Vikan


Vikan - 15.07.1993, Side 67

Vikan - 15.07.1993, Side 67
m Isl j«ds - SEGIR STEINN LOGI BJÖRNSSON HJÁ FLUGLEIÐUM í FRANKFURT Borgin Frankfurt er nánast í Þýskalandi miðju og þangað liggja ótal hraðbrautir úr öllum áttum, hvort sem er á landi eða í lofti og fljótabátarnir, sem koma til borg- arinnar eftir fljótinu Main, leggjast að bryggju við Miðbakkann eins og ekkert sé. Hvergi í Evrópu er jafnmikil umferð bíla og flugvéla en flugvöllurinn er sá fjölfarnasti á öllu megin- landinu. Þar ýmist lendir vél eða tekur sig á loft að meðaltali á hverri mínútu sólarhrings- ins. í Frankfurt er einnig miðstöð fjármálanna í Þýskalandi og þar hafa nokkrir stærstu bank- arnir höfuðstöðvar sínar - í háhýsum sem minna á Manhattan í New York enda er borg- in cjjarnan kölluð Mainhattan. Islendingar hafa umtalsverð umsvif í þess- um kraumandi suðupotti mannlífsins. Á besta stað í miðbænum, að Rossmarkt 10 uppi á 4. hæð, er að finna sölu- og markaðsskrifstofu Flugleiða. Þar vinna um tuttugu manns við að kynna ísland og selja Þjóðverjum farmiða til fyrirheitna landsins í norðri eða til Vestur- heims. Forstöðumaður skrifstofunnar er ungur maður, Steinn Logi Björnsson, áhugamaður um körfuknattleik, stúdent frá Verzló, við- skiptafræðingur frá HÍ og að því búnu hélt hann ásamt konu sinni, Önnu Pétursdóttur, til framhaldsnáms í Bandaríkjunum sem hafa átt þónokkur ítök í honum síðan. Blaðamaður Vikunnar hafði mælt sér mót við hann í há- degisverðarhléi, á matsölustað úti undir ber- um himni í góða veðrinu við Goethe-torg, skammt frá fæðingarstað þjóðskálds þeirra Þjóðverja. Það vildi svo heppilega til að Steinn Logi var einmitt við þennan dag er erf- iðlega hafði gengið að ná sambandi við hann. Það er nefnilega ekki alltaf auðvelt að ná sambandi við Flugleiðaskrifstofuna í Frankfurt því að stundum er „á tali“ klukkustundum saman eins og símalínurnar séu rauðglóandi. „Við þurftum að fækka fólki á skrifstofunni hér og höfum á undanförnum misserum ekki ráðið í staðinn fyrir þá sem hætta. Um leið hafa umsvifin aukist og af skiljanlegum á- stæðum hefur vinnuálag á hvern og einn auk- ist til muna,“ segir Steinn Logi þegar hann er spurður að því hvers vegna svo erfitt geti reynst að ná sambandi.“ 700 SÍMTÖL Á DAG „Ég verð að viðurkenna að fólksfæðin getur komið niður á þjónustunni. Það getur til dæm- is verið afar eriitt að ná sambandi við skrif- stofuna í síma því að allar línur eru uppteknar mestallan daginn og við höfum ekki bolmagn til að fjölga þeim símtölum sem afgreidd eru. Við þurfum að bæta úr þessu. Á toppdegi tök- um við um sjö hundruð sfmtöl á dag, langflest frá ferðaskrifstofum í Þýskalandi. Fjögur hundruð símtöl eru daglegt brauð fyrstu sex mánuði ársins. - Og íhverju eru símtölin fólgin? „Við erum spurð ótal spurninga um allt mögulegt, næstu bændagistingu, næsta tjald- stæði og þar fram eftir götunum. Þess vegna Steinn Logi réðst til Flugleiöa strax og hann kom frá námi í Bandaríkjunum. Hann var oröinn svæöisstjóri og forstööumaöur skrif- stofunnar í Frankfurt skömmu síðar. er svo mikilvægt að láta koma fram sem flest- ar og haldbærastar upplýsingar í kynningar- bæklingunum. í ár gáfum við út miklu ítarlegri bæklinga en við höfum gert hingað til. Það á örugglega eftir að skila sér. Sumum ferða- skrifstofunum finnst ferðirnar okkar vera flókn- ar og starfsfólk þeirra þekkir illa til, þess vegna eru upplýsingarnar svo mikilvægar. Það þarf þvf oft lítið til að sölumenn reyni að selja fólki ferðir til Noregs eða Svíþjóðar í staðinn. Við erum með mjög gott fólk hér og það hefur tekið niðurskurðinum með jafnaðargeði, hér ríkir góður starfsandi. Það varð auðvitað ólund í mörgum þegar við byrjuðum að skera niður um 1988 - á meðan önnur flugfélög voru að bæta við sig - og mörg fyrirtæki á öðrum sviðum líka. Skilningurinn á þessum aðgerðum var takmarkaður í fyrstu. Nú krepp- ir víða að hér um slóðir og í flugrekstrinum al- mennt. Við höfum samt ekki þurft að segja neinum upp störfum eins og mörg önnur flug- félög. Hjá okkur hefur verið söluaukning hér í Þýskalandi og þess vegna stöndum við vel að vígi og fólk sættir sig við að þurfa að leggja svolítið harðar að sér.“ LÆRÐU ÞÝSKUNA Á FJÓRUM MÁNUÐUM - Hvernig er fyrir fimm manna, íslenska fjöi- skyldu að búa í Frankfurt? „Við höfum alltaf stillt okkur inn á að þurfa að vera hérna í fimm ár og ég reikna með að við verðum hérna í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar, kannski lengur. Það er mjög gott að búa í Frankfurt, lífsgæðin hér eru svo mikil. Fólk hefur það ansi gott, Þjóðverjar almennt, þó að hér sé svolítil stéttaskipting og einhverj- ir hafi það miður en aðrir. Það er líka afstætt hvernig maður metur lífsgæði. Hér er matur ódýr miðað við það sem við eigum að venjast heima á íslandi, verðlag á flestum öðrum sviðum er líka yfirleitt mjög hagstætt. Hérna vinnur fólk sjaldnast lengur en til klukkan fjög- ur eða fimm. Ég hef það samt þannig að ég þarf oft að vinna langt fram á kvöld virka daga en reyni þá að vera heima með fjölskyldunni um helgar. Ég þarf oft að fara heim til íslands eða annað vegna vinnu minnar og er því oft ekki á skrifstofunni dögum saman. Þá hlaðast verkefnin upp á meðan ég er í burtu og þau verð ég að taka með áhlaupi þegar ég kem til baka, þá er alltaf tvöfalt meira að gera hjá mér heldur en ella.“ - Hvernig hefur börnunum vegnað? „Mjög vel. Tvö þau eldri eru í skóla. Þau voru búin að ná þýskunni aðeins fjórum mán- uðum eftir að þau komu hingað. Þau fóru því snemma að skammast sín fyrir lélega frammi- stöðu foreldra sinna, einkum þó föður síns. Anna kunni þýsku ágætlega þegar hún kom, með háskólapróf í greininni. Ég hafði bara þá þýskukunnáttu sem ég bjó að frá því ég var í Verzló. Ég notaði því enskuna mikið fyrst enda var hún mér töm eftir að hafa verið vestra í skóla í fjögur ár áður en við komum hingað. Okkur hefur þótt gott að vera með börn hérna en þess ber að geta að Anna er heima- vinnandi og er alltaf til staðar þegar krakkarnir 14.TBL. 1993 VIKAN 67 TEXTIOG UÓSM.: HJALTIJÓN SVEINSSON

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.