Vikan


Vikan - 15.07.1993, Síða 40

Vikan - 15.07.1993, Síða 40
stór augu þegar hópinn bar aö garöi því sumir voru jafnvel meö feröatöskur sem héngu saman á gömlum snæris- spotta. Ég haföi gaman af þessu og þetta var þroskandi og hjálpaöi upp á sjálfstraustiö. Eftir aö hafa verið húsmóöir í „I BAKALEIÐINNI VESTUR ER ÉG SÍÐAN í KVENNABOÐI OG EFTIR MATINN ER STUNGIÐ UPP Á ÞVÍ AÐ FARA Á SÖGU. JÚ, JÚ, ÉG VAR SVO SEM ALVEG TIL í ÞAÐ." tuttugu og þrjú ár var gott aö sjá að ég gæti gert eitthvað annaö. Ég er þeirrar skoöunar aö húsmóðurstörfin séu gott veganesti og þær konur sem vilja geti gert hvað sem er ef þær hafa kjark og vilja til.“ Ólafur segist hafa veriö á ferö og flugi meira og minna allt sitt líf en hann byrjaöi á sjó þegar hann var sextán ára og fór fljótlega í farmennsku á millilandaskipum. Þaö átti ekki fyrir honum aö liggja aö sigla í gegnum lífiö og árið 1957 lagði hann land undir væng og nam flugvirkjun í Tulsa í Oklahoma. „Eftir aö heim kom aftur var ég á jöröinni viö flugvirkjun i nokkur ár en fór síöan aö fljúga sem flugvélstjóri hjá Loftleiöum. í fyrstu var ég á DC6, fór þaðan yfir á Rollsana svokölluöu og loks á DC8 þoturnar þegar þær komu 1970. í því starfi var ég þangað til störf flugvélstjóra voru lögð niöur meö sölunni á áttunum fyrir um þaö bil fjórum árum. Mér bauðst aö fara í skýliö, eins og kallaö er, sem flugvirki en viö Dóra höföum kynnst 1983 þannig að ég vildi miklu frekar koma hingað.“ Dóra segir aö kynni þeirra hafi atvikast þannig aö hún hafi ákveðið aö skreppa í stutt frí meö systrum sínum til Parísar og London og komið viö á íslandi. Þær fóru saman á Sögu og þegar þær voru aö yfirgefa staðinn hitti hún gamla kunningjakonu sína sem þar var á tali viö Ólaf og hún kynnti hana fyrir honum. Systurnar fóru síðan til Evrópu daginn eftir og þaö seinasta í huga Dóru var aö finna annan íslending fyrir maka. „í bakaleiðinni vestur er ég síðan í kvennaboöi og eftir matinn er stungið upp á því aö fara á Sögu. Jú, jú, ég var svo sem alveg til í þaö. Þá rekst ég aftur á Ólaf þegar viö erum að fara inn á staðinn. Næstu daga takast meö okkur ágæt kynni og þaö kemur í Ijós aö hann er f áhöfninni sem á aö fljúga vélinni sem ég fer meö út aftur. Jæja, ég átti miöa frá Chicago til Kaliforníu með Continental Airlines en þá reyndust vera flugmannadeilur hjá fólaginu og þaö rambaði á barmi gjaldþrots þannig aö ég komst ekki þaðan fyrr en tveimur dögum síðar. í Chicago er þetta orðinn smárómans hjá okkur og Ólafur ákveður aö heimsækja mig fljótlega. Þannig er það næstu árin, viö skiptumst á heimsóknum." Ölafur segir aö hann hafi gjarnan tekiö sér frí nokkra mánuöi á vetri og þaö hafi verið þægilegt bæöi fyrir sig og Flugleiðir sem hafi þannig getaö sparaö sér mannaflann yfir rólegasta tímann. „Svo þegar átturnar voru seldar keypti ég mig inn i fyrirtæki hér sem heitir Chemical Services en þaö selur og sér um rekstur á klór- generatorum fyrir sundlaugar. Þaö framleiðir klór úr salti með því aö hleypa rafstraumi á saltiö en hér er vatnsskortur og þess vegna er sama vatnið notað aftur og aftur. Þaö er mikið atriöi aö halda klórmagninu f jafnvægi og fyrirtækið gengur mjög vel því þetta er besta og öruggasta aðferðin fyrir svona efnablöndun. í fyrra var ég síöan kosinn til formennsku í íslendinga- félaginu til tveggja ára en þaö eru yfir þrjú hundruð og fimmtíu manns f Norður- Kaliforníu á skrá hjá okkur. Námsmenn eru einungis brot af þessum hópi og sömuleiöis konur sem giftust hermönnum í stríðinu. Aftur á móti er töluverður fjöldi Vestur- íslendinga sem hafa margir flust hingaö frá Kanada." Dóra segist hafa verið „ANDINN MEÐAL IÍSLENDINGANNA | 1 HÉRERAAIÖG GÓÐUR. ÞEIR ERU SAMHELDNIR OG ALLIR TILBÚNIR AÐ LEGGJA HÖND Á PLÓGINN EF MEÐ ÞARF." félagsmaöur f þrjátíu ár en félagið hafi verið stofnað um 1940. „Andinn meðal íslend- inganna hér er mjög góöur. Þeir eru samheldnir og allir tilbúnir að leggja hönd á plóg- inn ef meö þarf,“ bætir hún viö. „Stærsta samkoman hjá okkur er árlegt þorrablót félagsins og þá fáum við allan mat sendan frá íslandi," segir Ólafur. „Þaö hefur komið sér vel aö hafa gott samband viö Cargolux og Flugleiðir en þessi fyrirtæki hafa veriö okkur sérlega hjálpleg viö þá flutninga. Viö erum einnig meö jólaskemmtun þar sem sungin eru íslensk jólalög og dansað í kringum jólatré og konurnar mæta meö íslenskt bakkelsi." Eitt og annaö óvenjulegt hendir íslendinga sem búa erlendis til lengri tíma og mér er kunnugt um aö Dóra hefur kennt íslensku við Stanford- háskólann. Hann er einn af virtustu háskólum Banda- rfkjanna og er steinsnar frá Palo Alto. „Þetta var þegar ég var í mínu fyrra hjónabandi og kom til fyrir algjöra tilviljun því ég er hvorki menntuö í kennslu né íslensku," segir hún. „Viö þekktum töluvert af íslend- „ÞAÐ ÞÝÐIR LÍTIÐ AÐ LEGGJA ÁRAR í BÁT ÞÓ AÐ MAÐUR SÉ KOMINN YFIR FIMMTUGT. ÞÁ FYRST BYRJAR LÍFIÐ OG NÓGUR TÍMI ER TIL AÐ SETJAST í HELGAN STEIN." ingum sem voru viö nám í skólanum og síðan kom ósk frá einum nemandanum, Randa Mulford, um að læra íslensku en boðið var upp á kennslu f öörum Norður- landamálum. Kunningjar okk- ar bentu þá á mig, mér var boðið starfið og ég þáði þaö. Ég var náttúrlega hálfrög eins og gefur aö skilja en sagöist mundu gera mitt besta og vita hvort þetta tækist ekki. Ég þurfti aö byrja á því að veröa mér úti um kennsluefni og rifja upp málfræðina sjálf en svo gekk þetta bara nokkuð vel. Mér var boðið aö halda kennslunni áfram eftir fyrsta áriö og þegar upp var staðiö uröu þetta fimm ár. Randa kláraði doktorspróf í tungu- málafræði og fór síðar til íslands, kenndi í tvö ár viö háskólann þar og bylti kennslunni í málvísindum. Hún er nú komin hingaö aftur og talar ágæta íslensku svo ég grobbi mig aðeins af „stjörnunemandanum" mín- um,“ bætir Dóra viö stolt. Ég spyr Ólaf hvort ekki hafi verið erfitt fyrir hann aö segja skilið viö land og þjóö á fullorðinsaldri en hann hefur aðeins búiö hér í þrjú ár. Hann segir aö þetta sé tímanna tákn og það verði sífellt algengara aö fólk skipti um starf og lífsstíl eftir að það er komið á miðjan aldur. „Þaö þýöir lítið aö leggja árar í bát þó að maður sé kominn yfir fimmtugt. Fólk nú til dags á þá kannski eftir þrjátíu til fjörutíu ár og börnin eru farin úr hreiðrinu,“ segir hann en hann á fjögur börn sem búa á íslandi. „Þá byrjar fyrst lífið og nógur tími er til aö setjast í helgan stein. Viö viljum hvorugt annars staöar vera en hér en feröumst einnig víða um heim ef því er aö skipta og komum til fslands allavega einu sinni á ári.“ Það er ekki laust viö að mér verði hugsaö heim á klakann til þeirra svartsýnis- radda sem eru svo háværar þar um þessar mundir en sitthvaö gætu þær lært af þeim Dóru og Óla og viö- horfum þeirra. Viö höldum spjallinu áfram yfir Ijúffengri nautasteik og þau bjóöa mér gistingu en vegurinn bíöur. Ég þakka fyrir mig og held lengra upp meö ströndinni á vit nýrra ævintýra. □ 40 VIKAN 14. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.