Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 62
Þar aö auki er Tri Star Pict-
ures aö gera ameríska
Godzilla-mynd.
Ef viö athugum kvikmynda-
söguna veröum við aö bæta
viö blóösugumyndum, var-
úlfsmyndum, múmíumynd-
um, Frankenstein-myndum
og Dr. Jekyl and Mr. Hyde
myndum. Sýningargestir áriö
1931 ráku upp óp mikil þegar
Bela Lugosi birtist á hvíta
tjaldinu sem Drakúla greifi.
Sama máli gegndi um Lou
Chaney Jr. og Boris Karloft
þegar þeir túlkuöu Franken-
stein, múmíuna og varúlfinn á
fjóröa áratugnum. Drakúla-
myndir eöa blóðsugumyndir
hafa alltaf veriö vinsælar.
Bara á síöastliönu ári voru
gerðar sjö blóösugumyndir.
Besta Drakúlaútgáfan var
mynd Francis Ford Coppola,
Bram Stokers Dracula, sem
naut alls staðar vinsælda.
Aö lokum má bæta viö aö
þaö hefur færst í vöxt aö
gerðar séu hrollvekjur meö
gamansömu ívafi. Leikstjórinn
John Landis geröi skemmti-
lega varúlfsmynd áriö 1981,
An American Werewolf in
London. Þar krydduöu
lagasmellir frá sjötta áratugn-
um frásögnina. Sömu takta er
aö finna í nýjustu mynd Land-
is, Innocent Blood, þar sem
Ijúfar ballöður fljóta meö þeg-
ar blóðsugur, kvikdauðir og
mafíósar eigast viö. Fright
Night-myndirnar eru líka
blóðsugumyndir með gaman-
sömu ívafi. Hrollvekja þarf
sem sé ekki aö vera einvörð-
ungu hryllingleg, hún getur
líka veriö skondin og þaö er
stefnan í hrollvekjumynda-
gerðinni núna - aö sameina
hryllinginn og gamanið þannig
aö áhorfendur öskra af
hræöslu og hlátri í senn. □
Gary
Oldman
sem
Drakúla
greifi.
Svona lítur rússnesk sápa út. íburöurinn er ekki mikill,
RÚSSNESKAR
SÁPUÓPERUR OG
SJÓNVARPSAUGLÝSINGAR
Eftirfall kommúnismans í
Sovétríkjunum hafa
þarlendir framleiðendur
sjónvarpsefnis reynt aö stæla
bandarískar sem og evrópsk-
ar sápuóperur til aö þóknast
rússneskum áhorfendum. Þá
þyrstir í skemmti- og afþrey-
ingarefni eftir aö hafa þurft að
horfa á hvimleiðar stjórnmála-
umræður í sjónvarpssal kvöld
eftir kvöld sjö daga vikunnar.
Nú er kominn annar og nýr
tími, tími frjálshyggju og upp-
byggingar markaöskerfis í
Rússlandi.
Þrátt fyrir að rússneskir
framleiöendur séu farnir aö
framleiöa eigiö sápusjón-
varpsefni eru erlendar sápur
vinsælli. Mexíkönsk sápa,
sem heitir á ensku The Rich
Also Cry eöa Hinir auöugu
gráta líka, er til að mynda
geysivinsæl. Rússneskir sjón-
varpsáhorfendur gleyma sér á
hverju kvöldi viö aö fylgjast
meö þessum mexíkönsku
þáttum um spillingu, ást og
framhjáhald.
Lítum nú nánar á rússnesk-
ar sjónvarpssápur. Hvernig
eru þær byggðar upp? Eru
þær ööruvísi en evrópskar og
bandarískar sápur? Rússnesk
sápa, sem ber titilinn Melochi
Zhismi eða Hinir smávægi-
legu hlutir lifsins, er í fimm-
tíu og tveimur hálftíma þáttum
sem eru sýndir vikulega.
Þessi sápuópera fjallar um
Kuznetsovs-fjölskylduna,
dæmigerða rússneska fjöl-
skyldu, hvorki ríka né fátæka.
Heimilisfaðirinn, Sergei, er
verkfræðingur og eiginkona
hans, María, er kennari aö
mennt. Þau eiga tvö börn og
fjölskyldan á íbúð í Moskvu.
Fjallað er um umskiptin sem
hafa orðið á rússnesku sam-
félagi eftir fall kommúnism-
ans.
Fyrstu þættirnir snúast um
hvernig Sergei missir vinnuna
hjá ríkisreknu fyrirtæki og í
kjölfarið koma í Ijós brestir í
hjónabandinu. María á í leyni-
legu ástarsambandi viö nýrík-
an rússneskan fatahönnuð
sem á iburðarmikla íbúö og
Mercedes Benz bíl. Fata-
hönnuðurinn á líka eftir aö
halda viö dóttur Maríu, Yulya.
Faðir Sergeis lendir í vand-
ræöum út af bók sem hann er
aö skrifa um störf kommún-
istaflokksins. Þaö reynir virki-
lega á fjölskyldulífið en allt
endar vel.
Þættir þessir eru skrifaðir
með margra mánaöa fyrir-
vara. Það er gert vegna þess
aö ef rússneskum sjónvarpsá-
horfendum mislíkar eitthvaö
við þættina eru þeir einfald-
lega umskrifaðir til aö tapa
ekki vinsældunum.
Verið er aö framleiöa rúss-
nesk/austurríska sápu sem
heitir The Smirnovs eöa
Smirnov-fjölskyldan og fjall-
ar um daglegt líf fjölskyldu
sem ætlar aö taka þátt í hinu
nýja og frjálsa markaðskerfi.
Þættir þessir eru þar aö auki
notaöir sem kennslutæki til að
fræöa rússneskan almúga um
ágæti frjáls markaöskerfis.
Þrátt fyrir aö komnar séu
rússneskar sápur eru þær
innfluttu vinsælli eins og áður
var getið. Auk The Rich Also
Cry má nefna aöra mexík-
anska sápu, Enginn nema
þú eða Nobody but You og
eina brasilíska, Senorita.
Hvernig skyldu svo rúss-
neskar auglýsingar vera?
Undirritaður hefur séö nokkrar
og eru þær allt ööruvísi upp-
byggðar en vestrænar auglýs-
ingar. Nefna má tvær sem eru
dálítið sérstakar hvaö varöar
efnistök. Sú fyrri sýnir glæsi-
lega rússneska snót sem er í
pels og situr í leöursófa. Inn
kemur ungur maöur í vel
sniönum jakkafötum (trúlega
vestrænum). Á undan sér ýtir
hann litlum vagni sem er troö-
fullur af vestrænum varningi
eins og frönsku koníaki, þýsk-
um pylsum og svissnesku og
bresku sælgæti. Síðan er
klippt. Næsta myndskeið sýnir
þennan sama mann en nú er
hann nakinn og hefur bara
dagblaö til aö skýla sér. Loks
sést eftirfarandi texti: Foröist
skyndisambönd. Síöan verö-
ur hver og einn að túlka
þessa auglýsingu.
Síöari auglýsingin sýnir inn-
viöi blokkar einnar. Síöan
heyrast læti og öskur. íbúar
blokkarinnar rifast heiftarlega
og lenda I áflogum. Þá opnast
dyr og inn kemur maður í
náttslopp og heldur á spili.
Hinir íbúarnir hætta aö rífast
og byrja að brosa. Síðan er
klippt. Aö endingu sýnir aug-
lýsingin okkur mennina vera
aö spila og eftirfarandi texti
kemur: Hættið aö rífast viö
náungann. Spiliö kapítal-
íska spiliö.
VIKAN
14. TBL. 1993