Vikan


Vikan - 15.07.1993, Síða 43

Vikan - 15.07.1993, Síða 43
- NIGHTFLIGHT Joop-Nightflight, næturflugið, er ferskur og nútímalegur ilm- ur fyrir herra. Hann er marg- slunginn að samsetningu eins og vera ber og má nefna í því sambandi sítrónu, ungversk juniper-ber, epli, ananas og rússneskan kóríander svo fátt eitt sé nefnt. Hönnuðurinn er að sjálf- sögðu Wolfgang Joop. Sjálfur segir hann að hér sé á ferð- inni ferskasti rakspírinn í lengri tíma, ögrandi og spenn- andi í senn - fyrir karlmenn sem eru meðvitaðir um sjálfa sig og líðandi stund. □ CHEVIGNON FYRIR HERRA Á markaðinn er kominn nýr ilmur fyrir herra frá hinum þekkta hönnuði Chevignon sem hóf glæstan feril sinn í París 1979. Hönnunin ber vott um glæsileika og minnir keimur- inn á villta vestrið sem nú er mjög í tísku. Herrailminn er unnt að fá sem rakspíra eða EDT pakkninum í þremur stærðum - einnig sem svitalyktareyði og sápu. □ 11 Nýkomið er á markaðinn nýtt krem frá Helenu Rubinstein. Það tilheyrir Existence-línunni og heitir Existence Firm- nesse. Það hefur tvöfalda virkni og styrkir húðina frá yfir- borðinu til dýpri húðlaga. Existence Firmnesse er fyrsta kremið frá Helenu Rubinstein sem kemur í nýj- um og glæsilegum umbúðum. NYJASTA NYTT FRÁ LANCOME MACUIDOUCEUR er nýr andlitsfarði, þægilegur í notk- un. Hann dreifist jafnt á yfir- borð húðarinnar og gefur jafn- an lit. Hann inniheldur virk efni sem viðhalda raka húðarinnar og vernda hana fyrir útfjólu- bláum geislum sólarinnar. NIOSOME kom fyrst á markað fyrir fimm árum og er nú mest keypta dagkremið. Nú hafa rannsóknarstofur Lancome kynnt NJOSOME+, krem með Ifpíðum sem gegna mikilvægu hlutverki við upp- byggingu húðarinnar. Kremið er einnig sérstaklega áhrifa- ríkt í baráttunni við öldrunar- einkenni húðarinnar. RESPECTÉE er ný lína fyr- ir umhirðu húðarinnar. Um er að ræða kremgel sem er hreinsandi og afar milt, fjar- lægir andlitsfarða og hreinsar húðina. Einnig er á boðstólum RESPECTÉE „skintonic" sem inniheldur vitamín og virk efni sem styrkja húðina og gefa henni hraustlegt yfirbragð. □ ff ____I

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.