Vikan


Vikan - 23.09.1993, Síða 44

Vikan - 23.09.1993, Síða 44
TEXTI: EINARINGVIMAGNÚSSON * tilefni af alþjóölegri ráð- stefnu um geimverurann- sóknir, sem haldin verður í Reykjavík og við Snæfellsjökul dagana 4.-6. nóvember 1993, þykir mér skylt að fjalla um „fljúgandi furöuhluti" í Ijósi heil- agrar ritningar. Haft var á orði á ráöstefnu, sem haldin var í Háskólabíói laugardaginn 28. ágúst síöastliðinn, að ef geim- verur, sem tilkynnt hafa komu sína við jökulinn þann 5. nóv- ember næstkomandi, lenda í raun og hafa samband við ráð- stefnugesti opinberlega, eins og ráð er gert fyrir, gæti sá við- buröur umbylt heimsmynd okkar tíma og trúarbrögðum um alla jöröina sem við byggj- um. Vel má vera að svo kynni aö fara fyrir flestum mannanna börnum þar sem þorri fólks er sér ekki meðvitandi um þaö sem staðiö hefur í Biblíunni í aldir og sumt í árþúsundir. í Ijósi tækniþekkingar okkar tíma ættu samt flestir að geta séð frá hverju Biblían er í raun og veru að segja, vilji menn yfirhöfuð sjá. Bæði Gamla og Nýja testa- mentið innihalda stórmerkileg- ar frásagnir um fljúgandi furðuhluti (UFO) þótt þar séu þessi fyrirbæri nefnd öðrum nöfnum. Gjarnan er talað um dýrð Guðs, tign Guðs, ský- stólpa, eldstólpa, Ijós, reykjar- mökk, rödd Drottins, anda Guös, svo og himneskar her- sveitir Guðs og Drottinn sjálf- ur kallaður Drottinn hersveit- anna á himnum. Ekki hefur fólki í gegnum tíðina þótt þessi hugtök sanna neitt í þá veru að guðirnir hafi verið geimfarar. En höfum hugfast aö þeir sem færðu í letur höfðu líklega ekki yfir sömu tækniþekkingu aö búa og við. Það er því ekki undar- legt þó ritað sé um eirfugla, eldlega vagna og eldlega hesta þegar „fljúgandi furðu- hluturn" hefur verið lýst. Ekki eru margir áratugir síðan fólk í íslenskum sveitum talaði um járnhesta þegar það sá fyrstu dráttarvélarnar. í 5. Mósebók segir að Guð hafi „ekið yfir himininn í skýj- unum í tign sinni“. „Sjá, Drott- inn ekur á léttfæru skýi og kemur til Egyptalands,“ segir f 19. kapítula spádómsbókar Jesaja. í 22. kafla Jobsbókar segir: „Guð gengur á himin- hvelfingunni... með hávaða og harki hendist hann yfir jörð- ina.“ í Esekíel segir: „Þá kom dýrð ísraels Guös úr austri og varð aö heyra sem nið mikilla vatna og landið var uppljómað af dýrð hans.“ (43:2) „Dýrð Drottins hóf sig upp frá ker- úbunum yfir á þröskuld must- erisins, varð musteriö þá fullt af skýmökk.“ (Esekíel 10:4-5). Lesum í 2. Mósebók þær línur sem alveg eins gætu staöið í góðri vísindaskáld- sögu en þar mælir Guð við Móse: „Þú skalt standa uppi á berginu. En þegar dýrð mín fer framhjá vil ég láta þig standa í bergskorpunni, og mun ég byrgja þig með hendi minni uns ég er kominn fram- hjá.“ (21-23) Áður hafði þetta gerst: „Er Móse var kominn inn í tjaldið steig skýstólpinn niður og nam staðar við tjald- dyrnar og Drottinn talaði við Móse. Og allur lýðurinn sá skýstólpann standa við tjald- dyrnar... En Drottinn talaði við Móse augliti til auglitis, eins og maður talar við mann.“ (2. Mósebók 33:9-11) Lengi má halda áfram að vitna í heilaga ritningu sem styður þá kenningu aö vits- munaverur hafi haft afskipti af mannkyni þessarar jarðar frá upphafi mannlífsins hér á jörö. í fyrstu Mósebók biður Guð manninn að endurupp- 44 VIKAN 19. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.