Vikan - 15.07.1993, Page 54
’J
4 Margir
hafa reynt
aö líkja
eftir
Toble-
rone. Hér
má sjá
dæmi
þess.
Toble-
rone-
stykkin
standa
upp á end-
ann - eftir-
líking-
arnar
liggja.
I vetur var
ennfremur
kveðinn
upp dómur
í Héraös-
dómi
Reykja-
víkur, þar
sem
kemur
fram aö
óheimilt
er aó
framleiöa
og selja
íslenska
súkku-
laðió
Krókant
þar sem
lögun
þess og
form séu
keimlík
Toblerone.
► ▲ Á leiö
til endan-
legrar
pökkunar.
◄ Gömul
pökkunar-
vél sem er
til sýnis í
Toblero-
ne-verk-
smiöjunni
í Bern.
séö að súkkulaðístykki með
„tönnum” mætti brjóta í hæfi-
lega stóra munnbita og það
gerði fólki auðveldara um vik
að neyta súkkulaðisins.
Svo er það litur umbúð-
anna, rjómagulur og rauður.
Tobler-feðgar voru miklir að-
dáendur alls sem franskt var
og Johann breytti meira að
segja nafni sínu í „Jean’’ þeg-
ar á leið. Feðgarnir fóru oft til
Parísar og voru tíðir gestir á
danssýningum Folies
Bergéres. Dansmeyjarnar þar
klæddust einmitt rjómagulum
og rauðum búningum.
Kannski er þetta of langsótt
en Svisslendingar hafa sjálfir
gaman af að velta fyrir sér
hvort þarna sé fundin ástæð-
an fyrir lit umbúðanna.
NÆÐU FRÁ
REYKJAVÍK NORÐUR
FYRIR BLÖNDUÓS
Þaö var 38 stiga hiti þegar við
ókum í hlað hjá verksmiðju
Suchard - Tobler í Bern, eig-
inlega ekkert súkkulaðiveður
en hitinn lækkaði töluvert þeg-
ar inn var komiö í verksmiðju-
húsið. í staðinn angaði allt af
súkkulaði og anganin var svo
sterk að ég gat ekki ímyndað
mér annað en hún fullnægði
alveg súkkulaðiþörf þeirra
sem þarna vinna.
Hráefnið í súkkulaðið kem-
ur með járnbrautarlestum og
fer beint úr vögnunum í síló
og geymslur verksmiðjunnar.
Smátækar flutningaaðferðir
duga ekki hér því fimm hund-
ruð starfsmenn á tveimur
vöktum framleiða 135 tonn (!)
af Toblerone á degi hverjum,
auk þess sem þarna eru fram-
leiddar aðrar gerðir súkkulað-
is og konfekts. Væri dags-
framleiöslan af Toblerone öll í
hundrað gramma stykkjum og
þeim raðað í einfalda röð
næðu þau frá Reykjavlk og
norður undir Blönduós eða
283 kílómetra vegalengd.
Toblerone er framleitt f ýms-
um stærðum, allt frá 35
gramma stykkjum upp í stykki
sem vega 4,5 kíló. Elisabeth
Misteli, blaðafulltrúi fyrirtækis-
ins, sagði mér að til skamms
tíma hefðu meira aö segja ver-
ið framleidd sjö kílóa Toblero-
ne-stykki. Það varð til þess að
Toblerone komst á síður
Fleimsmetabókar Guinness
sem stærsta súkkulaðistykki í
heimi. Því miður þótti mörgum
svolítið erfitt að eiga við þessi
stóru stykki og alls ekki svo
einfalt að brjóta úr þeim hæfi-
lega munnbita svo framleiðslu
var hætt.
Svolítið meira af tölum: 250
innpökkuð súkkulaðistykki
renna út úr vélum verksmiðj-
unnar á hverri mínútu. Níu af
hverjum tíu Toblerone-stykkj-
um eru flutt úr landi. Elisabeth
Misteli sagði að Svisslendingar
ættu heimsmetið í súkkulaðiáti.
Þar borðar hvert mannsbarn
að meðaltali tólf kíló af
súkkulaöi á ári og eru þá allir
taldir með jafnt, ungir sem
aldnir. Til samanburðar borða
íslendingar milli átta og níu kíló
af súkkulaöi árlega og er þá
miðað við framleiðslu- og inn-
flutningstöflur Félags íslenskra
iðnrekenda fyrir árið 1991. Það
kom þá að því aö höfðatölu-
reglan brygðist okkur íslend-
ingum. Við erum ekki miklar
súkkulaðiætur miðað við
Svisslendinga sé hún notuð.
SÚKKULAÐIGERÐIN
EKKI EINFÖLD
Ekki er einfalt verk að búa til
súkkulaði, þaö sáum við í
Toblerone-verksmiðjunni í
Bern. Það er langur vegur frá
því kakóbaunin, sem verður
að kaskaósmjöri eða pasta,
kemur inn þar til Toblerone-
súkkulaðið fer út. Sykur og
mjókurduft eru líka þýðingar-
mikil efni við súkkulaðigerðina.
Öllu er þessu blandað saman
á hárnákvæman hátt og svo er
hrært, pressaö, þurrkað, hitað
og hrært og að lokum rennur
súkkulaðið í mótin. Á lokastig-
um er núgganu, sem skipti
sköpum í sögu Tobler-fyrirtæk-
isins fyrir margt löngu, blandað
út í. Núggað er búið til úr hun-
angi, sykri, eggjahvítum og
möndlum. Blandan er soðin í
þrjá stundarfjórðunga við 128
stiga hita. Síðan er hún látin
renna í form svo úr verða
núggaplötur á stærö við venju-
lega dagblaðssíðu. Þær eru
kældar og loks teknar og
muldar mélinu smærra, i hæfi-
lega núggabita eins og við rek-
umst á þá i súkkulaðinu.
Við höfum það eftir Elisa-
beth Misteli að íslendingar
kunni vel að meta Toblerone
og það sé til dæmis næst
söluhæsta súkkulaðið í frí-
höfninni á Keflavíkurflugvelli.
Hitinn var engu minni þegar
við komum út en þegar við
fórum inn. Við höfðum fengið
Toblerone-stykki í nesti og
stungum því I hanskahólfið í
bílnum. Ekki leið á löngu áður
en súkkulaði fór að streyma
úr hanskahólfinu svo ekki var
um annað að ræða en bjarga
því sem bjargað varð svo við
ættum ekki á hættu að þessi
öfugþróun héldi áfram og viö
sætum uppi með kakóbaunir í
ferðarlok! □
54 VIKAN 14.TBL. 1993