Vikan - 15.07.1993, Side 68
þurfa á henni að halda. Það er meira atriði
hér en heima að konurnar séu heima. Það
yrði erfitt um vik fyrir hana ef hún færi út að
vinna. Ástæðan er meðal annars fólgin í því
að börnin eru búin á mismunandi tíma í skól-
anum og auðvitað hafa þau ekki í nein önnur
hús að venda en heimili sitt.“
- Sakna þau ekki íslands?
„Ekki beinlínis því að þau hafa svo lítið ver-
ið þar. Sá elsti, Steini, var fyrstu tvö árin í
New York, var síðan næstu þrjú á íslandi og
hefur nú verið fimm ár hér. Við erum auðvitað
íslendingar og fólkið okkar er allt heima.
Krökkunum finnst ofsalega gaman að koma
heim um jólin og svo tvær vikur á sumrin. Við
komum reglulega heim í fríum en reynum
engu að síður að eyða stórum hluta sumar-
leyfisins hér úti. Þá höfum notað tímann og
farið svolítið um Evrópu, ýmist akandi eða
fljúgandi, til Suður-Frakklands til dæmis og
Portúgals. Við látum það heldur aldrei undir
höfuð leggjast að fara til Flórída á hverju
hausti, það er okkar fasti staður auk íslands í
fríunum. Eitt sumarið fór ég f viku hestaferð
sem aðstoðarmaður með íshestum. Það var
mjög gott oq gaf mér mjög mikið af íslandi og
náttúrunni. Ég hefði gaman af því að fara aft-
ur til að hlaða rafhlöðurnar á nýjan leik.“
60.000 FARMIÐAR Á ÁRI
Steinn Logi er svæðisstjóri fyrir Mið-Evrópu,
Austur-Evrópu og Ítalíu en þangað til í sumar
heyrði allt meginlandið undir starfsvettvang
hans.
„Umsvifin hafa aukist svo undanfarin ár að
nauðsynlegt reyndist að skipta svæðinu í
tvennt. Við höfum tvöfaldað farþegafjöldann til
íslands auk þess sem við erum búnir að bæta
við flugi til Amsterdam, tvisvar á dag til Ham-
borgar og nú nýverið til Milanó og Barcelona.
Hvað skrifstofuna hér í Frankfurt varðar þjón-
ar hún fyrst og fremst þýska markaðinum, að
mér undanskildum og einum til tveimur starfs-
mönnum til viðbótar.
Skrifstofan selur farseðla til Ameríku og ís-
lands. Lengst af hefur verið helmingaskipting
þar á milli þó að heldur hafi Islandshlutinn
vaxið. Við seljum samt ekki miðana beint til
farþeganna heldur í gegnum ferðaskrifstofur
hér. A síðasta ári seldum við tæplega 60.000
farmiða í Þýskalandi.“
- Er mikill munur á því að selja miða til ís-
lands og Bandaríkjanna?
„Þegar við erum að selja til íslands erum
við að selja á sérstakan ákvörðunarstað. Við
þurfum að leggja miklu meira upp úr kynningu
á hverjum stað fyrir sig og leitumst við að gefa
sem nákvæmastar upplýsingar í bæklingun-
um um hvað hver og einn staður hefur upp á
að bjóða, hvað fólk getur tekið sér þar fyrir
hendur og svo framvegis. Bæklingarnir verða
að vera ítarlegir svo við getum auðveldað
ferðaskrifstofunum að selja íslandsferðir. Við
bjóðum líka fjölmörgum blaðamönnum ( sér-
staklega skipulagðar ferðir heim til íslands til
þess að fá sem mesta umfjöllun í fjölmiðlum.
Þegar við auglýsum Ameríku erum við fyrst
og fremst að selja sæti í samkeppni við önnur
flugfélög á Norður-Atlantshafi. Þá er það
verðið sem skiptir öllu máli en auðvitað höfum
við þurft að halda úti ákveðinni kynningar-
starfsemi. Upp á síðkastið höfum við lagt
kapp á að auka hlut „stop over“-farþega og
hvatt fólk til að staldra aðeins við á íslandi.
Það hefur gengið ágætlega. Áður var það
þannig að það þótti af hinu vonda að þurfa að
hafa viðkomu á íslandi. Núna höfum við verið
að reyna að snúa þessu við og erum farnir að
byggja miklu meira á stoppinu og gera það
eftirsóknarvert sem Flugleiðir hafa fram yfir
önnur flugfélög. Þetta hefur gengið mjög vel
og ætlunin er að auka þetta síðan í tengslum
við Hamborgarflugið sem er tvisvar á dag.“
BLÁA LÓNIÐ 06 BANDARÍKIN
„Við höfum eflt kynningarstarfið í Norður-
Þýskalandi til mikilla muna vegna Hamborgar-
flugsins sem er orðið margfalt tíðara en það
var áður. Áður voru aðeins fáar ferðir á milli
íslands og Hamborgar yfir sumartímann. Vél-
arnar voru þá alltaf fullar af ferðamönnum til
íslands. Þess vegna tók því ekki að auglýsa
Ameríkuferðirnar í tengslum við það. Nú hefur
þetta breyst og málin horfa allt öðruvísi við.
Nú auglýsum við íslandsferðir, Ameríkuferðir
og loks leiðina á milli Hamborgar og Kaup-
mannahafnar. Forsendurnar eru orðnar allt
aðrar. Hamborg hefur lítið verið kynnt heima
ennþá og fram til þessa hafa ekki svo margir
íslendingar haft áhuga á að fljúga þangað.
Þetta mun samt vafalítið breytast enda er
Hamborg mjög skemmtileg og tengsl hennar
við ísland eru meiri en flestra annarra borga.
Vegna tengiflugsins í Kaupmannahöfn
verða Ameríkufarþegar þaðan að taka morg-
unflugið og eru þá komnir um hádegisbilið til
íslands. Þeir þurfa því að bíða eftir Ameríku-
vélunum fram til fjögur eða fimm. Til þess að
brúa bilið bjóðum við nú þessum farþegum
ferð í Bláa lónið í millitíðinni. Þetta hefur gefist
ótrúlega vel þennan stutta tíma sem við höf-
um verið með þetta í gangi.“
AUKINN HLUTUR
HÁRRA FARGJALDA
í fyrra var gert markaðsátak sem gerði það að
verkum að umtalsvert fleiri Þjóðverjar lögðu
leið sína til íslands til að verja vetrarorlofi sínu
þar. Hafið þið ekki líka verið að reyna að auka
hlut háu fargjaldanna?
„Loftleiðir byrjuðu að fljúga til Lúxemborgar
árið 1952 og því höfum við verið á markaðn-
um hér í meira en fjóra áratugi. Fyrirtækið
skapaði sér strax sterka ímynd sem flugfélag
sem legði áherslu á lág fargjöld. Síðustu árin
sem gömlu DC 8 vélarnar voru í notkun,
1986-1988, var ímynd fyrirtækisins ekki sem
skyldi. Flugleiðavélarnar voru til dæmis mjög
oft of seinar og ferðaskrifstofurnar kvörtuðu
sáran fyrir hönd farþeganna. Þetta voru orðin
leiðindi.
Ákveðið var að snúa blaðinu við og farið
var út í mikla markaðskönnun um það leyti
sem flugflotinn var endurnýjaður. Hún var svo
undanfari þess að ákveðið var að leggja
áherslu á „Business Class“ eða „Saga Class“
út úr Lúxemborg. Eftir að hafa verið með
þessa gömlu ímynd skelltum við okkur á fullu
út í beina samkeppni um Norður-Atlantshafs-
leiðina við flugfélög á borð við Lufthansa.
Þetta var mikið og erfitt átak en með endur-
nýjun flugflotans var þetta orðin raunhæf leið.
Hlutur þessara háu fargjalda hefur síðan auk-
ist mjög. Á svæðinu í kringum Lúxemborg
höfum við verið að selja umtalsverðan fjölda
farmiða á „Business Class" - þar sem hver
farþegi þarf að greiða upp í 200 þúsund krón-
ur fyrir farmiða til Bandaríkjanna og til baka.
Þrátt fyrir samkeppnina um lágu fargjöldin við
fjölda sterkra fyrirtækja hefur okkur tekist vel
upp í háu fargjöldunum líka.
Auðvitað er þetta lítill hluti af heildarfar-
þegafjöldanum en samt nokkur þúsund far-
miðar á ári. Markaðssetningin þarna er meðal
annars fólgin í því að við höfum komið okkur
upp 10.000 nöfnum og heimilisföngum hjá
fólki sem starfar á vegum fyrirtækja sem hafa
viðskipti við Bandaríkin og býr í 200 kílómetra
radius frá borginni. Við verðum alltaf að láta
okkur detta eitthvað nýtt í hug og reyna ýmsar
leiðir."
ÍSLAND VANÞRÓAÐ
Það var að heyra á Steini Loga að hann væri
ekki alls kostar sáttur við ýmislegt heima á ís-
landi.
„Það er verið að tala um að leggja þurfi
Fjölskyldan viö kvöldveröarboróiö í júníblíóunni. Steinn 10 ára, Ylfa Ýr 7 ára, Steinn Logi,
Anna og Perla 4 ára.
68 VIKAN 14. TBL. 1993