítrónu- ilmur því þá urðu villur fimmtíu og fjögur prósent færri en við venjulegar aöstæður. Það vekur reyndar enga furðu að Japanir skuli vera svona fljótir aö taka upp þessa nýjung því forn hefð er fyrir lyktarmeðferð til lækninga í Japan, Kína og víðar í Asíu. Þess háttar meðferð eða lækning á margt sameiginlegt með til dæmis nálarstungu- lækningum eða svæðanuddi ( þeim skilningi að sjúklingurinn er meðhöndlaður sem heild en ekki bara sem líkami sem þarfnast viögerðar. Þeir sem stunda slíka lyktarmeðferð eða ilmolíumeðferð, eins og sagt er á fagmáli, halda því fram að olíur og safar úr plöntum, trjám, kryddjurtum og blómum geti aukið vellíðan fólks og jafnvel orðið til þess að lækna það af ýmsum kvill- um. Ilmolíumeðferð felst í því að ilmolíum er núið í hörundið, þær settar í baðvatnið eða skálar með heitu vatni til inn- öndunar. Ekki er mælt með inntöku á ilmolíum því þær eru taldar of sterkar fyrir slím- húð meltingarfæranna. Slík meðferð á sér mjög gamla hefð í Kína, Japan, þekktist hjá Forn-Egyptum, meðal indíána í Norður- og Suður- Ameríku og minnst er á notk- un ilmolíu til lækninga í Nýja testamentinu, í sögunni um miskunnsama Samverjann. Vitað er að lykt af lavender og kamillu er slakandi og linar streitu, olía unnin úr sftrónu- berki og jasmín verkar frísk- andi og lykt af greninálum og eucalyptus (notað í hálstöflur) er einnig hressandi. Enn vant- ar samt „vísindalega“ stað- festingu á ofangreindum verk- unum þó að meðferðin sé víða notuð á heilsuhælum í Sviss, Frakklandi og Þýska- landi. í nýlegum rannsóknum í Bandaríkjunum hefur verið sýnt fram á að lyktarskynið er mjög virkt í svefni. Aukin starf- semi heilaboða og aukin hjartavirkni hefur mælst þegar sofandi fólk er látið finna ýms- ar tegundir af lykt. Fáar lyktar- tegundir hafa fundist sem beinlínis stuðla að svefni en ilmur af blóminu heliotrope (vanillu/möndlulykt) virkar frekar róandi og einnig lyktin af eplabitum með kanil! Marg- ar lyktartegundir, sem við virðumst oft ekki taka sérstak- lega eftir í daglegu amstri, ýta undir streitu, til dæmis máln- ingarlykt, útblástur frá bílum og fleira. Samhliða þessum uppgötv- unum hefur komið í Ijós að sumar byggingar eiga með réttu skilið nafnbótina veik- indabyggingar því að hönnun þeirra er með þeim hætti að hringrás lofts er slæm og loft- ið í þeim verður smám saman að efnasúpu sem er mjög líf- laus og veldur streitu. Ein áhrifamesta lýsing sem til er á hvers konar verkun lykt hefur á mannskepnuna birtist í skáldsögunni llminum eftir Patrick Susskind. í bókinni er rakin saga Jean Baptiste Grenouille sem hefur ofurskyn á lykt og hvernig ævi hans mótast af þessari ofurskynjun. Þetta var á tímum Loðvíks 14. í París en í þá daga var til siðs að úða yfir sig ilmvatni ef til dæmis svitalykt eða önnur líkamslykt var orðin of áber- andi. Einnig einkenndist um- hverfið af mikilli klóaklykt þar sem skolpræsin lágu opin um göturnar og helstu samgöngu- tækin voru hestvagnar með tilheyrandi úrgangi frá hest- um. Dýr voru flutt lifandi á markað, oft slátrað við búðar- borðið og innyflum fleygt í áð- urnefnd ræsi. Ef einhver hefur litið þessa tíma í París ■ sem öðrum e\/r~ ópskum borgum - í rómantísk- um hillingum ber að hafa f huga að okkur hefur miðað tölu- vert hvað hrein- læti varðar. □ TEXTI: FRIÐRIK ORN CLAUSEN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.