Vikan


Vikan - 15.07.1993, Page 32

Vikan - 15.07.1993, Page 32
TEXTI: STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR T Clyfada-ströndin, stærsta sandströnd á eynni. Á Korfu vex mikið af villiblómum sem gefa umhverfinu Iff og lit. Hitinn lagðist yfir mig eins og þykk værðar- voð um leið og ég steig út úr flugvélinni. Litlar svita- perlur renndu sér fótskriðu niður eftir hryggsúlunni á göngunni inn í flugstöðvar- bygginguna og kitluðu mig ónotalega. Ég kunni ekki við að vaða ofan í buxnastrenginn til að klóra mér en reyndi eftir bestu getu að nudda mjó- hrygginn gegnum gallabux- Úr skeljasafninu i Benítses. Pabbi og mamma töltu á und- an mér og Evu systur minni með fjörglampa viljugra túr- hesta í augunum. „Ooo! Sjáiði hvað þetta er fallegt," hvíaði mamma og pabbi kumraði svar sem ég heyrði ekki. Þessar og fleiri álíka at- hugasemdir brúuðu bilið milli okkar og rútunnar og loks renndum við af stað. Ég var þreyttur eftir flugið og gat ekki um annað hugsað en að kom- ast í sturtu f íbúðinni okkar. Ég var líka svangur en fyrst og fremst lá á að komast úr buxunum og bolnum í eitt- hvað léttara og meira viðeig- andi. Rútan hafði varla náð að stansa fyrir ofan hótelið þegar ég var kominn út og hlaupinn niður veginn. Pabbi og mamma siluðust á eftir en fljótlega var búið að opna og renna töskunum inn fyrir. Ég hentist ( sturtuna en þegar ég steig út í stuttbuxum og erma- lausum bol var skollið á svartamyrkur. Mamma og pabbi biðu til- búin við dyrnar en systir mín var hlaupin út á tröppur. „Bíddul" kallaði mamma og við hlupum öll af stað. Það var stutt að næsta veit- ingastað. Fararstjórinn var bú- 32 VIKAN 14.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.