Vikan


Vikan - 23.09.1993, Qupperneq 19

Vikan - 23.09.1993, Qupperneq 19
í þessari annarri íslandsferð sinni segjast þau hafa farið á skemmtun á Naustinu þar sem þau prófuðu þorramat. Þau segjast reyndar ekki hafa heill- ast af mörgu þar en fannst eft- irrétturinn þó góður, íslenskt skyr. HVAR ER NÆTURLÍFID? Evelyn segir að þau hafi í bæði skiptin sem þau komu hingað undrast á því hve næt- urlífið væri dauft í Reykjavík. „Við fundum ekkert næturlíf fyrr en við buðum dætrum okkar tveimur með, ásamt eiginmanni annarrar og vin- konu þeirra. Það var helgar- ferö sem við fengum á sér- kjörum í byrjun mars árið 1990 og fannst upplagt að taka krakkana með til að þeir fengju að sjá eitthvað af þessu landi sem við vorum alltaf að tala um. Af því tilefni ákváðum við að fara á skemmtun á Hótel íslandi þar sem var fremur fámennt fram- an af en eftir miðnætti troð- fylltist. Þá litum við hvort á annað og það rann upp fyrir okkur að næturlífið á Islandi væri með öðru sniði en í Bret- landi og byrjaði einfaldlega eftir að við vorum farin að sofa,“ segir Evelyn hlær. Stuart bætir við að það hafi verið reynsla út af fyrir sig að kynnast fullum íslendingum. „Einn settist ansi rogginn hjá mér og vildi kaupa af mér þá dóttur mína sem var ógift." Það sést á svip Bretans að þetta hafi honum þótt undar- T Fjölskyld- an í helgar- ferö á þægilegum og köldum staö. Á ís- landi í mars 1991. Dawn Menzies, Jackie Lee, Helen Clark, Christo- pher Clark og Evelyn. lega framkoma í siðuðu sam- félagi en hann bætir við að þeir hafi þó ekkert verið til vandræða, þessir fullu íslend- ingar, þótt þeir hefðu óneitan- lega dálítið sérkennilegar hugmyndir um mannleg sam- skipti. ALLIR ÚT AÐ ÝTA Það er fleira ævintýralegt en fólkið á íslandi og það fékk fjölskyldan að reyna á leið sinni yfir Hellisheiði frá Hveragerði. Færið var heldur slæmt og rútan skrikaði til þannig að hún lenti út af veg- inum. Það var því ekki um annað að ræða en að allir færu út að ýta. „Það var auð- vitað út af fyrir sig ævintýri að sjá banana og suðrænar plöntur í gróðurhúsunum í Hveragerði á sama tíma og allt var á kafi í snjó utandyra en það var punkturinn yfir i-ið í vel heppnaðri ferð að lenda í þessu líka.“ Þau eru sam- mála um að það hafi bara kryddað ferðina að lenda í hrakförunum enda geri það komurnar hingað spennandi að vita aldrei á hverju eiga má von. HÁLENDIÐ EFTIR Þegar ísland er markaðssett sem ferðamannaland er oft talað um að útlendingum sé boðið að kaupa það í einum pakka, þeyst sé með þá um landið þvert og endilangt á mettíma eins og öllum sem komi hingað hafi verið seld fyrsta og eina ferðin þeirra til að berja augum fáséða, villta og óspillta náttúru. Evelyn og Stuart segjast hins vegar eiga margt eftir óskoðað þrátt fyrir ferðirnar þrjár en eru sammála um að það sé kostnaðurinn sem standi í vegi fyrir aö þau fari eins oft og þau langar. „Mig dreymir hins vegar um að komast í hálendisferð," seg- ir Evelyn og er staðráðin í Þaö er spennandi viö Islandsferöirnar aö vita aldrei á hverju maöur á von, segja Menzies-hjónin. Þarna er öll fjölskyldan komin út aö ýta þegar farkosturinn lenti út af veginum á leiöinni yfir Hellisheiöi. að láta verða af því við tækifæri. UPPÁHALDSVEITINGA- STAÐURINN Á ÍSLANDI Stuart veit líka sem er að ef hann vill virkilega gleðja eigin- konuna með því að bjóða henni út að borða þá verður hann að panta far til íslands í leiðinni. Evelyn hefur óbrigðul- an smekk fyrir góðan mat enda listakokkur sjálf og hún segir að Lækjarbrekka sé besti og fallegasti veitingastaður sem hún hafi nokkru sinni komið á. „Það er alltaf ofarlega á óska- listanum, þegar við erum að á- kveða veitingastað, að komast á Lækjarbrekku,“ segir hún brosandi og á greinilega góðar minningar þaðan. Hver veit nema Stuart og Evelyn geti látið drauma sína um að komast oftar á Lækjar- brekku og þar með til íslands rætast þegar það verður orðið örlítið ódýrara að skreppa yfir hafið. □ 19.TBL. 1993 VIKAN 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.