Vikan


Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 18

Vikan - 23.09.1993, Blaðsíða 18
ferðaskrifstofu í Banstead, suð- ur af London, sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk eins og okk- ur. Þannig flugum við fyrst til fundar við miðnætursólina árið 1987." Stuart bendir á hefðbundnar, skemmtilegar tölfræðistað- reyndir varðandi ísland en verður líka tíðrætt um tungu- málið sem íslendingar séu svo stoltir af og nafnahefðina. Seinna sannreyni ég að það er satt sem hann segir um að menn hafi mikinn áhuga á að heyra af ferðum hans til ís- lands og Grænlands. Nú hefur líka einn ævintýrafyrirlesturinn bæst við eftir að hann gerði sér ferð á norðurpólinn í fyrra og flaggaði Rotary-fána þar. „Það var einum of ævintýralegt fyrir mig,“ segir Evelyn brosandi en hún ákvað að vera heima í það skiptið. Stuart segir að menn hafi jafnan lítið heyrt um þenn- an heimshluta enda algengara að horft sé suður þegar á- kveða á sumarfríið. „Bretum finnst veðráttan heima fyrir þannig að þeir verði að bæta sér hana uþþ með því að flat- maga á sólarströndum." Þau hjónin eru hins vegar sammála um að norðrið heilli þau meira og finnst lítt til sólarlandaferða landa sinna koma enda hafði Skotland ávallt verið eftirlætis sumarleyfisstaður þeirra áður en þau tóku upp á að halda lengra norður á bóginn. Fyrstu ferðina sína til íslands fóru Evelyn og Stuart í endað- an júlí 1987. Þá dvöldu þau þar í tvær vikur og gerðu víðreist um landið, heimsóttu Húsavík og skoðuðu meðal annars Mý- vatn, fóru síðan í rútu að Gull- fossi og Geysi og flugu til Vest- mannaeyja. „Það var ævintýri líkast að kynnast þessari stór- brotnu náttúru," segja þau bæði en hlæja þegar þau rifja upp móttökurnar þegar þau komu á hótelið sitt, ferðaþreytt eftir flugið frá Bretlandi. „Þarna stóðum við í gjöró- kunnugu umhverfi og af ein- hverjum óskiljanlegum ástæð- um fannst nafnið okkar ekki á gestalistanum. Eftir langt þóf var þó hægt að hola okkur nið- ur. Linið á rúmunum okkar var hins vegar hálfrakt þegar við komum inn á herbergi en við fundum þurrt inni í skáp og gát- um skipt um á rúmunum." Þau viðurkenna að það hafi runnið á þau tvær grímur við þessa upp- ákomu, sérstaklega þar sem flugvélin þeirra þurfti líka óvænt að hafa viðkomu í Lúxemborg þannig að ferðin lengdist af þeim sökum. Þetta segja þau að hafi þó fljótlega gleymst þegar ævintýrin tóku við. Á LEIÐ TIL GRÆNLANDS Næst þegar Evelyn og Stuart komu til íslands voru þau á leið til Grænlands. „Ferðaskrifstof- an Arctic Experience sérhæfir sig líka í Grænlands- og norð- urheimskautsferðum. Við flug- um því til íslands 20. mars 1989 og urðum reyndar veður- teppt þar í tvo daga en héldum síðan til Grænlands. Þar dvöld- um við í þrjá daga og millilent- um aftur á íslandi á leiðinni heim.“ í flugvélinni á leiðinni til Grænlands segir Stuart að hann hafi hitt mann frá ferða- skrifstofunni þeirra og þar barst í tal að hann fengi frásögn frá honum inn á myndband sem verið væri að gera. Stuart hefur því komið víðar við en á Rot- ary-fundum til að segja löndum sínum frá íslandi. Það má Ifka greinilega sjá að áhugamálið hans, Ijósmyndun, hefur notið sín í íslandsferðunum. „Ég sendi þessar á sýningu áhuga- Ijósmyndara, sem jafnframt var samkeppni," segir hann og dregur fram tilkomumiklar myndir af Geysisgosum. „Ég vann hins vegar ekki,“ heldur hann áfram og hristir brosandi höfuðið yfir dómaranum, eins og honum hljóti að hafa skjátl- ast í það skiptið. A Stuart á norðurpólnum í apríl í fyrra. ► Evelyn ræöir við Emblu um væntanlega íslandsferö hennar yfir kubbakassanum á leikskólanum. irlestur er víst betra að ég at- hugi hvort ég er nokkuð að bulla svo þú farir ekki að leið- rétta mig fyrir framan félaga mína," segir Stuart og hlær. Stuart fékk leyfi félaga sinna í karlaklúbbnum til að bjóða mér með sem sérstökum gesti á einn fyrirlestra sinna enda þjóðráð að sýna þeim eintak af íslendingi um leið og fjallað væri um land og þjóð. Viö skiptumst dágóða stund á upp- lýsingum og höfðum gaman af en Stuart er vel lesinn um ís- land og álitamál hvort okkar hafði betur í þessum viðskipt- um. ÞÆGILEGT OG KALT í fyrirlestrum sínum byrjar hann jafnan á að útskýra hvernig það kom til að þau fóru til ís- lands fyrst. „Við vildum fara þangað sem væri þægilegt að vera og kalt og fundum litla 18VIKAN 19.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.