Vikan


Vikan - 15.07.1993, Síða 33

Vikan - 15.07.1993, Síða 33
inn að kortleggja leiðina fyrir pabba og hann sigldi af miklu öryggi á undan alla leið á krána. Borðin stóðu úti og á þeim loguðu kerti. „Guð, hvenær haldiði að hægt væri að kveikja á kerti úti heima. Sko sjáiði, loginn flöktir varla." Mamma var svo ákveðin í að vera yfir sig hrifin að allt varð henni tilefni stöðugra upphrópana. Pabbi var rólegri en þegar maturinn kom gat ekkert okkar orða bundist. Nautasteikin bráðnaði uppi í pabba og mömmu en við systkinin höfðum aldrei smakkað annan eins kjúkling; safaríkur svo af bar og krydd- Viö Eva í gamla virkinu í Kérkira. aður með fersku jurtakryddi sem mamma hélt fram að væri tínt villt á næsta engi. Ég hallaðist frekar að því að kryddið væri ræktað sérstak- lega til átu eða rétfara sagt vonaði að svo væri. Einhvern veginn höfðaði það ekki til ís- lendingsins að maturinn hans yxi villtur um allar jarðir fyrir hunda og manna fótum eins og þar stendur. Um það bil sem við vorum hálfnuð við að borða slokkn- uðu Ijósin inni á veitinga- staðnum. Fljótlega kviknuðu þó gasljós en við veltum því fyrir okkur hvort almennt væri skrúfað fyrir rafmagnið á sérstökum tíma á kvöldin hér á Korfu Auðvitað fannst mömmu það alveg upplagt, svo gasalega vistvænt og í alla staði til eftirbreytni. Við pabbi vorum ekki alveg sam- mála en hvorugur þorði að mótmæla um of af ótta við fyrirlestur um öfgar vestrænn- ar efnishyggju. Að öðru leyti leið máltíðin tíðindalaust við smjatt og ánægjuhljóð. Annað var hins vegar uppi á teningn- um á leiðinni heim. Fjölskyldunni hafði sökum ókunnugleika á aðstæðum láðst að gera ráð fyrir hversu biksvart myrkrið getur orðið á sumarkvöldum rétt norðan við miðbaug. Þegar gasljós veit- ingahússins voru komin í hvarf sáum við ekki handa okkar skil. Hinum megin veg- arins sáum við glitta í litlar glætur úr vasaljósum sam- ferðamanna en enginn var nógu nálægt til að ná að lýsa okkur og enginn á leið í sömu átt og við. Nú reyndi á sam- takamátt fjölskyldunnar og að hætti bónda og húsfreyju í ævintýrinu var Tvíbirni skip- aða að halda í Einbjörn, Ein- birni í kerlinguna og kerling- unni í karlinn. Pabbi taldi að á hann dæmdist að vera höfuð fjöl- skyldunnar svo hann fór fremstur og þreifaði fyrir sér með höndum og fótum. Mamma fetaði dyggilega í fót- spor hans og hélt með annarri hendinni í beltið hans að aft- an. Hún gat samt ekki stillt sig um að mögla örlítið og spyrja hvort við værum nú örugglega á réttri leið. Pabbi rétti sig til hálfs upp úr rykinu í vegar- kantinum og urraði: „Sam- kvæmt mínu áttaskyni erum við það, já.“ Svona mjökuðumst við áfram fetið að hótelinu en þeg- ar þeim áfanga var náð tók ekki betra við því gangarnir voru koldimmir og ibúðin okkar læst. Pabbi strauk hurðina upp og niður og út á hlið en fann hvorki skráargatið né snerilinn. Eftir nokkurt bölv og þóf við mömmu ákvað hann að væn- legast væri að setjast á gólfið og strjúka með flötum lófa upp eftir hurðinni. Og það hreif, líkt og töfraþulan um sesam dugði Aladdín forðum kúrði skrá- argatið nú undir lófa pabba. Lykillinn smaug í, snerist og dyrnar opnuðust. Fjölskyldan mjakaðist í halarófu inn á gólf og þá varð Ijós. Hvítur glerkúp- ull gangljóssins lýstist upp og blindaði okkur þar sem við stóðum með heldur fánalegan aulasvip á andlitunum. Því má líkja við spennufall í æsispenn- andi sögu að skreiðast dauð- þreyttur í rúmið eftir þessa at- burði. Daginn eftir fréttum við svo að rafmagnsleysið hefði síður en svo verið vistvænt heldur stafaði það af skyndi- verkföllum opinberra starfs- manna sem voru að mótmæla aðgerðum ríkistjórnar sinnar. TÖFRAEYJAN I Fyrstu vikuna minntu foreldrar Á Korfu eru margar afskekktar víkur þar sem hægt er aö vera út af fyrir sig þó mikill fjöldi feröamanna liggi rétt hinum megin viö næstu hæö. Pondikoníssi eöa Músareyja. Nafniö hlaut hún vegna lagsins sem úr fjar- lægö minnir nokkuö á mús. Byggingin í eynni er býsönsk kirkja, helguö sjálfum guöi almáttugum (Pantokrator). Canal d’amour eöa Ástarskuröurinn. mínir á fjörmikla gæðinga af túrhestakyni. Þau flengdust með okkur systkinin frá syðsta odda eyjarinnar til þess nyrsta og frá vestur- ströndinni til þeirrar eystri með viðkomu á öllum þeim stöðum sem nefndir voru í ótrúlegum fjölda bæklinga sem mamma sat með í kjölt- unni meðan pabbi leitaði þá uppi á korti. Við sáum klaustr- ið í Paleokastrista, skipið sem Þekíar léðu Ódysseifi til heim- 14.TBL. 1993 VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.