Vikan


Vikan - 15.07.1993, Page 37

Vikan - 15.07.1993, Page 37
sagði hann að Mathews hefði tekið því mjög vel að greiða fyrirfram. Á miðvikudaginn stóð ég í eldhúsinu heima og horfði á Gordon synda. Ég hafði aldrei séð neinn synda eins og hann gerði. Það var eins og hann væri f einhverri keppni við sjóinn, eins og hann væri að berjast við háar, trylltar öldurnar á meðan hann væri að heyja ein- hverja einkabaráttu við sjálfan sig. Loks hengdi ég upp viskastykkið, fór út og settist í sandinn. Ég horfði á hann. Hann synti lengi. Þegar hann kom í land var hann laf- móður. Augnaráðið var sérkennilegt, næstum glaðlegt eins og hann hefði farið með sigur af hólmi. „Hæ,“ sagði hann og fleygði sér niður í sandinn við hliðina á mér. Hann lagðist á bak- ið, setti handleggina yfir augun og brjóstið hófst og hné. Hann var allur rennandi blautur. „Þú syndir vel,“ sagði ég. Hann svaraði engu og það varð löng þögn. Venjulega, þegar ég er með strák, finn ég sterka þörf fyrir að tala, að tala um eitthvað gáfulegt og sniðugt, gera allt það sem stendur í tímaritum að stelpur eigi að gera þegar þær eru með strákum. Þegar ég sat þarna við hlið- ina á Gordon fannst mér ekki þörf á því að segja neitt. Það endaði með því að ég sneri höfðinu og gerði það sem mig langaði að gera - horfði á vott brjóstið á honum og sá hvernig hjartaö í honum sló. Mig dreymdi Gordon um nóttina. Ef mig hefði dreymt þennan draum um einhvern ann- an hefði ég farið hjá mér. En það var Gordon sem mig dreymdi og þá var ekkert skammar- legt við drauminn þó að ég reiknaði reyndar ekki með að mömmu hefði þótt hann viðeig- andi. Ég var önnum kafin næsta morgun við að þrífa bústaðinn sem Woodburns-fjölskyldan hafði flutt úr. Um hádegið fór ég að svipast um eftir Gordon. Ég var ekki með neitt sér- stakt í huga - mig langaði bara til að vera ná- lægt honum smástund. Jæja, nema hvað, ég fann hann þar sem hann sat og var að veiða á klöppunum við hellana. Hann skyggöi fyrir augun á móti sólinn og horfði á mig nálgast. Þegar ég kom að klöppinni, sem hann sat á, rétti ég honum körfuna sem ég kom meö. Ég þurfti ekkert að þykjast hafa átt leið hjá eða neitt svoleiðis. Eg sagði honum bara að ég hefði útbúið nesti handa okkur - íste, kjúkling og afgang af bláberjaböku - sem við gætum snætt ef hann vildi. Fram að því höfðum við ekki talað mikið saman. Ég held að hann hafi ekki einu sinni vitað hvað ég hét en ég heiti Candice - það heföi reyndar ekki skipt máli nema af því hvernig það hljómaði af vörum Gordons þenn- an eftirmiðdag og þá heyrði ég að hann var líka oröinn hrifinn af mér. Við töluðum heilmikið saman þennan dag. Ég sagði honum að ég væri oft ringluð og hrædd og hann sagði að þaö væri eðlilegt þegar maöur væri sautján ára. Hann sagðist tala af tuttugu og sjö ára reynslu. Hann sagði mér líka að hann langaði til að veröa læknir. Hann hafði orðið aö hætta i námi þegar þau hjónin eignuðust fyrsta barnið. Nú langaði hann að hefja nám að nýju og Ijúka því. Hann nefndi Júlíu ekki nema þegar hann sagöi að pabbi hennar ætti stóra lyfjaverslun og hann ynni hjá honum. Hann sagði ekki að sér leiddist þar, ég fann það bara á mér. Það var margt sem hann þurfti ekki að segja mér, ég skynjaði það bara. Til dæmis vissi ég hvað honum þótti vænt um dætur sínar og ég vissi að Júlía var hálfgert dekurbarn, sennilega mikil pabbastelpa. Ég vissi að hún hafði orðið ólétt áður en þau Gordon giftust. Þess vegna hætti hann í námi og fór að vinna hjá pabba hennar. Það var líka eitt annað - einhvern tímann þennan dag hætti Gordon að líta á mig sem góða, litla stelpu. Hann var farinn að hugsa um mig á sama hátt og ég hugsaði um hann - þar sem handleggir, varir og líkamar snertust. Það gerðist ekki þann dag heldur á föstu- deginum þegar við höfðum farið á sérstakan stað sem ég vissi um. Það var góður veiði- staður og sjórinn var hlýrri heldur en fyrir neð- an bústaðina svo að það var gott að synda þar, jafnvel þó að sólin væri gengin til viðar. Það gerðist alveg eins og mig hafði dreymt um að það myndi gerast - nema hvað það var enn betra því hann var þarna, ekki í draumi heldur veruleikanum og hélt utan um mig, reyndi að meiða mig ekki og var svo á- hyggjufullur á eftir, karlmannlegur og skelkað- ur. Mér fannst ég vera oröin fulloröin, fullkom- in kona og voða vitur. Þetta var í eina skiptið sem við nutum ásta. Daginn eftir fórum við aftur að hellunum og fórum að veiða en sögðum fátt. Gordon var mjög blíður við mig og virtist mjög þakklátur en hann virtist líka áhyggjufullur. Ég vissi ekki þá það sem ég veit núna. Ég hugsaði, lét mig dreyma. Ég gerði það sem stelpur gera venjulega þegar þær eru að sinna sínum daglegu störfum en eru alls ekki með hugann við verkið heldur láta sig dreyma um elskhugann og það undursamlega sem gerðist með honum. Ég lét mig dreyma um að Gordon kvæntist mér. Ég lét mig dreyma um að hann bæði mig að stinga af með sér og giftast sér og svo yrði hann læknir. Þennan dagdraum var ég að gæla við allan næsta dag, sunnudaginn, líka allan seinni- partinn þegar ég sá hann ekki á ströndinni og mest allt kvöldið þegar ég sá Ijós í bústaðnum hjá honum en hann reyndi ekki að hafa sam- band viö mig. Á mánudaginn, þegar ég vaknaði, sá ég bíl- inn. Eg settist upp í rúminu og leit út um gluggann. Og þarna í fjörunni sat Gordon og horfði á litlu stelpurnar sínar leika sér. Ég hugsaði ekkert. Ég flýtti mér að klæða mig í gamlar gallabuxur, fór í strigaskó og snjáðan stuttermabol af bróöur mínum. Síöan fór ég út í bústaðinn. Ég fékk þá fáránlegu hugmynd - eða kannski var það bara von - að Júlía Mathews væri komin til að sækja af- ganginn af eigum sínum, að hún hefði komið til að segja Gordon að hún vildi fá skilnað. Hún var í stofunni en stofan var í þeim hluta bústaðarins sem vissi frá sjónum. Þegar hún sá mig opnaði hún dyrnar og brosti til mín. Hún var ung - ekki mikið eldri en ég - og nú, þegar ég sá hana svona nálægt, sá ég hvað hún var sæt. Það var einhver sérstakur Ijómi í augum hennar, Ijómi sem kom mér skyndilega til að verða einmana. Það var eins og ég hefði gengið inn í hús þar sem mér var ofaukiö og ég ætti þangað ekkert erindi. „Sæl," sagði hún. „Geturðu gert mér greiða og sagt foreldrum þínum að við séum á för- um.“ Hún leit snöggt og feimnislega til mín. „Segðu mömmu þinni að - að allt sé í lagi. Hún sá mig gráta daginn sem ég fór. Segðu henni að við Gordon ætlum beint í háskólann svo hann geti skráð sig í nám næsta vetur. Við ætlum bæði að vinna. Við ætlum að skipt- ast á að passa krakkana eða óg tek þær með mér í vinnuna eða - eitthvað." Hún skaut fram hökunni svo aö geislandi augun horfðu beint í mín. „Segðu henni að Gordon ætli að Ijúka námini: og að ég sé mjög stolt af honum. Viltu gera það fyrir mig?“ Þegar ég svaraði engu sneri hún sér aftur að mér. „Geturðu það?“ sagöi hún. Ég kinkaði kolli. „Auðvitað," sagði ég. Ég fór út um dyrnar og gætti þess að láta Gordon ekki sjá mig. Ég vildi ekki að hann segði neitt við mig, vildi ekki að hann segði að hann sæi eftir þessu, vonaði að hann hefði ekki meitt mig eða neitt svoleiðis. Þegar þau voru farin og önnur fjölskylda komin í bústaðinn beið ég eftir að öðlast ein- hvern skilning. Ég fór með bænirnar mínar, sem er auðvitað ekki í tísku hjá unglingum en ég fann að ég varð vitrari á eftir. Ég sá líka eftir þessu, skammaöist mín dálítið og var með samviskubit. Ég sá eftir því að hafa eign- ast fyrstu kynlífsreynsluna án þess að sönn ást hefði verið með í spilinu. Þrátt fyrir þessar tilfinningar áttaði ég mig á svolitlu og þótt undarlegt megi virðast var það konan hans Gordons sem sýndi mér það. Ást er að vera tilbúinn að fórna einhverju fyrir ein- hvern. Hún er nokkuð sem er alveg laust við eigingirni og því meiri og stærri sem ástin er því stærri getur fórnin orðið. Júlía Mathews var tilbúin að ganga þvert á vilja föður síns og fara aftur að vinna til að hjálpa Gordon að ná markmiðum sínum, ekki vegna þess að hún vildi endilega að hann yrði læknir heldur vegna þess að Gordon vildi þaö. Það er þetta sem skiptir máli; það er allur leyndardómurinn - að gefa manneskjunni serh maður elskar það sem hún þráir heitast. Ég hugsa að ég hefði komist að þessu fyrr eða síðar en vegna Gordons komst ég að því fyrr en ella. Nú er ég með góðum strák sem heitir John. Sambandið er öðruvísi en samband mitt var við aðra stráka. Það er líkt sambandi okkar Gordons - bara enn betra því við höfum svig- rúm til að leyfa því að þróast. Ég er tilbúin að hlusta á það sem John hefur að segja og ég er tilbúin að mæta honum á miðri leið. Vegna þess að hann elskar mig líka veit ég að það er gagnkvæmt. Ef ég giftist John verð ég tilbúin að fórna því sem til þarf til að halda frið - til að hann þurfi ekki að efast um ást mína. Með öðrum orðum er ég tiibúin að gefa án þess að hafa áhyggjur af því hvað ég fæ í staðinn. Ég veit nefnilega að það verður nóg. Stundum, þegar við systkinin erum að veiöa niðri við hellana, rifjast upp fyrir mér minningar frá liðnu sumri. Þá hugsa ég um Gordon og hvort hann hugsi nokkurn tímann um mig. Ef hann gerir það vona ég að hann geti glaðst yfir minningunum en sé ekki sak- bitinn yfir því sem gerðist á milli okkar. Ég ætla aldrei að eiga ástarævintýri með giftum manni aftur. Ég er með guðs hjálp að reyna að læra af þessum mistökum sem ég gerði og nota reynsluna til að verða betri manneskja. Ef mér tekst það held ég að ég verði betri eiginkona þegar þar að kemur. □ 14. TBL. 1993 VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.