Vikan - 23.09.1993, Síða 26
fólk sem gat ekkert notaö rödd-
ina sína og hafði jafnvel verið
úrskurðað laglaust frá barn-
æsku. Ég fór að vinna við að fá
þetta fólk til að nota röddina og
Atriöi úr
West Side
Story flutt
á Hótel
íslandi.
Hinir, sem syngja á skjön
en hafa mikla ánægju af því til
dæmis að syngja í hópi, kom-
ast oft á rétt spor eftir smá-
vegis leiðsögn.
virðulega verkfræðinga í ein-
um hópnum, lækni, tvo
þungarokkara og húsmæður
svo nokkur dæmi séu tekin.
Hópurinn varð ótrúlega sam-
heldinn, einlægur og fallegur
áður en yfir lauk - með öllu
þessu ólíka fólki.
- Hvaö lætur þú þetta fólk
syngja?
Fyrst læt ég nemendurna
syngja mjög létta negrasálma
og einföld íslensk lög. Ég læt
þá líka radda á einfaldan hátt
svo þeir heyri hvernig lögin
fara allt í einu að hljóma. Þetta
verður jafnan mjög mikil og
spennandi upplifun fyrir þátt-
takendurna, þegar þeir syngja
með öðrum og heyra hljóm-
inn. Stundum tökum við söng-
inn upp og leyfum þeim að
heyra. í lok námskeiðanna
flytur hver hópur síðan það
efni sem hann hefur veriö að
æfa, ýmist á tónleikum til
koma út úr skápnum. Ég hef
reynt að hafa söngkennsluna á
breiðari grunni en við höfum átt
að venjast.
LAGLAUSIR LÆRA
AÐ SYNGJA
- Hvers vegna eru sumir vita
laglausir og syngja alltaf á
skjön viö þaö lag sem aörir
eru aö syngja?
Hjá mörgum er þetta eins
og lesblinda. Kannski er það
misþroski í heyrninni en oft
stafar þetta af æfingaleysi og
fólk einbeitir sér ekki að hljóð-
inu. Sumir syngja þríund eða
fimmund ofar, yfirtónana en
ekki grunntóninn. Þessir ein-
staklingar eru meö tónheyrn
sem nauðsynlegt er að lag-
færa. Ég held aö í flestum til-
vikum sé hægt að þroska tón-
heyrnina hjá þessu fólki, það
tekur kannski mismunandi
langan tíma. Það er aldrei
nema einn og einn sem á við
alvarlegan vanda að stríða. Ó-
skaplega margir segja í fyrsta
tímanum að þeir séu laglausir
og geti þetta alls ekki, þá langi
samt að reyna til þrautar. Oft
er þetta vegna feimni. Svo
koma þeir í tvo tíma og eru
farnir að syngja alveg prýði-
lega í þeim þriðja. Þetta er oft
spurningin um aö læra að
nota líkamann, fá leiðbeining-
ar um öndun - anda dýpra og
finna tóninum réttan farveg.
Það er ýmsum jafnframt mikill
styrkur að fá tækifæri til að
syngja með öðrum í hópi - og
síðast en ekki síst að þora að
koma með röddina sína út úr
skápnum, þora að gera sínar
vitleysur. í langflestum tilvikum
fer fólk að geta sungið rétt.
Cats á
sviöi
Hótel
íslands.
FÓLK Á ÖLLUM ALDRI
- Hvers konar fólk kemur til
þín I skólann?
Alla vega fólk, ungir og
gamlir, frá skólabörnum upp í
töluvert roskið fólk og allt jóar
á milli. Þetta er fólk úr öllum
þjóðfélagsstéttum og því get
ég talað um þverskurðinn af
íslensku þjóðfélagi.
Námskeiðin eru af ýmsu
tagi. í fyrsta lagi er ég alltaf
með þessi svokölluðu þyrj-
endanámskeið sem eru
grunnurinn og ætluð fólki sem
kann ekki neitt en langar að
byrja einhvers staöar. Síðan
er ég með framhaldsnámskeið
fyrir þá sem eiga byrjenda-
námskeiðið að baki eða ein-
hverja reynslu, hafa verið í kór
einhvern tima eða tónlistar-
námi og svo framvegis. í
þessum tveimur námskeiðum
er yfirleitt mjög breiður aldurs-
hópur og mikið af alla vega
fólki. í fyrravetur var ég með
dæmis, á skemmtun á Hótel
íslandi, í sjúkrahúsum eða elli-
heimilum.
SÖNGLEIKIR SETTIR
Á SVIÐ
Á framhaldsnámskeiðinu eru
gerðir svolítið erfiðari og meira
krefjandi hlutir. í fyrra tókum
við til dæmis syrpu úr söng-
leiknum West Side Story og
settum á svið. Núna verðum
við með blandaða jóladagskrá
meö djössuðum jólalögum og
í annan stað svolítið klass-
ískara prógramm í kórformi,
auk þess sem viö tökum fyrir
skemmtilega hluti á sviði
söngleikjanna.
Ég er líka meö einsöngv-
aradeild. Þátttakendurnir í
henni fá gjarnan að spreyta
sig á einsöngshlutverkum í
þeim verkum sem við setjum
upp. Ég er líka með sérstök
söngleikjanámskeið sem hafa
lofað mjög góðu. í fyrra settum
við á svið valda kafla úr söng-
leikjunum Cats og West Side
Story á Hótel íslandi. í tengsl-
um viö það kenndi ég þátttak-
endum nokkur mikilvæg atriði
í raddbeitingu, smávegis tón-
fræði auk þess sem ég fékk
amerískan danskennara til að
hjálpa okkur að læra sporin
sem söngvararnir verða líka
að tileinka sér. Við fengum í
lið með okkur búningahönnuð
og förðunarmeistara svo allt
yrði eins og það ætti að vera.
NÁLGAST KRAKKANAÁ
ÞEIRRA ÁHUGASVIÐI
- Hver er tilgangur þinn meö
þessu?
Ég er nú svo heppin aö í
gamla barnaskólanum mínum,
Öldugötuskóla, voru söng-
stundir einu sinni í viku. Mér
finnst ég alltaf hafa búið að
þeirri reynslu. Nú fara flest
börn á mis við þetta og þurfa
aldrei að taka lagið og finna
sig aldrei knúin til þess. Þegar
maður nær til barna með ein-
hverri tónlist, sem höfðar til
þeirra, laðar maður fram ein-
lægni þeirra og gleði sem nær
langt út fyrir það sem þau telja
hallærislegt, töff eða kúl.
Söngurinn hefur ósegjanlega
mikið uppeldislegt gildi fyrir
börn og unglinga - og fyrir
okkur öll. Við ættum að gera
átak í því að efla söngmennt í
skólum. Mér finnst þeir hafa
brugðist að þessu leyti, þó svo
að almenn tónmenntakennsla
eigi að heita í góðu lagi. Það
hefur verið gert stórt átak í að
fjölga tónmenntakennurum og
þeir eru nú í skólum um allt
land og sama er að segja um
tónlistarskólana. Mér finnst aft-
ur á móti vanta þennan þátt.
Við þurfum að nálgast krakk-
ana á þeirra áhugasviði.
Ég veit hvernig þetta var
með sjálfa mig og lagið
„House of the rising Sun“.
Sem krakki hafði ég gaman af
að hlusta á eina og eina
óperuaríu. Maður byrjar á því
að heyra eitthvað sem maður
heillast af, það getur verið
hvað sem er. Þaðan þarf mað-
ur svo að fara til að hlusta á
eitthvað annað. Maður treður
ekki einhverju upp á fólk sem
það hefur engan áhuga á.
Það þarf að gera tónlistar-
kennsluna í skólum meira lif-
andi, krakkarnir eiga að fást
við eitthvað sem höfðar til
þeirra, bæði í söng og hreyf-
ingu. Ég er einmitt að byrja
núna að vinna með hóp ung-
linga í Réttarholtsskólanum í
Reykjavík. Þar hefur náðst
góður árangur í leiklist en það
sem reynt hefur verið að gera
26 VIKAN 19. TBL. 1993