Vikan


Vikan - 15.07.1993, Page 39

Vikan - 15.07.1993, Page 39
Viðtal viS Ólaf Pálsson og Dóru Hjartar í Kaliforniíu Það er ótrúlegt að þrátt fyrir að íslendingar séu aðeins um tvö hundruð og fimmtíu þúsund talsins virðist vera sama hvar drepið er niður fæti á jarðarkringl- unni, alltaf er svo og svo mikið af íslendingum innan seilingar. Lengi vel sótti landinn mest til Kaupmanna- hafnar og Norðurlandanna og það voru einu staðirnir þar sem um verulegt strandhögg var að ræða. Ástæður þessa eru eðlilega nýlendusam- bandið við Dani og skyldleiki við þær þjóðir sem næst okkur búa. Heimurinn virðist alltaf vera að minnka fyrir tilstuðlan tækninýjunga eins og gervi- hnattasjónvarps, símbréfa og þéttriðnara samgöngunets. Af þeim sökum meðal annars fer „íslendinganýlendum" fjarri heimahögunum sífjölgandi og þær fara jafnframt stækkandi. Þetta fólk er af mismunandi sauðahúsi eins og gengur en í fyrsta þjóðfélagshópnum - ef hægt er að kalla hann það - sem á þessari öld nam land í vesturálfu, voru ungar konur sem giftust hermönnum er gistu landið á stríðsárunum. Nú eru liðin tæp fimmtíu ár frá stríðslokum og sumar þessara kvenna eru látnar, aðrar virðast þau samfélög sem þær fluttu til hafa gleypt og töluverður fjöldi hefur flust aftur til gamla Fróns. Ennþá skýtur samt einhverjum þeirra upp á samkomum í ís- lendinganýlendunum erlendis og sumar eru virkar í því félagsstarfi. Næsta holl afkomenda Ingólfs til að reyna fyrir sér á fjarlægum slóðum flúði kreppu og kulda í kringum 1968 og margt af því fólki lét ekki staðar numið fyrr en í Eyjaálfu. Sá hópur íslendinga erlendis sem er stærstur um þessar mundir eru námsmenn en þeir eru eins og farfuglarnir og taka sér yfirleitt ekki varanlega búsetu á erlendri grund. Miklar breytingar eru í gangi í sambandi við lánamálin svo að búast má við að þessi hópur minnki á næstu árum. Þá virðist hráslaginn og smæð landsins verka hvetjandi á ævintýraþrá margra sem þar búa og það fólk skipar óskilgreindan afgangshluta þess hóps sem tekur sér búsetu erlendis. Viðhorf þess til lands og þjóðar er misjafnt. Sumir elska ísland og allt sem íslenskt er og eru stoltir af þjóðerni sínu. Aðrir eru beyskir yfir slæmu efnahags- ástandi, hrjóstrugu landi og smáborgarahætti þjóðarinnar sem þar býr. Þeir vilja einungis senda því fingurinn svo notað sé orðtak sem skilst alls staðar fyrir tilstuðlan amerískrar kvikmyndamenn- ingar. Núna eru starfrækt tvö íslendingafélög í Kaliforníu, eitt í suðurhlutanum og annað í norðurhlutanum. Kalifornía er um það bil þrisvar sinnum stærri en ísland að flatarmáli og loftslagið hér hefur mikið aðdráttarafl fyrir frostbarða Frónverja. Undirritaður er meðlimur f íslendingafélagi sunnanmanna en nýlega hugðist hann heimsækja norðurhlutann og hringdi því í Ólaf Pálsson, formann félagsins þar. Ólafur tók erindinu vel og bauð mér að staldra við á heimili sínu og eiginkonu sinnar, Dóru Hjartar, í Los Altos Hills í Silicon-dalnum rétt sunnan við San Francisco. Vega- lengdin frá Los Angeles er svipuð og frá Reykjavík til Egilsstaða en ferðin tók mig skemmri tíma en ég ætlaði því hraðbrautin upp eftir ( gegnum frjósama akrana og vínræktarhéruðin var greið- fær. Ég ek inn í glæsilegt einbýl- ishúsahverfi og finn fljótlega póstkassa við vegkantinn, merktan Palsson. Það er enginn heima þegar ég kveð dyra nema stór köttur sem greinilega er kominn á efri ár. Hann lætur fara vel um sig í góða veðrinu. Ég spjalla bara við hann til að byrja með og við slöppum af við borð undir sólskýli fyrir framan húsið á meðan ég jafna mig eftir keyrsluna. Ólafur rennir í hlaðið skömmu síðar, við heilsumst og hann býður mér inn. Hann fer beint inn í eldhús og skrúfar nokkrar skrúfur í eldhúsinnréttinguna og það eru greinilega miklar framkvæmdir í gangi í húsinu. Hann segist vera í vand- ræðum með iðnaðarmennina sem eiga að vera búnir að skila verkinu fyrir löngu. Þeir hafa líka lagt gólfið skakkt og Ólafur segir að ekki séu eins vönduð vinnubrögð hjá hand- verksmönnum hér og á ís- landi. Við förum inn í stofuna sem ber vott um snyrtimennsku og að hér búa fagurkerar því mikið er af fallegum munum og húsgögnum auk þess sem málverk þekja veggina. Lítil Kjarvalsmynd grípur augað en Ólafur leiðréttir mig og segir verkið vera eftir Dóru sem kemur í þann mund inn úr dyrunum. Hún tekur athuga- semd minni hóflega og gerir lítið úr listamannshæfileikum sínum. Sem betur fer gerði ég mig ekki að algjöru fífli við samlíkinguna því fleiri en ég hafa eignað Kjarval myndina. Dóra ber fram drykki handa okkur og er ræðnari en Ólaf- ur. Það verður mér einhvern veginn alltaf eðlilegast að spyrja viðmælendur mína erlendis fyrst hvernig standi á því að þeir séu staddir svona langt frá heimaslóðunum (ég er með heimþrá). Dóra segir að Ameríkuævintýri sitt hafi byrjað eftir að fyrrum eigin- maður hennar, Eysteinn Þórð- arson, hafi keppt í alpa- greinum á vetrarólympíuleik- unum 1960 í Squaw Valley. „Ég var ekkert spennt fyrir hugmyndinni fyrst - að kveðja ættingja og vini - en hann vildi endilega prófa þetta svo ég sló til. Við lögðum af stað ásamt Gunnari, tveggja ára syni okkar, og með þúsund dollara í vasanum. Þetta var i júlí 1960 og við keyrðum þvert yfir Bandaríkin. Það var „EFTIR AÐ HAFA VERIÐ HÚSMÓÐIR í TUHUGU OG ÞRJÚ ÁR VAR GOTT AÐ SJÁ AÐ ÉG GÆTI GERT EITTHVAÐ ANNAÐ." hræðilegt því hitinn var svo mikill og bilarnir ekki loftkældir í þá daga. Við settumst í fyrstu að í Berkley sem er rétt austan við San Francisco og Eysteinn fékk vinnu sem tæknifræðingur og stundaði skíðakennslu um helgar en ég var heimavinnandi með drenginn. Við skruppum heim í eitt ár 1964-1965 og eignuð- umst annan son, Leif Egil. Leiðin lá fljótlega út aftur og þá fluttum við til Palo Alto þar sem ég bjó þangað ti! við fluttum í þetta hús fyrir um ári.“ Ólafur grípur nú fram í og minnir Dóru á að hún hafi farið aftur til íslands 1974. Hún viðurkennir að það sé rétt, hún hafi þá starfað hjá markaðssviði Flugleiða í eitt og hálft ár. „Við skildum síðan 1981 og tíminn þar á eftir var mjög erfiður. Ég var vön að vera heimavinnandi og hafði aldrei verið á bandaríska vinnu- markaðnum. Ég tók það til bragðs að læra ferðaskrif- stofustörf en komst fljótlega að því að tekjurnar voru litlar svo ég venti mínu kvæði í kross og fór út í fasteignasölu. Markaðurinn var í lægð þegar ég byrjaði í þessu og næstu tvö árin erfið því það var hálfgerð kreppa í bandarísku efnahagslífi og vextir háir. Ég notaði samt tímann vel og tileinkaði mér alla þá þekk- ingu og reynslu sem starfið krefst þannig að ég var vel undir það búin þegar hjólin fóru að snúast. Það var svolítið fyndið að ég skrapp heim á þessum tíma og heyrði þá í útvarpinu auglýsta hópferð til Kyrra- hafsstrandar Bandaríkjanna og Kanada með Samvinnu- ferðum. Mér lék forvitni á að kynna mér þetta betur og fór á skrifstofuna í þeim erinda- gjörðum. Þá er mér boðið að verða leiðsögumaður í ferðinni og að íhuguðu máli ákvað ég að taka því boði. Ég hitti síðan hópinn í Vancouver í Kanada. Við ferðuðumst suður á bóginn og skoðuðum hvert náttúruundrið á fætur öðru en þetta fólk var komið til að skoða en ekki bara til að sleikja sólina. Þetta var skemmtilegur hópur víðs veg- ar af landinu en sumir alls óvanir að vera á fínum hótel- um. Ekki var laust við að starfsfólk hótelanna ræki upp 14.TBL. 1993 VIKAN 39 TEXTIOG UÓSM.: LOFTURATLIEIRÍKSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.